Kolbeinn hefur tekið verkjatöflur fyrir hvern einasta leik Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. janúar 2016 06:30 Kolbeinn Sigþórsson tryggði Nantes þrjú stig um síðustu helgi. Vísir/AFP Kolbeinn Sigþórsson er feginn því að geta sagt skilið við erfitt ár 2015 þar sem meiðsli settu of stórt strik í reikninginn eftir félagaskipti hans til Nantes. Hann ræðir við Fréttablaðið um mótlætið, markaleysið og gagnrýnina sem hann fékk frá eigin þjálfara. Kolbeinn Sigþórsson viðurkennir að síðasta ár hafi ekki verið hans besta á ferlinum. Meiðsli tóku sinn toll og það hefur tekið sinn tíma að aðlagast nýju félagi og nýrri deild eftir að hann fór frá Ajax í Hollandi til Nantes í Frakklandi. „Í raun og veru var þetta slæmt ár fyrir mig, persónulega. Þetta ár fór ekki eins og ég vonaðist til,“ segir Kolbeinn í samtali við Fréttablaðið. „Ég vona að þetta ár heppnist betur hjá mér. Ég er að verða betri af meiðslum sem ég hef verið að glíma við síðustu mánuði og vonandi fer þetta að smella hjá mér.“ Kolbeinn kom inn á sem varamaður þegar Nantes bar sigurorð af St. Etienne um helgina og skoraði þá sigurmarkið. „Það var mikill léttir fyrir mig og gott að ná inn þessu marki. Ég reyni að sjá þetta fyrir mér sem nýtt upphaf á nýju ári.“ Skömmu fyrir jól steig þjálfari Nantes, Michel Der Zakarian, skyndilega fram í frönskum fjölmiðlum með óvægna gagnrýni á Kolbein. Sagði hann of þungan og efaðist um viðhorf hans. „Það er ekki hægt að ná árangri þegar maður æfir ekki almennilega,“ sagði hann meðal annars. Kolbeinn sagði að sér hefði ekki sárnað við að lesa ummæli þjálfarans og að hann hefði fyrst og fremst viljað svara fyrir sig á vellinum –sem hann hefði vonandi byrjað að gera í leiknum um helgina.Kolbeinn Sigþórsson fagnar sigurmarki sínu um síðustu helgi.Vísir/AFPStærstu mistökinHelsta ástæðan fyrir því hversu óreglulega hann gat æft á fyrstu mánuðunum sínum hjá Nantes voru hnémeiðsli en það hefur ekki komið fram í fjölmiðlum áður. „Þetta eru meiðsli sem hafa hrjáð mig síðan ég meiddist með Ajax í upphafi síðasta árs,“ útskýrir Kolbeinn. „Ég hvíldi í tvo mánuði út af þessum meiðslum og var búinn að ná mér góðum af þeim í sumar. Ég byrjaði svo skyndilega að finna aftur fyrir verkjum í byrjun september.“ „Ég hef reynt að koma mér áfram á hörkunni og tekið verkjatöflur fyrir hvern einasta leik. En ég veit núna að ég hef verið að spila allt of lengi með þessi meiðsli. Þetta þýðir líka að ég hef ekki náð að æfa sem skyldi og eru það mín stærstu mistök að hafa haldið áfram í stað þess að meta stöðuna betur fyrr og láta laga þetta.“ Kolbeinn vill ekki útskýra meiðslin frekar í þessu viðtali en staðfestir að um hnémeiðsli sé að ræða og að þau hafi ekki verið alvarleg. „Sem betur fer. Ég fékk góða meðferð vegna meiðslanna fyrir jól og þurfti því að sleppa nokkrum leikjum. En ég hef verið að æfa á fullu síðustu tvær vikurnar og finn ekki lengur fyrir verkjum sem hafa verið frá því í september. Fyrir mér er þetta nýtt upphaf.“ Þarf ekki að sanna mig Kolbeinn hafði farið á fund Der Zakarian fyrir umrætt viðtal og greint honum frá stöðu mála varðandi meiðsli sín. Þrátt fyrir það sem hann sagði svo í viðtalinu þá sagði hann við Kolbein að hann hefði skilning á stöðu hans. „Ég lét viðtalið ekki fara í taugarnar á mér og kannski magnaðist þetta allt saman heldur mikið í fjölmiðlum eins og stundum vill verða. En samskipti okkar í dag eru góð. Við erum búnir að ræða vel saman og ég veit að ég er að fara að koma sterkur til baka. Ég er fullviss um að ég geti nú farið að gefa allt mitt fyrir félagið og skora fleiri mörk, nú þegar ég er byrjaður að geta æft almennilega á ný. Ég horfi því fram á veginn,“ útskýrir Kolbeinn sem segist enn finna fyrir stuðningi félagsins. Kolbeinn telur enn fremur að hann þurfi ekki að sanna sig sérstaklega fyrir þjálfaranum. „Hann er fínn og ég hef ekkert slæmt um hann að segja. Ég held að hann sé sáttur við mig eins og staðan er í dag, þó svo að hann hefði sjálfsagt kosið að ég væri búinn að æfa meira og skora fleiri mörk fyrir sig.