Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - Keflavík 85-88 | Toppliðið með sigur í rosalegum leik Anton Ingi Leifsson skrifar 15. janúar 2016 22:00 Keflavík vann dramatískan sigur á Haukum í Dominos-deild karla í kvöld, en framlengja þurfti leikinn líkt og í fyrri leik liðanna á tímabilinu. Lokatölur urðu 88-85 eftir að staðan eftir venjulegan leiktíma hafi verið 75-75.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í kvöld og náði þessum myndum hér fyrir ofan. Leikurinn var háspenna lífshætta. Keflavík vann fyrsta leikhlutann 25-21, en heimamenn komu sterkir inn í annan leikhluta og staðan í hálfleik 43-39, Haukunum í vil. Síðari hálfleikurinn og lokamínúturnar voru æsispennandi, en lokatölur urðu þriggja stiga sigur Keflavíku, 88-85. Það gaf góð fyrirheit fyrir það sem koma skildi þegar Reggie Dupree skoraði þrigja stiga körfu þegar ellefu sekúndur voru búnar. Nokkrir þriggja stiga körfur fylgdu frá Keflavík í kjölfarið, en þeir skoruðu alls fjórar í fyrsta leikhlutanum gegn engri frá heimamönnum í Haukum sem skörtuðu nýjum Kana, Brandon Mobley, sem átti eftir að láta til sín taka. Liðin héldust í hendur nánast út allan leikhlutann, en gestirnir frá Keflavík breyttu stöðunni úr 19-19 í 19-25 sér í vil og leiddu svo eftir fyrsta leikhlutann með fjórum stigum; 43-39. Haukarnir voru ekkert að spila sérstakan varnarleik og hertu hann til muna í öðrum leikhlutanum. Þeir spiluðu mun, mun betri vörn í leikhluta númer tvö og áttu gestirnir í vandræðum með að skora. Keflavík var yfir 29-27 en skyndilega var staðan orðin 36-29 heimamönnum í vil, en gestirnir skoruðu ekki stig í tæpar fjórar mínútum. Heimamenn voru duglegir að finna Mobley og hann var oftast einn og óvaldaður, en hann skoraði nítján stig í fyrri hálfleik. Í hálfleik leiddu svo heimamenn með fjórum stigum, 43-39, en eins og áður segir var Mobley atkvæðamestur með nítján stig í fyrri hálfleik auk þess að taka sex fráköst. Haukarnir hittu einungis úr einum þrist af tólf í fyrri hálfleik og það var ljóst að það gæti reynst dýrt myndi sú hittni halda áfram í síðari hálfleik. Hjá Keflavík var Earl Brown Jr. atkvæðamestur með ellefu stig. Heimamenn voru komnir með níu stiga forystu um miðjan þriðja leikhluta og þá fór um mann að Haukarnir myndu ná klára dæmið og gefa enn meira í því það var lítið sem ekkert að frétta hjá gestunum úr Keflavík. Það var kolröng hugsun og hægt og rólega jöfnuðu þeir leikinn. Staðan eftir þriðja leikhlutann , 60-59. Spennan var gífurleg í síðasta leikhlutanum. Haukarnir voru ávallt skrefi á undan, en ekkert stig kom í rúmar tvær mínútur um miðjan leikhlutann. Þegar rúm mínúta var eftir leiddu Haukar með fimm stigum, 75-50, en á ótrúlegan hátt náðu gestirnir að jafna og það var Reggie Dupree sem gerði það 29 sekúndur fyrir leikslok.Karfa eða ekki karfa? Haukarnir héldu í sókn og Hjálmari Stefánssyni tókst að skora góða körfu, en dómararnir vildu meina að Hjálmar hafi ekki náð að sleppa boltanum áður en leikklukkan rann út. Grípum niður í lýsingu mína um þetta atvik í leiknum: „ÞVÍLÍK DRAMATÍK! Keflavík nær að jafna og Haukarnir halda í sókn. Hjálmari Stefánssyni tókst að hitta í þann mund sem flautan gall, en Keflvíkingar vildu meina að Hjálmar hafði ekki verið búinn að sleppa boltanum. Sigmundur Már Herbertsson, einn dómari leiksins, hljóp beint til myndatökumanns Stöðvar 2 og fékk að horfa á upptöku af þessu á meðan