NFL: Patriots og Cardinals komust áfram í nótt en á mjög ólíkan hátt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. janúar 2016 12:15 Larry Fitzgerald fagnar hér sigur-snertimarki sínu. Vísir/Getty New England Patriots og Arizona Cardinals tryggðu sér sæti í úrslitum sinna deilda í úrslitakeppni ameríska fótboltans í nótt en bæði lið unnu leiki sína á heimavelli sem voru jafnframt fyrstu heimasigrar úrslitakeppni NFL-deildarinnar í ár. New England Patriots og Arizona Cardinals sátu hjá í fyrstu umferðinni um síðustu helgi og biðu þá eftir að sjá hverjir mótherjarnir yrðu. Allir fjórir leikirnir um síðustu helgi unnust á útivelli en sigurganga útiliðanna endaði í nótt. Það var þó mikill munur á sigrum liðanna tveggja í nótt, New England Patriots vann sannfærandi sigur á Kansas City Chiefs 27-20 en það var talsvert meiri dramatík þegar Arizona Cardinals vann 26-20 sigur á Green Bay Packers í framlengingu.Green Bay Packers náði að koma leiknum á móti Cardinals í framlengingu með ótrúlegri lokasókn þar sem Aaron Rodgers fann Jeff Janis í endamarkinu með svokallaðri „Hail Mary" sendingu en hann henti boltanum þá með þeirri von að einhver hans manna næði boltanum. Þetta var í annað skiptið á tímabilinu sem svona sending heppnast hjá Rodgers. Arizona Cardinals átti hinsvegar frábær tilþrif eftir og reynsluboltinn Larry Fitzgerald skoraði sigur-snertimarkið eftir sendingu frá Carson Palmer í fyrstu sókn framlengingarinnar. Leikstjórnandinn Carson Palmer hefur átt frábært tímabil en hann vann þarna sinn fyrsta sigur í úrslitakeppni. Arizona Cardinals er þar með komið í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar og mætir þar annaðhvort Carolina Panthers eða Seattle Seahawks. Ef Carolina Panthers vinnur þá verður Arizona á útivelli en liðið fær heimaleik ef Seattle Seahawks kemst áfram.Rob Gronkowski fagnar öðru snertimarka sinna.Vísir/GettyTom Brady og Rob Gronkowski fóru á kostum þegar ríkjandi NFL-meistarar New England Patriots liðið vann 27-20 sigur á Kansas City Chiefs og tryggði sér sæti í úrslitaleik Ameríkudeildarinnar fimmta árið í röð. Rob Gronkowski skoraði tvö snertimörk í leiknum og Tom Brady stýrði leik liðsins frábærlega auk þess að skora eitt snertimark sjálfur með svokallaðri leikstjórnanda-laumu. Gronkowski skoraði snertimark í fyrstu sókn leiksins og Patroits-menn voru því með frumkvæðið frá byrjun. Patriots-liðið endaði með þessu ellefu leikja sigurgöngu Kansas City Chiefs og tryggði sér sæti í úrslitaleik Ameríkudeildarinnar þar sem liðið mætir annaðhvort Pittsburgh Steelers eða Denver Broncos. Vinni Denver Broncos sinn leik í kvöld verður New England Patriots á útivelli en liðið fær heimaleik á móti Pittsburgh Steelers.Öll úrslitakeppni NFL-deildarinnar er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en tveir leikir fara fram í dag. Klukkan 18.05 tekur Carolina Panthers á móti Seattle Seahawks og klukkan 21:40 mætast Denver Broncos og Pittsburgh Steelers. Það er von á tveimur skemmtilegum leikjum. NFL Tengdar fréttir NFL: Rodgers minnti á sig í sigri Green Bay Green Bay vann Washington með öflugri frammistöðu í síðari hálfleik. 11. janúar 2016 08:00 Sakaði leikmann um að gera sér upp höfuðmeiðsli Leikmaður Pittsburgh Steelers er í eftirliti vegna gruns um að hafa fengið heilahristing. 12. janúar 2016 11:30 Er þetta flottasta snertimarkið sem þú hefur séð? | Myndband Martavis Bryant og félagar hans í Pittsburgh Steelers komust áfram í aðra umferð úrslitakeppni NFL-deildarinnar í nótt eftir 18-16 útisigur á Cincinnati Bengals. 