Handbolti

Heimamenn byrjuðu á sigri gegn Serbum

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Michail Jurecki skorar eitt af sjö mörkum sínum.
Michail Jurecki skorar eitt af sjö mörkum sínum. vísir/epa
Gestgjafar Póllands unnu eins marks sigur á Serbíu, 29-28, í fyrsta leik liðanna á EM 2016 í kvöld. Fín byrjun hjá heimamönnum.

Serbar gáfu Pólverjum ekkert eftir í frábærum handboltaleik og voru einu marki yfir, 15-14, í hálfleik.

Spennan var mikil í leiknum, en Serbar komust einu marki yfir, 27-26, þegar tíu mínútur voru eftir.

Þá skellti pólska vörnin í lás og skoruðu heimamenn þrjú mörk í röð. Þeir komust í 29-27 áður en Ivan Nikcevic minnkaði muninn í eitt mark, 29-28.

Ekkert mark var skorað á síðustu tveimur og hálfu mínútu leiksins og höfðu Pólverjar því mikilvægan sigur, en liðið ætlar sér Evrópumeistaratitilinn á heimavelli.

Michail Jurecki var markahæstur Pólverja með sjö mörk en Petar Nenadic skoraði einnig sjö mörk fyrir Serbíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×