leikmenn biðu út á gólfi. Niðurstaða dómaranna var sú að Hjálmar hafði ekki náð að sleppa boltanum. Keflavík hafði 0,9 sekúndur til þess að skora sigurkörfuna, en Reggie tókst ekki að hitta. Framlenging.” Magnús Gunnarsson hafði ekki látið mikið að sér kveða í leiknum, en hann kom Keflavík í 84-82 með þriggja stiga körfu í framlengingunni og Keflavík komið í góða stöðu. Þeir létu þá forystu ekki af hendi þrátt fyrir mikla pressu frá Haukunum og lokatölur 88-85 sigur Keflvíkinga sem rígheldur í toppsætið. Það verður að teljast áhyggjuefni fyrir Haukana að hafa ekki unnið þennan leik. Þeir voru yfir lungan úr leiknum og náðu mest níu stiga forystu, en gestirnir í Keflavík sýndu enn og aftur þessa seiglu sem þeir hafa sýnt í vetur og náðu að knýja fram stigin tvö - og um það er spurt að leikslokum. Earl Brown Jr. var frábær í liði Keflavíkur, en hann skoraði 32 stig og var með 4/5 í þristum auk þess tók hann ellefu fráköst. Alls voru Keflvíkingar með 10/26 í þriggja stiga skotum á meðan Haukarnir voru 5/27. Næstur kom Guðmundur Jónsson með átján stig. Brandon Mobley var stigahæstur hjá Haukum með 25 stig, en þetta var fyrsti leikur hans fyrir félagið. Einnig stal hann tveimur boltum og tók ellefu fráköst. Næstir komu þeir Kári Jónsson og Finnur Atli Magnússon með fjórtán stig hvor. Keflavík heldur áfram að vinna leiki, en þeir eru á toppi Dominos-deildarinnar með tveggja stiga forystu á KR. Haukarnir eru í fimmta sætinu með fjórtán stig, en Haukar hafa tapað fjórum af fimm síðustu leikjum sínum í deildinni.Sigurður: Erum ekkert að skoða töfluna „Við vorum kannski heppnir, ég veit það ekki,” voru fyrstu viðbrögð Sigurðar Ingimundarsonar, þjálfari Keflavíkur, „Þetta endaði í framlengingu, eins og síðasta leikur gegn þeim enda tvö frábær lið að kljást. Ég var mjög ánægður með að sigra hér því það eru ekki mörg lið sem sigra hér.” Hjálmar Stefánsson virtist vera tryggja Haukum sigurinn undir lok venjulegs leiktíma þegar hann hitti úr skoti í þann mund sem flautan gall, en Sigmundur Már dæmdi svo körfuna ógilda eftir að hafa horft á körfuna á vídeó-upptöku. Hvað fannst Sigga? „Maður sá það ekki. Við héldum að við hefðum séð rautt ljós áður. Það var rétt. Dómarinn skoðaði það og sem betur fer fyrir okkur.” „Það hefur fleytt okkur. Það er leikgleði og menn leggja í púkkinn og hvort sem menn eru inni á vellinum eða útaf vellinum þá eru allir saman í þessu og okkur finnst það skemmtilegt.” Keflavík er í toppsæti deildarinnar, en Sigurður segir að þeir séu ekkert byrjaðir að skoða töfluna. „Nú tökum við bara einn leik í einu. Næsti leikur er eftir viku og við skoðum hann þegar þar að kemur. Við erum ekkert að skoða töfluna,” sagði Sigurður að lokum.Guðmundur: Hann náði aldrei skotinu „Þetta var hörkuleikur. Við vorum eiginlega grísar að ná þessu í framlengingu og því er ég mjög sáttur með að koma þessu í framlengingu,” sagði Guðmundur Jónsson, einn besti leikmaður Keflavíkur í leiknum. „Nei, nei. Maður hugsar ekkert þannig í miðjum leik, en þetta var orðið erfitt í endann. Við erum alltaf í hörkuleik gegn Haukum og það er alveg sama hvað. Þetta er sterkur heimavöllur og ég er mjög sáttur,” en hvað fannst Guðmundi um “ekki-körfuna” undir lok leiks? „Hann náði aldrei skotinu og við vissum allan tímann að við værum að fara í framlengingu. Þegar við vissum það þá hafði ég engar áhyggjur af framlengingunni. Þá vissum við að við