“Vísir/AFPMargt neikvætt skrifaðKolbeinn er aðeins 25 ára gamall og á frábæran feril að baki. Átján mörk í 35 landsleikjum og þrír meistaratitlar í Hollandi tala sínu máli. En margsinnis á ferlinum hefur hann þurft að glíma við meiðsli og fengið á sig vænan skammt af gagnrýni, bæði frá fjölmiðlum og stuðningsmönnum, þegar hann hefur ekki staðið sig nógu vel að þeirra mati. Nú síðast bættist hans eigin þjálfari í þann hóp. Kolbeinn segir að hann hafi ekki látið það á sig fá og að hann sé í raun vanur slíku mótlæti. „Ég er búinn að venjast þessu. Þegar ég var hjá Ajax var margt neikvætt skrifað í fjölmiðlum og ýmsu sem ég sagði var alveg snúið á hvolf. Ég hef lært af lifa með því og ekki pælt í slíkum hlutum. En það er auðvitað aldrei skemmtilegt að lesa neikvæðar fréttir um sjálfan sig. Ég hefði heldur viljað hafa þær jákvæðar.“ „Ég einbeiti mér að sjálfum mér og geri allt sem ég get til að koma mér í mitt besta form. Þannig hef ég alltaf verið og mér hefur alltaf tekist að koma til baka úr erfiðum meiðslum og líka eftir gagnrýni,“ segir Kolbeinn og gengst við því að hann sé kominn með ansi þykkan skráp. „Hann verður þykkari eftir því sem maður fær meira á sig,“ bætir hann við í léttum dúr. Hann viðurkennir að slæmt gengi inni á vellinum dragi úr honum kraftinn. „Innst inni missir maður gleðina sem þarf. Það sem heldur framherjum gangandi er að skora mörk og eftir því sem verr gengur þá dvínar gleðin. Ég hef ekki náð að skora jafn mikið og ég hefði viljað,“ segir hann.Kolbeinn Sigþórsson hefur skorað tvö deildarmörk fyrir Nantes á tímabilinu.Vísir/AFPHafnaði Galatasaray Þegar Kolbeinn fór frá Ajax í sumar stóðu honum fleiri möguleikar til boða en að halda til Frakklands og hann staðfestir að tyrkneska félagið Galatasaray, sem hann hefur verið þrálátlega orðaður við, hafi gert honum tilboð. Kolbeinn hafnaði tilboðinu. „Tilboðið kom í raun og veru of seint. Ég var búinn að ákveða að fara til Nantes þegar Galatasaray kom til sögunnar og því hafnaði ég tilboðinu,“ segir Kolbeinn en enn er verið að orða hann við félagið. „Ég hef ekkert heyrt meira frá Galatasaray og sé bara þessar fréttir í fjölmiðlum eins og aðrir,“ bætir hann við og segir að hið sama megi segja um skoska liðið Celtic sem hann var orðaður við á dögunum. Hann segist ekki gera ráð fyrir öðru en að vera áfram í Nantes. „Ég er með samning hér og spila hér þangað til að annað kemur í ljós. Hvort eitthvað gerist í sumar eða eftir tvö ár veit ég ekki. Öll mín einbeiting snýr að því að koma mér aftur í mitt gamla stand og spila vel fyrir Nantes.“Alvöru buff í Frakklandi Nantes er sem stendur í tíunda sæti frönsku deildarinnar og hefur nú spilað sex leiki í röð án þess að tapa. Fyrstu fimm leikjunum lyktuðu reyndar öllum með jafntefli en Kolbeinn tryggði svo Nantes sigurinn í þeim sjötta, gegn St. Etienne nú um helgina. Hann segir að franska deildin sé mjög ólík þeirri hollensku og að það hafi tekið sinn tíma að aðlagast því. „Leikmenn eru með mikinn líkamlegan styrk og hafa mikla hlaupagetu. Maður finnur mesta muninn á varnarmönnunum sem maður er að spila gegn. Flest allir eru í kringum tvo metra á hæð og 90 kíló. Þetta eru alvöru buff sem maður þarf að takast á við,“ segir Kolbeinn og bætir við að almennt séu lið þar varnarsinnaðri en í Hollandi. „Það er til dæmis ekki mikið um að lið beiti hápressu líkt og í Hollandi og því fær maður ekki marga sénsa til að skora mörk. Því þarf maður tíma til að aðlagast nýjum leikstíl en ég finn að ég er að komast sífellt betur inn í þessa hluti hérna í Frakklandi.“ EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Tengdar fréttir Kolbeinn kom inn á sem varamaður og skoraði sigurmarkið Kolbeinn Sigþórsson reyndist hetja Nantes gegn Saint-Etienne í frönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, en hann skoraði sigurmark Nantes. Annað mark Kolbeins á tímabilinu. 10. janúar 2016 14:49 Celtic vill fá Kolbein Landsliðsframherjinn var hetja Nantes í franska boltanum um helgina. 11. janúar 2016 09:32 Kolbeinn Sigþórs: Vona að Lars haldi áfram með liðið Landsliðsframherjinn Kolbeinn Sigþórsson er eins og flestir Íslendingar spenntur fyrir EM í Frakklandi en þar mun hann að öllu óbreyttu leika stórt hlutverk í sóknarleik Íslands. Kolbeini líst vel á riðilinn sem Ísland fékk en þar munu strákarnir mæta Portúgal, Ungverjalandi og Austurríki. 14. janúar 2016 07:30 Þjálfari Nantes um Kolbein: Hann er of þungur Þjálfari Nantes segist hafa búist við miklu meira af Kolbeini Sigþórssyni en hann hafi sýnt til þessa. 22. desember 2015 15:15 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira
Kolbeinn Sigþórsson er feginn því að geta sagt skilið við erfitt ár 2015 þar sem meiðsli settu of stórt strik í reikninginn eftir félagaskipti hans til Nantes. Hann ræðir við Fréttablaðið um mótlætið, markaleysið og gagnrýnina sem hann fékk frá eigin þjálfara. Kolbeinn Sigþórsson viðurkennir að síðasta ár hafi ekki verið hans besta á ferlinum. Meiðsli tóku sinn toll og það hefur tekið sinn tíma að aðlagast nýju félagi og nýrri deild eftir að hann fór frá Ajax í Hollandi til Nantes í Frakklandi. „Í raun og veru var þetta slæmt ár fyrir mig, persónulega. Þetta ár fór ekki eins og ég vonaðist til,“ segir Kolbeinn í samtali við Fréttablaðið. „Ég vona að þetta ár heppnist betur hjá mér. Ég er að verða betri af meiðslum sem ég hef verið að glíma við síðustu mánuði og vonandi fer þetta að smella hjá mér.“ Kolbeinn kom inn á sem varamaður þegar Nantes bar sigurorð af St. Etienne um helgina og skoraði þá sigurmarkið. „Það var mikill léttir fyrir mig og gott að ná inn þessu marki. Ég reyni að sjá þetta fyrir mér sem nýtt upphaf á nýju ári.“ Skömmu fyrir jól steig þjálfari Nantes, Michel Der Zakarian, skyndilega fram í frönskum fjölmiðlum með óvægna gagnrýni á Kolbein. Sagði hann of þungan og efaðist um viðhorf hans. „Það er ekki hægt að ná árangri þegar maður æfir ekki almennilega,“ sagði hann meðal annars. Kolbeinn sagði að sér hefði ekki sárnað við að lesa ummæli þjálfarans og að hann hefði fyrst og fremst viljað svara fyrir sig á vellinum –sem hann hefði vonandi byrjað að gera í leiknum um helgina.Kolbeinn Sigþórsson fagnar sigurmarki sínu um síðustu helgi.Vísir/AFPStærstu mistökinHelsta ástæðan fyrir því hversu óreglulega hann gat æft á fyrstu mánuðunum sínum hjá Nantes voru hnémeiðsli en það hefur ekki komið fram í fjölmiðlum áður. „Þetta eru meiðsli sem hafa hrjáð mig síðan ég meiddist með Ajax í upphafi síðasta árs,“ útskýrir Kolbeinn. „Ég hvíldi í tvo mánuði út af þessum meiðslum og var búinn að ná mér góðum af þeim í sumar. Ég byrjaði svo skyndilega að finna aftur fyrir verkjum í byrjun september.