Greinargerðin svo afdráttarlaus að ekki var talin ástæða til að vísa málinu til ríkissaksóknara Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. janúar 2016 18:00 Jón H.B. Snorrason segir að engin ástæða hafi verið til þess að efast um greinargerð Karls Steinars þrátt fyrir náið samstarf við fulltrúans sem til skoðunar var. Greinargerðin hafi verið það afdráttarlaus. Vísir/E.Ól. Niðurstaða athugunar Karls Steinars Valssonar á alvarlegum ásökunum í garð hans nánasta undirmanns var nóg til þess að yfirmenn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu töldu ekki ástæðu til að fá óháða úttekt á starfsháttum lögreglufulltrúans. Í svari Jóns H.B. Snorrasonar, aðstoðarlögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, við fyrirspurn fréttastofu kemur fram að niðurstaða Karls Steinars hafi verið afdráttarlaus hvað þetta varði. Eins og Vísir hefur fjallað um fullyrti Karl Steinar við undirmenn sína, þegar ásakanir höfðu verið háværar árið 2011 og 2012, að rannsókn á ásökununum hefði farið fram. Þær hefðu ekki reynst á rökum reistar. Menn ættu að hætta að ræða þær og einbeita sér að vinnu sinni. Nú liggur fyrir að aldrei fór fram rannsókn heldur aðeins athugun Karls Steinars sjálfs á ásökununum. Héraðssaksóknari tók mál lögreglufulltrúans til rannsóknar á mánudaginn. Honum var vísað frá störfum, tímabundið í dag á meðan málið er til rannsóknar. Til skoðunar eru bæði ásakanir á hendur honum árin fyrir fund Karls Steinars með undirmönnum og árin eftir. Niðurstaða athugunar Karls Steinars var að engin ástæða væri til að vantrausta lögreglufulltrúanum.Vísir/Ernir Engin ástæða til að vantrausts Karl Steinar var yfirmaður lögreglufulltrúans og unnu þeir afar náið saman. Í tíð Karls Steinars sem yfirmanns fíkniefnadeildar komst umræddur lögreglufulltrúi í þá einstöku stöðu að vera bæði yfirmaður í upplýsingadeild lögreglu og fíkniefnadeildinni á sama tíma. Þannig var hann beggja vegna borðsins, fékk upplýsingar inn á borð til sín og gat metið hverju sinni hvað þætti tilefni til að fara með lengra og hvað ekki. Fyrirkomulagið þekkist ekki í nágrannalöndum okkar og er gagnrýnisvert. Í skriflegu svari Jóns H.B. til Vísis vitnar hann beint í greinargerð Karls Steinars frá því í febrúar 2012: „...það sé ekkert sem renni stoðum undir sögusagnir um að lögreglufulltrúi sem um ræðir fari ekki að reglum og fyrirmælum og það sé alls engin ástæða til þess að vantreysta honum í því starfi sem hann gegndi“ Jón segir að ekkert tilefni hafi verið til þess að yfirstjórn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu færi með málið lengra, t.d. að mælast til þess við ríkissaksóknara að fram færi lögreglurannsókn þar sem ekki hafi legið fyrir grunur um refsiverða háttsemi. Þrátt fyrir ítrekaðar og áralangar ásakanir á hendur fulltrúanum hefur mál hans aldrei hlotið formlega rannsókn, fyrr en nú.Vísir/GVA Engar haldbærar upplýsingar Jón segir í samtali við Vísi að í ásökunum þeim sem Karl Steinar hafði til skoðunar hafi ekki verið að finna upplýsingar eða vísbendingar um refsiverða háttsemi. Ýmsar sögusagnir hafi verið en engar haldbærar upplýsingar. Hefði svo verið hefði málið ekki farið í neina athugun heldur beint til ríkissaksóknara. „Karl var ekki að vinna með neitt annað en það sem var hér á sveimi. Hann var ekki með neinar kærur eða skýrslur eða skjalfestar upplýsingar um refsiverða háttsemi. Það voru sögusagnir um að maðurinn væri ekki traustins verður en þær sögusagnir voru um atriði sem ekki var hægt að festa hendi á.“ Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri sagði við Vísi í morgun að yfirmenn yrðu að svara spurningum fjölmiðla vegna greinargerðar Karls Steinars.Vísir/GVA Eðlilegt að næsti yfirmaður framkvæmi athugun Fyrir liggur að samband Karls Steinars og lögreglufulltrúans var afar gott og náið. Má því velta fyrir sér hvort eðlilegt sé að hann sjái sjálfur um athugun á starfsháttum náins undirmanns. „Það er þetta sem að gerist í starfsemi, að yfirmenn manna skoða þá frá degi til dags, og meta hvort eithvað sé athugavert. Það er eiginlega ekki hægt að fara með þetta í neinn annan farveg,“ segir Jón. Það er mjög eðlilegt að hann reyni að átta sig á þessu. Sú skoðun þurfi að gerast innanhúss og meta stöðuna. Hvort yfirstjórn lögreglu hefði ekki þurft að meta greinargerð Karls Steinars að einhverju leyti út frá því hve náið þeirra samstarf var segir Jón greinargerðina hafa verið það afdráttarlausa að ekki hafi verið tilefni til þess. Jón minnir á að rannsókn lögreglufulltrúans sé nýhafin og enginn dómur sé fallinn í málinu. Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu þegar Karl Steinar skilaði greinargerð sinni og núverandi formaður velferðasviðs Reykjavíkurborgar, segir í samtali við Vísi ekki vera í stöðu til að tjá sig um málið. Hann vísar til svara Jóns H.B. sem hann hafi ekki ástæðu til að véfengja. Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Lögreglufulltrúanum vísað frá störfum Héraðssaksóknari hóf formlega rannsókn á mánudaginn og í dag var fulltrúanum vísað frá störfum. 14. janúar 2016 15:23 Formleg rannsókn hafin á lögreglufulltrúanum sem samstarfsmenn efast um Málið barst héraðssaksóknara í gær en ásakanir hafa verið háværar í lengri tíma. 12. janúar 2016 13:40 Karl Steinar: Ég fylgdi öllum reglum í mínu starfi Fyrrverandi yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar neitar að nokkuð athugavert hafi verið við vinnubrögð sín. 9. janúar 2016 07:00 Ríkislögreglustjóri segir yfirmenn verða að svara hvernig tekið var á ásökununum Friðrik Smári Björgvinsson og Jón H.B. Snorrason hafa ekki viljað upplýsa hvað gert var við greinargerð Karls Steinars Valssonar, yfirmanns fíkniefnadeildar lögreglu. 14. janúar 2016 12:00 Greinargerð Karls Steinars: Taldi enga ástæðu til að vantreysta lögreglufulltrúanum Jón H.B. Snorrason segir Karl Steinar Valsson hafa skoðað ásakanirnar og ályktað að ekkert væri hæft í þeim. 14. janúar 2016 13:43 Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Innlent Fleiri fréttir „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Sjá meira
Niðurstaða athugunar Karls Steinars Valssonar á alvarlegum ásökunum í garð hans nánasta undirmanns var nóg til þess að yfirmenn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu töldu ekki ástæðu til að fá óháða úttekt á starfsháttum lögreglufulltrúans. Í svari Jóns H.B. Snorrasonar, aðstoðarlögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, við fyrirspurn fréttastofu kemur fram að niðurstaða Karls Steinars hafi verið afdráttarlaus hvað þetta varði. Eins og Vísir hefur fjallað um fullyrti Karl Steinar við undirmenn sína, þegar ásakanir höfðu verið háværar árið 2011 og 2012, að rannsókn á ásökununum hefði farið fram. Þær hefðu ekki reynst á rökum reistar. Menn ættu að hætta að ræða þær og einbeita sér að vinnu sinni. Nú liggur fyrir að aldrei fór fram rannsókn heldur aðeins athugun Karls Steinars sjálfs á ásökununum. Héraðssaksóknari tók mál lögreglufulltrúans til rannsóknar á mánudaginn. Honum var vísað frá störfum, tímabundið í dag á meðan málið er til rannsóknar. Til skoðunar eru bæði ásakanir á hendur honum árin fyrir fund Karls Steinars með undirmönnum og árin eftir. Niðurstaða athugunar Karls Steinars var að engin ástæða væri til að vantrausta lögreglufulltrúanum.Vísir/Ernir Engin ástæða til að vantrausts Karl Steinar var yfirmaður lögreglufulltrúans og unnu þeir afar náið saman. Í tíð Karls Steinars sem yfirmanns fíkniefnadeildar komst umræddur lögreglufulltrúi í þá einstöku stöðu að vera bæði yfirmaður í upplýsingadeild lögreglu og fíkniefnadeildinni á sama tíma. Þannig var hann beggja vegna borðsins, fékk upplýsingar inn á borð til sín og gat metið hverju sinni hvað þætti tilefni til að fara með lengra og hvað ekki. Fyrirkomulagið þekkist ekki í nágrannalöndum okkar og er gagnrýnisvert. Í skriflegu svari Jóns H.B. til Vísis vitnar hann beint í greinargerð Karls Steinars frá því í febrúar 2012: „...