myndum vinna þetta.” Magnús Gunnarsson setti niður mikilvægan þrist í framlengingunni og segir Guðmundur að Keflavík eigi nokkra sem geta tekið stórt skot, ef svo mætti kalla. „Það eru fleiri í liðinu sem geta tekið stór skot. Maggi átti það í kvöld og spilaði vel í framlengingunni. Engin spurning.” „Það er stefnan að halda toppsætinu og það eru hörkuleikir í hverri umferð. Það er Njarðvík í næstu umferð. Við þurfum toppleik í hverri umferð til að vinna og ég er mjög ánægður með að vinna í dag. Við spiluðum ekkert frábærlega en náðum í stigin,” sagði Guðmundur.Ívar: Okkar reynslumestu menn að gera mistök „Þetta er annar leikurinn gegn þessu liði sem við hendum frá okkur sigri. Þetta er jafn leikur, en við erum að leiða næstum allan leikinn,” sagði hundsvekktur Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, í samtali við íþróttadeild 365 í leikslok. „Við erum bara að taka rangar ákvarðanir í lokin. Við hendum, held ég þrisvar, frá okkur boltanum í framlenginunni og það er ekki eins og það séu nýliðar að gera þessi mistök. Það eru okkar reynslumestu menn. Það er svekkjandi og við erum bara að henda þessu frá okkur.” „Það er eitthvað. Þetta eru okkar reynslumestu menn sem eru að gera þessi mistök, en við gerðum margt mjög jákvætt í þessum leik. Það neikvæða er að við vorum ekkert að setja upp í lokin og í síðustu sóknunum undir lok venjulegs leiktíma og í framlengingunni þá bíðum við og erum að reyna láta klukkuna líða.” „Við vorum ekki búnir að fá neinar körfur út úr því í þessum leik, en okkur gekk mjög vel þegar við vorum að reyna að fá boltann inn í teiginn. Við vorum ekki að gera það í lokin og við settum ekki upp. Þannig að við vorum bara óskynsamir þar,” sem var ósáttur með dóm í leiknum. „Það var dýrt frákastið sem Emil tók undir lokin sem hann gefur í hendurnar á þeim. Að mínu viti var brotið illilega á honum þar, en menn eiga að vera sterkari en þetta samt sem áður. Það var margt jákvætt; við stjórnuðum hraðanum og það var það sem við ætluðum að gera. Þrátt fyrir að við töpum var margt mjög jákvætt.” Aðspurður út í stóra atvikið undir lokin sagði Ívar: „Ég hef ekki hugmynd um það. Þetta var mjög tæpt og ég get ekki dæmt um það, en það hlýtur að vera sýnd betur á eftir,” sagði Ívar sem situr líklega spenntur yfir þættinum Körfuboltakvöld í kvöld. Haukarnir hafa tapað fjórum af síðustu fimm leikjum sínum og það veldur Ívari áhyggjum. „Ég hafði áhyggjur fyrir þennan leik, en það jákvæða við þetta voru að við bregðumst vel við. Við vorum að spila góðan körfubolta. Það var margt jákvætt í okkar leik og eina raunverulega neikvæða við þennan leik er að við skyldum tpa honum.” „Það var margt jákvætt og við þurfum að vinna á því. Við þurfum að horfa á það sem við erum að gera vel og við vorum að gera það mjög gott í þessum leik,” sagði Ívar að endingu.Tweets by @Visirkarfa1 Vísir/ErnirVísir/ErnirVísir/ErnirEarl Brown Jr. skoraði 32 stig í kvöld.Vísir/ErnirVísir/Ernir Dominos-deild karla Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Leik lokið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Leik lokið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sport Fleiri fréttir „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Leik lokið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Leik lokið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Leik lokið: Keflavík-Haukar 117-85 | Afhroð hjá gestunum Leik lokið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Sjá meira
