Styttan hans Ronaldo merkt Messi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. janúar 2016 23:45 Cristiano Ronaldo fyrir framan styttuna sína með allri fjölskylduna. Vísir/EPA Lionel Messi var á mánudagskvöldið kosinn besti leikmaður heims í fimmta sinn og endaði þar með tveggja ára sigurgöngu Cristiano Ronaldo í árlegu kjöri FIFA og France Football. Messi fékk Gullboltann en Cristiano Ronaldo varð að sætta sig við annað sætið. Þetta var í fjórða skiptið sem Messi er kosinn bestur og Ronaldo endar í öðru sætinu. Ronaldo hafði sjálfur fengið verðlaunin 2013 og 2014. Þetta voru þó ekki einu vonbrigðin fyrir Cristiano Ronaldo þetta kvöld því í heimabæ hans, Funchal á eyjunni Madeira, voru skemmdarvargar á ferðinni, og þeir ákváðu að ráðast á styttu af Cristiano Ronaldo. Íbúar Funchal eru stoltir af sínum manni og létu útbúa glæsilega bronsstyttu af Cristiano Ronaldo. Styttan var vígð 21. desember 2014 og mánudagskvöldið 11. janúar var fyrsta kvöldið í tíð hennar sem Ronaldo var ekki besti knattspyrnumaður heims. Eftir kjörið mættu þessir aðilar á staðinn og skrifuðu nafn Messi og númerið 10 á bak styttunnar. Ronaldo spilar eins og kunnugt er í treyju númer sjö. Skemmdarvargarnir voru eflaust að reyna að strá salti í sárið hjá Cristiano Ronaldo með þessu illvirki sínu og komust líka í heimsfréttirnar. Cristiano Ronaldo tjáði sig ekki um þetta en það gerði aftur á móti systir hans. „Þerra er skammarlegt og þarna er greinilega einhver sem er mjög öfundsjúkur út í bróður minn. Ég er mjög leið yfir þessu og skammast mín fyrir hönd Portúgal," sagði systir hans Katia Aveiro. Það góða er að bæjarstarfsmenn voru fljótir á staðinn og hreinsuðu bak styttunnar. Það er því enginn Messi lengur á ferðinni í Funchal.Asin vandalizaron estatua de @Cristiano en su Madeira natal. Cc @cristobalsoria @ElChirincirco @HoyEnDeportes4 pic.twitter.com/7RntCUciO4— Prakash Gurnani ® (@prakashmgurnani) January 12, 2016 Spænski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fleiri fréttir Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Sjá meira
Lionel Messi var á mánudagskvöldið kosinn besti leikmaður heims í fimmta sinn og endaði þar með tveggja ára sigurgöngu Cristiano Ronaldo í árlegu kjöri FIFA og France Football. Messi fékk Gullboltann en Cristiano Ronaldo varð að sætta sig við annað sætið. Þetta var í fjórða skiptið sem Messi er kosinn bestur og Ronaldo endar í öðru sætinu. Ronaldo hafði sjálfur fengið verðlaunin 2013 og 2014. Þetta voru þó ekki einu vonbrigðin fyrir Cristiano Ronaldo þetta kvöld því í heimabæ hans, Funchal á eyjunni Madeira, voru skemmdarvargar á ferðinni, og þeir ákváðu að ráðast á styttu af Cristiano Ronaldo. Íbúar Funchal eru stoltir af sínum manni og létu útbúa glæsilega bronsstyttu af Cristiano Ronaldo. Styttan var vígð 21. desember 2014 og mánudagskvöldið 11. janúar var fyrsta kvöldið í tíð hennar sem Ronaldo var ekki besti knattspyrnumaður heims. Eftir kjörið mættu þessir aðilar á staðinn og skrifuðu nafn Messi og númerið 10 á bak styttunnar. Ronaldo spilar eins og kunnugt er í treyju númer sjö. Skemmdarvargarnir voru eflaust að reyna að strá salti í sárið hjá Cristiano Ronaldo með þessu illvirki sínu og komust líka í heimsfréttirnar. Cristiano Ronaldo tjáði sig ekki um þetta en það gerði aftur á móti systir hans. „Þerra er skammarlegt og þarna er greinilega einhver sem er mjög öfundsjúkur út í bróður minn. Ég er mjög leið yfir þessu og skammast mín fyrir hönd Portúgal," sagði systir hans Katia Aveiro. Það góða er að bæjarstarfsmenn voru fljótir á staðinn og hreinsuðu bak styttunnar. Það er því enginn Messi lengur á ferðinni í Funchal.Asin vandalizaron estatua de @Cristiano en su Madeira natal. Cc @cristobalsoria @ElChirincirco @HoyEnDeportes4 pic.twitter.com/7RntCUciO4— Prakash Gurnani ® (@prakashmgurnani) January 12, 2016
Spænski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fleiri fréttir Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Sjá meira