það sé ekkert sem renni stoðum undir sögusagnir um að lögreglufulltrúi sem um ræðir fari ekki að reglum og fyrirmælum og það sé alls engin ástæða til þess að vantreysta honum í því starfi sem hann gegndi“ Jón segir að ekkert tilefni hafi verið til þess að yfirstjórn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu færi með málið lengra, t.d. að mælast til þess við ríkissaksóknara að fram færi lögreglurannsókn þar sem ekki hafi legið fyrir grunur um refsiverða háttsemi. Þrátt fyrir ítrekaðar og áralangar ásakanir á hendur fulltrúanum hefur mál hans aldrei hlotið formlega rannsókn, fyrr en nú.Vísir/GVA Engar haldbærar upplýsingar Jón segir í samtali við Vísi að í ásökunum þeim sem Karl Steinar hafði til skoðunar hafi ekki verið að finna upplýsingar eða vísbendingar um refsiverða háttsemi. Ýmsar sögusagnir hafi verið en engar haldbærar upplýsingar. Hefði svo verið hefði málið ekki farið í neina athugun heldur beint til ríkissaksóknara. „Karl var ekki að vinna með neitt annað en það sem var hér á sveimi. Hann var ekki með neinar kærur eða skýrslur eða skjalfestar upplýsingar um refsiverða háttsemi. Það voru sögusagnir um að maðurinn væri ekki traustins verður en þær sögusagnir voru um atriði sem ekki var hægt að festa hendi á.“ Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri sagði við Vísi í morgun að yfirmenn yrðu að svara spurningum fjölmiðla vegna greinargerðar Karls Steinars.Vísir/GVA Eðlilegt að næsti yfirmaður framkvæmi athugun Fyrir liggur að samband Karls Steinars og lögreglufulltrúans var afar gott og náið. Má því velta fyrir sér hvort eðlilegt sé að hann sjái sjálfur um athugun á starfsháttum náins undirmanns. „Það er þetta sem að gerist í starfsemi, að yfirmenn manna skoða þá frá degi til dags, og meta hvort eithvað sé athugavert. Það er eiginlega ekki hægt að fara með þetta í neinn annan farveg,“ segir Jón. Það er mjög eðlilegt að hann reyni að átta sig á þessu. Sú skoðun þurfi að gerast innanhúss og meta stöðuna. Hvort yfirstjórn lögreglu hefði ekki þurft að meta greinargerð Karls Steinars að einhverju leyti út frá því hve náið þeirra samstarf var segir Jón greinargerðina hafa verið það afdráttarlausa að ekki hafi verið tilefni til þess. Jón minnir á að rannsókn lögreglufulltrúans sé nýhafin og enginn dómur sé fallinn í málinu. Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu þegar Karl Steinar skilaði greinargerð sinni og núverandi formaður velferðasviðs Reykjavíkurborgar, segir í samtali við Vísi ekki vera í stöðu til að tjá sig um málið. Hann vísar til svara Jóns H.B. sem hann hafi ekki ástæðu til að véfengja.
Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Lögreglufulltrúanum vísað frá störfum Héraðssaksóknari hóf formlega rannsókn á mánudaginn og í dag var fulltrúanum vísað frá störfum. 14. janúar 2016 15:23 Formleg rannsókn hafin á lögreglufulltrúanum sem samstarfsmenn efast um Málið barst héraðssaksóknara í gær en ásakanir hafa verið háværar í lengri tíma. 12. janúar 2016 13:40 Karl Steinar: Ég fylgdi öllum reglum í mínu starfi Fyrrverandi yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar neitar að nokkuð athugavert hafi verið við vinnubrögð sín. 9. janúar 2016 07:00 Ríkislögreglustjóri segir yfirmenn verða að svara hvernig tekið var á ásökununum Friðrik Smári Björgvinsson og Jón H.B. Snorrason hafa ekki viljað upplýsa hvað gert var við greinargerð Karls Steinars Valssonar, yfirmanns fíkniefnadeildar lögreglu. 14. janúar 2016 12:00 Greinargerð Karls Steinars: Taldi enga ástæðu til að vantreysta lögreglufulltrúanum Jón H.B. Snorrason segir Karl Steinar Valsson hafa skoðað ásakanirnar og ályktað að ekkert væri hæft í þeim. 14. janúar 2016 13:43 Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Innlent Fleiri fréttir „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Sjá meira
Lögreglufulltrúanum vísað frá störfum Héraðssaksóknari hóf formlega rannsókn á mánudaginn og í dag var fulltrúanum vísað frá störfum. 14. janúar 2016 15:23
Formleg rannsókn hafin á lögreglufulltrúanum sem samstarfsmenn efast um Málið barst héraðssaksóknara í gær en ásakanir hafa verið háværar í lengri tíma. 12. janúar 2016 13:40
Karl Steinar: Ég fylgdi öllum reglum í mínu starfi Fyrrverandi yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar neitar að nokkuð athugavert hafi verið við vinnubrögð sín. 9. janúar 2016 07:00
Ríkislögreglustjóri segir yfirmenn verða að svara hvernig tekið var á ásökununum Friðrik Smári Björgvinsson og Jón H.B. Snorrason hafa ekki viljað upplýsa hvað gert var við greinargerð Karls Steinars Valssonar, yfirmanns fíkniefnadeildar lögreglu. 14. janúar 2016 12:00
Greinargerð Karls Steinars: Taldi enga ástæðu til að vantreysta lögreglufulltrúanum Jón H.B. Snorrason segir Karl Steinar Valsson hafa skoðað ásakanirnar og ályktað að ekkert væri hæft í þeim. 14. janúar 2016 13:43