Keflavík vann dramatískan sigur á Haukum í Dominos-deild karla í kvöld, en framlengja þurfti leikinn líkt og í fyrri leik liðanna á tímabilinu. Lokatölur urðu 88-85 eftir að staðan eftir venjulegan leiktíma hafi verið 75-75.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í kvöld og náði þessum myndum hér fyrir ofan. Leikurinn var háspenna lífshætta. Keflavík vann fyrsta leikhlutann 25-21, en heimamenn komu sterkir inn í annan leikhluta og staðan í hálfleik 43-39, Haukunum í vil. Síðari hálfleikurinn og lokamínúturnar voru æsispennandi, en lokatölur urðu þriggja stiga sigur Keflavíku, 88-85. Það gaf góð fyrirheit fyrir það sem koma skildi þegar Reggie Dupree skoraði þrigja stiga körfu þegar ellefu sekúndur voru búnar. Nokkrir þriggja stiga körfur fylgdu frá Keflavík í kjölfarið, en þeir skoruðu alls fjórar í fyrsta leikhlutanum gegn engri frá heimamönnum í Haukum sem skörtuðu nýjum Kana, Brandon Mobley, sem átti eftir að láta til sín taka. Liðin héldust í hendur nánast út allan leikhlutann, en gestirnir frá Keflavík breyttu stöðunni úr 19-19 í 19-25 sér í vil og leiddu svo eftir fyrsta leikhlutann með fjórum stigum; 43-39. Haukarnir voru ekkert að spila sérstakan varnarleik og hertu hann til muna í öðrum leikhlutanum. Þeir spiluðu mun, mun betri vörn í leikhluta númer tvö og áttu gestirnir í vandræðum með að skora. Keflavík var yfir 29-27 en skyndilega var staðan orðin 36-29 heimamönnum í vil, en gestirnir skoruðu ekki stig í tæpar fjórar mínútum. Heimamenn voru duglegir að finna Mobley og hann var oftast einn og óvaldaður, en hann skoraði nítján stig í fyrri hálfleik. Í hálfleik leiddu svo heimamenn með fjórum stigum, 43-39, en eins og áður segir var Mobley atkvæðamestur með nítján stig í fyrri hálfleik auk þess að taka sex fráköst. Haukarnir hittu einungis úr einum þrist af tólf í fyrri hálfleik og það var ljóst að það gæti reynst dýrt myndi sú hittni halda áfram í síðari hálfleik. Hjá Keflavík var Earl Brown Jr. atkvæðamestur með ellefu stig. Heimamenn voru komnir með níu stiga forystu um miðjan þriðja leikhluta og þá fór um mann að Haukarnir myndu ná klára dæmið og gefa enn meira í því það var lítið sem ekkert að frétta hjá gestunum úr Keflavík. Það var kolröng hugsun og hægt og rólega jöfnuðu þeir leikinn. Staðan eftir þriðja leikhlutann , 60-59. Spennan var gífurleg í síðasta leikhlutanum. Haukarnir voru ávallt skrefi á undan, en ekkert stig kom í rúmar tvær mínútur um miðjan leikhlutann. Þegar rúm mínúta var eftir leiddu Haukar með fimm stigum, 75-50, en á ótrúlegan hátt náðu gestirnir að jafna og það var Reggie Dupree sem gerði það 29 sekúndur fyrir leikslok.Karfa eða ekki karfa? Haukarnir héldu í sókn og Hjálmari Stefánssyni tókst að skora góða körfu, en dómararnir vildu meina að Hjálmar hafi ekki náð að sleppa boltanum áður en leikklukkan rann út. Grípum niður í lýsingu mína um þetta atvik í leiknum: „ÞVÍLÍK DRAMATÍK! Keflavík nær að jafna og Haukarnir halda í sókn. Hjálmari Stefánssyni tókst að hitta í þann mund sem flautan gall, en Keflvíkingar vildu meina að Hjálmar hafði ekki verið búinn að sleppa boltanum. Sigmundur Már Herbertsson, einn dómari leiksins, hljóp beint til myndatökumanns Stöðvar 2 og fékk að horfa á upptöku af þessu á meðan leikmenn biðu út á gólfi. Niðurstaða dómaranna var sú að Hjálmar hafði ekki náð