“ „Ég hef reynt að koma mér áfram á hörkunni og tekið verkjatöflur fyrir hvern einasta leik. En ég veit núna að ég hef verið að spila allt of lengi með þessi meiðsli. Þetta þýðir líka að ég hef ekki náð að æfa sem skyldi og eru það mín stærstu mistök að hafa haldið áfram í stað þess að meta stöðuna betur fyrr og láta laga þetta.“ Kolbeinn vill ekki útskýra meiðslin frekar í þessu viðtali en staðfestir að um hnémeiðsli sé að ræða og að þau hafi ekki verið alvarleg. „Sem betur fer. Ég fékk góða meðferð vegna meiðslanna fyrir jól og þurfti því að sleppa nokkrum leikjum. En ég hef verið að æfa á fullu síðustu tvær vikurnar og finn ekki lengur fyrir verkjum sem hafa verið frá því í september. Fyrir mér er þetta nýtt upphaf.“ Þarf ekki að sanna mig Kolbeinn hafði farið á fund Der Zakarian fyrir umrætt viðtal og greint honum frá stöðu mála varðandi meiðsli sín. Þrátt fyrir það sem hann sagði svo í viðtalinu þá sagði hann við Kolbein að hann hefði skilning á stöðu hans. „Ég lét viðtalið ekki fara í taugarnar á mér og kannski magnaðist þetta allt saman heldur mikið í fjölmiðlum eins og stundum vill verða. En samskipti okkar í dag eru góð. Við erum búnir að ræða vel saman og ég veit að ég er að fara að koma sterkur til baka. Ég er fullviss um að ég geti nú farið að gefa allt mitt fyrir félagið og skora fleiri mörk, nú þegar ég er byrjaður að geta æft almennilega á ný. Ég horfi því fram á veginn,“ útskýrir Kolbeinn sem segist enn finna fyrir stuðningi félagsins. Kolbeinn telur enn fremur að hann þurfi ekki að sanna sig sérstaklega fyrir þjálfaranum. „Hann er fínn og ég hef ekkert slæmt um hann að segja. Ég held að hann sé sáttur við mig eins og staðan er í dag, þó svo að hann hefði sjálfsagt kosið að ég væri búinn að æfa meira og skora fleiri mörk fyrir sig.“Vísir/AFPMargt neikvætt skrifaðKolbeinn er aðeins 25 ára gamall og á frábæran feril að baki. Átján mörk í 35 landsleikjum og þrír meistaratitlar í Hollandi tala sínu máli. En margsinnis á ferlinum hefur hann þurft að glíma við meiðsli og fengið á sig vænan skammt af gagnrýni, bæði frá fjölmiðlum og stuðningsmönnum, þegar hann hefur ekki staðið sig nógu vel að þeirra mati. Nú síðast bættist hans eigin þjálfari í þann hóp. Kolbeinn segir að hann hafi ekki látið það á sig fá og að hann sé í raun vanur slíku mótlæti. „Ég er búinn að venjast þessu. Þegar ég var hjá Ajax var margt neikvætt skrifað í fjölmiðlum og ýmsu sem ég sagði var alveg snúið á hvolf. Ég hef lært af lifa með því og ekki pælt í slíkum hlutum. En það er auðvitað aldrei skemmtilegt að lesa neikvæðar fréttir um sjálfan sig. Ég hefði heldur viljað hafa þær jákvæðar.“ „Ég einbeiti mér að sjálfum mér og geri allt sem ég get til að koma mér í mitt besta form. Þannig hef ég alltaf verið og mér hefur alltaf tekist að koma til baka úr erfiðum meiðslum og líka eftir gagnrýni,“ segir Kolbeinn og gengst við því að hann sé kominn með ansi þykkan skráp. „Hann verður þykkari eftir því sem maður fær meira á sig,“ bætir hann við í léttum dúr. Hann viðurkennir að slæmt gengi inni á vellinum dragi úr honum kraftinn. „Innst inni missir maður gleðina sem þarf. Það sem heldur framherjum gangandi er að skora mörk og eftir því sem verr gengur þá dvínar gleðin. Ég hef ekki náð að skora jafn mikið og ég hefði viljað,“ segir hann.Kolbeinn Sigþórsson hefur skorað tvö deildarmörk fyrir Nantes á tímabilinu.Vísir/AFPHafnaði Galatasaray Þegar Kolbeinn fór frá Ajax í sumar stóðu honum fleiri möguleikar til boða en að halda til Frakklands og hann staðfestir að tyrkneska félagið Galatasaray, sem hann hefur verið þrálátlega orðaður við, hafi gert honum tilboð. Kolbeinn hafnaði tilboðinu. „Tilboðið kom í raun og veru of seint. Ég var búinn að ákveða að