10. janúar 2016 12:45 NFL: Reimarnar út eins og í Ace Ventura og Seattle vann Seattle Seahawks liðið hafði heldur betur heppnina með sér í naumum 10-9 sigri á Minnesota Vikings í leik liðanna í úrslitakeppni Þjóðardeildar ameríska fótboltans í kvöld. 10. janúar 2016 21:20 Sjáðu sparkið hjá Walsh: Þetta er búið! Klúðrið ótrúlega sem tryggði Seattle Seahawks sigur í NFL-deildinni um helgina. 11. janúar 2016 13:00 Lætur leikmenn horfa í sólina Tom Brady, leikstjórnandi New England Patriots, er algjör fullkomnunarsinni þegar kemur að undirbúningi fyrir leiki liðsins. 12. janúar 2016 23:30 NFL: Eyðilögðu endurkomuna með eintómu klúðri í lokin Leikstjórnandinn Ben Roethlisberger kom til baka úr klefanum og leiddi lokasókn Pittsburgh Steelers í 18-16 útisigri á Cincinnati Bengals í úrslitakeppni ameríska fótboltans í nótt. 10. janúar 2016 10:18 Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Sjá meira
New England Patriots og Arizona Cardinals tryggðu sér sæti í úrslitum sinna deilda í úrslitakeppni ameríska fótboltans í nótt en bæði lið unnu leiki sína á heimavelli sem voru jafnframt fyrstu heimasigrar úrslitakeppni NFL-deildarinnar í ár. New England Patriots og Arizona Cardinals sátu hjá í fyrstu umferðinni um síðustu helgi og biðu þá eftir að sjá hverjir mótherjarnir yrðu. Allir fjórir leikirnir um síðustu helgi unnust á útivelli en sigurganga útiliðanna endaði í nótt. Það var þó mikill munur á sigrum liðanna tveggja í nótt, New England Patriots vann sannfærandi sigur á Kansas City Chiefs 27-20 en það var talsvert meiri dramatík þegar Arizona Cardinals vann 26-20 sigur á Green Bay Packers í framlengingu.Green Bay Packers náði að koma leiknum á móti Cardinals í framlengingu með ótrúlegri lokasókn þar sem Aaron Rodgers fann Jeff Janis í endamarkinu með svokallaðri „Hail Mary" sendingu en hann henti boltanum þá með þeirri von að einhver hans manna næði boltanum. Þetta var í annað skiptið á tímabilinu sem svona sending heppnast hjá Rodgers. Arizona Cardinals átti hinsvegar frábær tilþrif eftir og reynsluboltinn Larry Fitzgerald skoraði sigur-snertimarkið eftir sendingu frá Carson Palmer í fyrstu sókn framlengingarinnar. Leikstjórnandinn Carson Palmer hefur átt frábært tímabil en hann vann þarna sinn fyrsta sigur í úrslitakeppni. Arizona Cardinals er þar með komið í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar og mætir þar annaðhvort Carolina Panthers eða Seattle Seahawks. Ef Carolina Panthers vinnur þá verður Arizona á útivelli en liðið fær heimaleik ef Seattle Seahawks kemst áfram.Rob Gronkowski fagnar öðru snertimarka sinna.Vísir/GettyTom Brady og Rob Gronkowski fóru á kostum þegar ríkjandi NFL-meistarar New England Patriots liðið vann 27-20 sigur á Kansas City Chiefs og tryggði sér sæti í úrslitaleik Ameríkudeildarinnar fimmta árið í röð. Rob Gronkowski skoraði tvö snertimörk í leiknum og Tom Brady stýrði leik liðsins frábærlega auk þess að skora eitt snertimark sjálfur með svokallaðri leikstjórnanda-laumu. Gronkowski skoraði snertimark í fyrstu sókn leiksins og Patroits-menn voru því með frumkvæðið frá byrjun. Patriots-liðið endaði með þessu ellefu leikja sigurgöngu Kansas City Chiefs og tryggði sér sæti í úrslitaleik Ameríkudeildarinnar þar sem liðið mætir annaðhvort Pittsburgh Steelers eða Denver Broncos. Vinni Denver Broncos sinn leik í kvöld verður New England Patriots á útivelli en liðið fær heimaleik á móti Pittsburgh Steelers.Öll úrslitakeppni NFL-deildarinnar er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en tveir leikir fara fram í dag. Klukkan 18.05 tekur Carolina Panthers á móti Seattle Seahawks og klukkan 21:40 mætast Denver Broncos og Pittsburgh Steelers. Það er von á tveimur skemmtilegum leikjum.
