Trump og Cruz körpuðu um kjörgengi Cruz Atli Ísleifsson skrifar 15. janúar 2016 07:18 Samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum mælist Trump með 33 prósenta fylgi, Cruz 20 prósenta og Marco Rubio þrettán prósenta fylgi. Vísir/AFP Auðkýfingurinn Donald Trump, sem sækist nú eftir útnefningu Repúplikana til að bjóða fram í forsetakosningum í Bandaríkjunum, réðst harkalega að helsta keppinauti sínum Ted Cruz í nótt. Kappræður fóru fram í sjónvarpi í gærkvöldi þar sem Trump eyddi miklu púðri í að sá efasemdum um að Cruz væri yfir höfuð gjaldgengur í embætti forseta. Cruz er fæddur í Kanada og er móðir hans bandarísk og faðir hans frá Kúbu. Samkvæmt stjórnarskrá Bandaríkjanna þarf forseti að vera fæddur í landinu, þótt á þetta ákvæði hafi raunar aldrei reynt fyrir hæstarétti. Frambjóðendur Repúblikana ræddu meðal annars þjóðaröryggi, efnahagsmál og utanríkismál, en forval flokkanna hefst í Iowa þann 1. febrúar næstkomandi. Þeir sjö frambjóðendur sem mælast með mest fylgi meðal kjósenda Republikanaflokksins tóku þátt í kappræðunum – Donald Trump, Ted Cruz, Marco Rubio, Ben Carson, Jeb Bush, Chris Christie og John Kasich. Samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum mælist Trump með 33 prósenta fylgi, Cruz 20 prósenta og Marco Rubio þrettán prósenta fylgi. Frambjóðandi Repúblikana í forsetakosningunum 2008, John McCain, fæddist á svæði í kringum Panamaskurðinn, sem þá var undir stjórn Bandaríkjanna. Í lögfræðiáliti sem unnið var af báðum stóru flokkunum á Bandaríkjaþingi á sínum tíma kom hins vegar fram að McCain taldist hafa fæðst í „Bandaríkjunum“ og væri því gjaldgengur til að gegna embætti forseta. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Sjáðu fyrstu sjónvarpsauglýsingu Donalds Trump Donald Trump skerpir á áherslum sínum í fyrstu sjónvarpsauglýsingunni fyrir framboð sitt í aðdraganda forsetakosninganna vestanhafs. 4. janúar 2016 12:40 Allt í járnum á milli Sanders og Clinton Mjótt er á munum á milli tveggja vinsælustu forsetaefna demókrata í Bandaríkjunum. Fyrstu ríkin kjósa í forkosningum eftir þrjár vikur. Niðurstöður kosninga í ríkjunum tveim hafa mikil áhrif á framgang mála. Hillary Clinton varar við 11. janúar 2016 07:00 Trump notaður í myndbandi herskárra íslamista Ummæli auðkýfingsins eru talin til þess fallin að sannfæra unga múslima um að ganga til liðs við róttæk samtök bókstafstrúarmanna. 2. janúar 2016 09:57 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Auðkýfingurinn Donald Trump, sem sækist nú eftir útnefningu Repúplikana til að bjóða fram í forsetakosningum í Bandaríkjunum, réðst harkalega að helsta keppinauti sínum Ted Cruz í nótt. Kappræður fóru fram í sjónvarpi í gærkvöldi þar sem Trump eyddi miklu púðri í að sá efasemdum um að Cruz væri yfir höfuð gjaldgengur í embætti forseta. Cruz er fæddur í Kanada og er móðir hans bandarísk og faðir hans frá Kúbu. Samkvæmt stjórnarskrá Bandaríkjanna þarf forseti að vera fæddur í landinu, þótt á þetta ákvæði hafi raunar aldrei reynt fyrir hæstarétti. Frambjóðendur Repúblikana ræddu meðal annars þjóðaröryggi, efnahagsmál og utanríkismál, en forval flokkanna hefst í Iowa þann 1. febrúar næstkomandi. Þeir sjö frambjóðendur sem mælast með mest fylgi meðal kjósenda Republikanaflokksins tóku þátt í kappræðunum – Donald Trump, Ted Cruz, Marco Rubio, Ben Carson, Jeb Bush, Chris Christie og John Kasich. Samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum mælist Trump með 33 prósenta fylgi, Cruz 20 prósenta og Marco Rubio þrettán prósenta fylgi. Frambjóðandi Repúblikana í forsetakosningunum 2008, John McCain, fæddist á svæði í kringum Panamaskurðinn, sem þá var undir stjórn Bandaríkjanna. Í lögfræðiáliti sem unnið var af báðum stóru flokkunum á Bandaríkjaþingi á sínum tíma kom hins vegar fram að McCain taldist hafa fæðst í „Bandaríkjunum“ og væri því gjaldgengur til að gegna embætti forseta.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Sjáðu fyrstu sjónvarpsauglýsingu Donalds Trump Donald Trump skerpir á áherslum sínum í fyrstu sjónvarpsauglýsingunni fyrir framboð sitt í aðdraganda forsetakosninganna vestanhafs. 4. janúar 2016 12:40 Allt í járnum á milli Sanders og Clinton Mjótt er á munum á milli tveggja vinsælustu forsetaefna demókrata í Bandaríkjunum. Fyrstu ríkin kjósa í forkosningum eftir þrjár vikur. Niðurstöður kosninga í ríkjunum tveim hafa mikil áhrif á framgang mála. Hillary Clinton varar við 11. janúar 2016 07:00 Trump notaður í myndbandi herskárra íslamista Ummæli auðkýfingsins eru talin til þess fallin að sannfæra unga múslima um að ganga til liðs við róttæk samtök bókstafstrúarmanna. 2. janúar 2016 09:57 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Sjáðu fyrstu sjónvarpsauglýsingu Donalds Trump Donald Trump skerpir á áherslum sínum í fyrstu sjónvarpsauglýsingunni fyrir framboð sitt í aðdraganda forsetakosninganna vestanhafs. 4. janúar 2016 12:40
Allt í járnum á milli Sanders og Clinton Mjótt er á munum á milli tveggja vinsælustu forsetaefna demókrata í Bandaríkjunum. Fyrstu ríkin kjósa í forkosningum eftir þrjár vikur. Niðurstöður kosninga í ríkjunum tveim hafa mikil áhrif á framgang mála. Hillary Clinton varar við 11. janúar 2016 07:00
Trump notaður í myndbandi herskárra íslamista Ummæli auðkýfingsins eru talin til þess fallin að sannfæra unga múslima um að ganga til liðs við róttæk samtök bókstafstrúarmanna. 2. janúar 2016 09:57