að sleppa boltanum. Keflavík hafði 0,9 sekúndur til þess að skora sigurkörfuna, en Reggie tókst ekki að hitta. Framlenging.” Magnús Gunnarsson hafði ekki látið mikið að sér kveða í leiknum, en hann kom Keflavík í 84-82 með þriggja stiga körfu í framlengingunni og Keflavík komið í góða stöðu. Þeir létu þá forystu ekki af hendi þrátt fyrir mikla pressu frá Haukunum og lokatölur 88-85 sigur Keflvíkinga sem rígheldur í toppsætið. Það verður að teljast áhyggjuefni fyrir Haukana að hafa ekki unnið þennan leik. Þeir voru yfir lungan úr leiknum og náðu mest níu stiga forystu, en gestirnir í Keflavík sýndu enn og aftur þessa seiglu sem þeir hafa sýnt í vetur og náðu að knýja fram stigin tvö - og um það er spurt að leikslokum. Earl Brown Jr. var frábær í liði Keflavíkur, en hann skoraði 32 stig og var með 4/5 í þristum auk þess tók hann ellefu fráköst. Alls voru Keflvíkingar með 10/26 í þriggja stiga skotum á meðan Haukarnir voru 5/27. Næstur kom Guðmundur Jónsson með átján stig. Brandon Mobley var stigahæstur hjá Haukum með 25 stig, en þetta var fyrsti leikur hans fyrir félagið. Einnig stal hann tveimur boltum og tók ellefu fráköst. Næstir komu þeir Kári Jónsson og Finnur Atli Magnússon með fjórtán stig hvor. Keflavík heldur áfram að vinna leiki, en þeir eru á toppi Dominos-deildarinnar með tveggja stiga forystu á KR. Haukarnir eru í fimmta sætinu með fjórtán stig, en Haukar hafa tapað fjórum af fimm síðustu leikjum sínum í deildinni.Sigurður: Erum ekkert að skoða töfluna „Við vorum kannski heppnir, ég veit það ekki,” voru fyrstu viðbrögð Sigurðar Ingimundarsonar, þjálfari Keflavíkur, „Þetta endaði í framlengingu, eins og síðasta leikur gegn þeim enda tvö frábær lið að kljást. Ég var mjög ánægður með að sigra hér því það eru ekki mörg lið sem sigra hér.” Hjálmar Stefánsson virtist vera tryggja Haukum sigurinn undir lok venjulegs leiktíma þegar hann hitti úr skoti í þann mund sem flautan gall, en Sigmundur Már dæmdi svo körfuna ógilda eftir að hafa horft á körfuna á vídeó-upptöku. Hvað fannst Sigga? „Maður sá það ekki. Við héldum að við hefðum séð rautt ljós áður. Það var rétt. Dómarinn skoðaði það og sem betur fer fyrir okkur.” „Það hefur fleytt okkur. Það er leikgleði og menn leggja í púkkinn og hvort sem menn eru inni á vellinum eða útaf vellinum þá eru allir saman í þessu og okkur finnst það skemmtilegt.” Keflavík er í toppsæti deildarinnar, en Sigurður segir að þeir séu ekkert byrjaðir að skoða töfluna. „Nú tökum við bara einn leik í einu. Næsti leikur er eftir viku og við skoðum hann þegar þar að kemur. Við erum ekkert að skoða töfluna,” sagði Sigurður að lokum.Guðmundur: Hann náði aldrei skotinu „Þetta var hörkuleikur. Við vorum eiginlega grísar að ná þessu í framlengingu og því er ég mjög sáttur með að koma þessu í framlengingu,” sagði Guðmundur Jónsson, einn besti leikmaður Keflavíkur í leiknum. „Nei, nei. Maður hugsar ekkert þannig í miðjum leik, en þetta var orðið erfitt í endann. Við erum alltaf í hörkuleik gegn Haukum og það er alveg sama hvað. Þetta er sterkur heimavöllur og ég er mjög sáttur,” en hvað fannst Guðmundi um “ekki-körfuna” undir lok leiks? „Hann náði aldrei skotinu og við vissum allan tímann að við værum að fara í framlengingu. Þegar við vissum það þá hafði ég engar áhyggjur af framlengingunni. Þá vissum við að við myndum vinna þetta.” Magnús Gunnarsson setti niður mikilvægan þrist í framlengingunni og segir Guðmundur að Keflavík eigi nokkra sem geta tekið stórt skot, ef svo mætti kalla. „Það eru fleiri í liðinu sem geta tekið stór skot. Maggi átti það í kvöld og spilaði vel í framlengingunni. Engin spurning.” „Það er stefnan að halda toppsætinu og það eru hörkuleikir í hverri umferð. Það er Njarðvík í næstu umferð. Við þurfum toppleik í hverri umferð til að vinna og ég er mjög ánægður með að vinna í dag. Við spiluðum ekkert frábærlega en náðum í stigin,” sagði Guðmundur.