fara til Nantes þegar Galatasaray kom til sögunnar og því hafnaði ég tilboðinu,“ segir Kolbeinn en enn er verið að orða hann við félagið. „Ég hef ekkert heyrt meira frá Galatasaray og sé bara þessar fréttir í fjölmiðlum eins og aðrir,“ bætir hann við og segir að hið sama megi segja um skoska liðið Celtic sem hann var orðaður við á dögunum. Hann segist ekki gera ráð fyrir öðru en að vera áfram í Nantes. „Ég er með samning hér og spila hér þangað til að annað kemur í ljós. Hvort eitthvað gerist í sumar eða eftir tvö ár veit ég ekki. Öll mín einbeiting snýr að því að koma mér aftur í mitt gamla stand og spila vel fyrir Nantes.“Alvöru buff í Frakklandi Nantes er sem stendur í tíunda sæti frönsku deildarinnar og hefur nú spilað sex leiki í röð án þess að tapa. Fyrstu fimm leikjunum lyktuðu reyndar öllum með jafntefli en Kolbeinn tryggði svo Nantes sigurinn í þeim sjötta, gegn St. Etienne nú um helgina. Hann segir að franska deildin sé mjög ólík þeirri hollensku og að það hafi tekið sinn tíma að aðlagast því. „Leikmenn eru með mikinn líkamlegan styrk og hafa mikla hlaupagetu. Maður finnur mesta muninn á varnarmönnunum sem maður er að spila gegn. Flest allir eru í kringum tvo metra á hæð og 90 kíló. Þetta eru alvöru buff sem maður þarf að takast á við,“ segir Kolbeinn og bætir við að almennt séu lið þar varnarsinnaðri en í Hollandi. „Það er til dæmis ekki mikið um að lið beiti hápressu líkt og í Hollandi og því fær maður ekki marga sénsa til að skora mörk. Því þarf maður tíma til að aðlagast nýjum leikstíl en ég finn að ég er að komast sífellt betur inn í þessa hluti hérna í Frakklandi.“
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Tengdar fréttir Kolbeinn kom inn á sem varamaður og skoraði sigurmarkið Kolbeinn Sigþórsson reyndist hetja Nantes gegn Saint-Etienne í frönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, en hann skoraði sigurmark Nantes. Annað mark Kolbeins á tímabilinu. 10. janúar 2016 14:49 Celtic vill fá Kolbein Landsliðsframherjinn var hetja Nantes í franska boltanum um helgina. 11. janúar 2016 09:32 Kolbeinn Sigþórs: Vona að Lars haldi áfram með liðið Landsliðsframherjinn Kolbeinn Sigþórsson er eins og flestir Íslendingar spenntur fyrir EM í Frakklandi en þar mun hann að öllu óbreyttu leika stórt hlutverk í sóknarleik Íslands. Kolbeini líst vel á riðilinn sem Ísland fékk en þar munu strákarnir mæta Portúgal, Ungverjalandi og Austurríki. 14. janúar 2016 07:30 Þjálfari Nantes um Kolbein: Hann er of þungur Þjálfari Nantes segist hafa búist við miklu meira af Kolbeini Sigþórssyni en hann hafi sýnt til þessa. 22. desember 2015 15:15 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira
Kolbeinn kom inn á sem varamaður og skoraði sigurmarkið Kolbeinn Sigþórsson reyndist hetja Nantes gegn Saint-Etienne í frönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, en hann skoraði sigurmark Nantes. Annað mark Kolbeins á tímabilinu. 10. janúar 2016 14:49
Celtic vill fá Kolbein Landsliðsframherjinn var hetja Nantes í franska boltanum um helgina. 11. janúar 2016 09:32
Kolbeinn Sigþórs: Vona að Lars haldi áfram með liðið Landsliðsframherjinn Kolbeinn Sigþórsson er eins og flestir Íslendingar spenntur fyrir EM í Frakklandi en þar mun hann að öllu óbreyttu leika stórt hlutverk í sóknarleik Íslands. Kolbeini líst vel á riðilinn sem Ísland fékk en þar munu strákarnir mæta Portúgal, Ungverjalandi og Austurríki. 14. janúar 2016 07:30
Þjálfari Nantes um Kolbein: Hann er of þungur Þjálfari Nantes segist hafa búist við miklu meira af Kolbeini Sigþórssyni en hann hafi sýnt til þessa. 22. desember 2015 15:15