NFL Tengdar fréttir NFL: Rodgers minnti á sig í sigri Green Bay Green Bay vann Washington með öflugri frammistöðu í síðari hálfleik. 11. janúar 2016 08:00 Sakaði leikmann um að gera sér upp höfuðmeiðsli Leikmaður Pittsburgh Steelers er í eftirliti vegna gruns um að hafa fengið heilahristing. 12. janúar 2016 11:30 Er þetta flottasta snertimarkið sem þú hefur séð? | Myndband Martavis Bryant og félagar hans í Pittsburgh Steelers komust áfram í aðra umferð úrslitakeppni NFL-deildarinnar í nótt eftir 18-16 útisigur á Cincinnati Bengals. 10. janúar 2016 12:45 NFL: Reimarnar út eins og í Ace Ventura og Seattle vann Seattle Seahawks liðið hafði heldur betur heppnina með sér í naumum 10-9 sigri á Minnesota Vikings í leik liðanna í úrslitakeppni Þjóðardeildar ameríska fótboltans í kvöld. 10. janúar 2016 21:20 Sjáðu sparkið hjá Walsh: Þetta er búið! Klúðrið ótrúlega sem tryggði Seattle Seahawks sigur í NFL-deildinni um helgina. 11. janúar 2016 13:00 Lætur leikmenn horfa í sólina Tom Brady, leikstjórnandi New England Patriots, er algjör fullkomnunarsinni þegar kemur að undirbúningi fyrir leiki liðsins. 12. janúar 2016 23:30 NFL: Eyðilögðu endurkomuna með eintómu klúðri í lokin Leikstjórnandinn Ben Roethlisberger kom til baka úr klefanum og leiddi lokasókn Pittsburgh Steelers í 18-16 útisigri á Cincinnati Bengals í úrslitakeppni ameríska fótboltans í nótt. 10. janúar 2016 10:18 Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Sjá meira
NFL: Rodgers minnti á sig í sigri Green Bay Green Bay vann Washington með öflugri frammistöðu í síðari hálfleik. 11. janúar 2016 08:00
Sakaði leikmann um að gera sér upp höfuðmeiðsli Leikmaður Pittsburgh Steelers er í eftirliti vegna gruns um að hafa fengið heilahristing. 12. janúar 2016 11:30
Er þetta flottasta snertimarkið sem þú hefur séð? | Myndband Martavis Bryant og félagar hans í Pittsburgh Steelers komust áfram í aðra umferð úrslitakeppni NFL-deildarinnar í nótt eftir 18-16 útisigur á Cincinnati Bengals. 10. janúar 2016 12:45
NFL: Reimarnar út eins og í Ace Ventura og Seattle vann Seattle Seahawks liðið hafði heldur betur heppnina með sér í naumum 10-9 sigri á Minnesota Vikings í leik liðanna í úrslitakeppni Þjóðardeildar ameríska fótboltans í kvöld. 10. janúar 2016 21:20
Sjáðu sparkið hjá Walsh: Þetta er búið! Klúðrið ótrúlega sem tryggði Seattle Seahawks sigur í NFL-deildinni um helgina. 11. janúar 2016 13:00
Lætur leikmenn horfa í sólina Tom Brady, leikstjórnandi New England Patriots, er algjör fullkomnunarsinni þegar kemur að undirbúningi fyrir leiki liðsins. 12. janúar 2016 23:30
NFL: Eyðilögðu endurkomuna með eintómu klúðri í lokin Leikstjórnandinn Ben Roethlisberger kom til baka úr klefanum og leiddi lokasókn Pittsburgh Steelers í 18-16 útisigri á Cincinnati Bengals í úrslitakeppni ameríska fótboltans í nótt. 10. janúar 2016 10:18