Ívar: Okkar reynslumestu menn að gera mistök „Þetta er annar leikurinn gegn þessu liði sem við hendum frá okkur sigri. Þetta er jafn leikur, en við erum að leiða næstum allan leikinn,” sagði hundsvekktur Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, í samtali við íþróttadeild 365 í leikslok. „Við erum bara að taka rangar ákvarðanir í lokin. Við hendum, held ég þrisvar, frá okkur boltanum í framlenginunni og það er ekki eins og það séu nýliðar að gera þessi mistök. Það eru okkar reynslumestu menn. Það er svekkjandi og við erum bara að henda þessu frá okkur.” „Það er eitthvað. Þetta eru okkar reynslumestu menn sem eru að gera þessi mistök, en við gerðum margt mjög jákvætt í þessum leik. Það neikvæða er að við vorum ekkert að setja upp í lokin og í síðustu sóknunum undir lok venjulegs leiktíma og í framlengingunni þá bíðum við og erum að reyna láta klukkuna líða.” „Við vorum ekki búnir að fá neinar körfur út úr því í þessum leik, en okkur gekk mjög vel þegar við vorum að reyna að fá boltann inn í teiginn. Við vorum ekki að gera það í lokin og við settum ekki upp. Þannig að við vorum bara óskynsamir þar,” sem var ósáttur með dóm í leiknum. „Það var dýrt frákastið sem Emil tók undir lokin sem hann gefur í hendurnar á þeim. Að mínu viti var brotið illilega á honum þar, en menn eiga að vera sterkari en þetta samt sem áður. Það var margt jákvætt; við stjórnuðum hraðanum og það var það sem við ætluðum að gera. Þrátt fyrir að við töpum var margt mjög jákvætt.” Aðspurður út í stóra atvikið undir lokin sagði Ívar: „Ég hef ekki hugmynd um það. Þetta var mjög tæpt og ég get ekki dæmt um það, en það hlýtur að vera sýnd betur á eftir,” sagði Ívar sem situr líklega spenntur yfir þættinum Körfuboltakvöld í kvöld. Haukarnir hafa tapað fjórum af síðustu fimm leikjum sínum og það veldur Ívari áhyggjum. „Ég hafði áhyggjur fyrir þennan leik, en það jákvæða við þetta voru að við bregðumst vel við. Við vorum að spila góðan körfubolta. Það var margt jákvætt í okkar leik og eina raunverulega neikvæða við þennan leik er að við skyldum tpa honum.” „Það var margt jákvætt og við þurfum að vinna á því. Við þurfum að horfa á það sem við erum að gera vel og við vorum að gera það mjög gott í þessum leik,” sagði Ívar að endingu.Tweets by @Visirkarfa1 Vísir/ErnirVísir/ErnirVísir/ErnirEarl Brown Jr. skoraði 32 stig í kvöld.Vísir/ErnirVísir/Ernir
Dominos-deild karla Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Leik lokið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Leik lokið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sport Fleiri fréttir „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Leik lokið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Leik lokið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Leik lokið: Keflavík-Haukar 117-85 | Afhroð hjá gestunum Leik lokið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Sjá meira