Sparkarinn í Minnesota tekur fulla ábyrgð Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 11. janúar 2016 11:00 Sparkarar eru ekki vinsælustu leikmennirnir í amerískum fótbolta. Það taka fáir eftir þeim þegar vel gengur en öll augu beinast að þeim þegar þeir gerast sekir um mistök. Það henti Blair Walsh hjá Minnesota Vikings í gær. Þegar innan við hálf mínúta var eftir gat Walsh í kjörstöðu að tryggja liði sínu sigur á Seattle Seahawks og þar með sæti í undanúrslitum Þjóðardeildarinnar um næstu helgi.Sjá einnig: Reimarnar út eins og í Ace Ventura og Seattle vann Walsh brást hins vegar bogalistin í fimbulkuldanum í Minnesota í gær þegar hann sparkaði framhjá af 27 jarda færi. Eins og greint var frá eftir leikinn í gær sneru reimarnar á boltanum út að Walsh þegar hann sparkaði en hann sagði sjálfur að það væri engin afsökun. „Ég get sagt ykkur þetta. Þetta var mér að kenna. Af þessu færi á ég að geta sparkað vatnsmelónu í gegnum markið,“ sagði Walsh við fréttamenn eftir leikinn. „Allir aðrir gerðu sitt hárrétt. Ég er sá eini sem brást. Þetta er mér að kenna.“ Mike Zimmer, þjálfari Vikings, sagðist ekki hafa rætt við Walsh þegar hann ræddi við fjölmiðla á blaðamannafundi sínum eftir leik. „Þetta er af stuttu færi [e. chip shot]. Hann verður að hitta,“ sagði Zimmer. „Við spiluðum nógu vel til að vinna. Það er mikið hjarta og mikil barátta í þessu liði. Ég hef líklega aldrei verið jafn stoltur af liði og þessu.“ Þess ber að geta að Walsh skoraði öll stig Minnesota í leiknum en hann hefur leikið með liðinu síðan hann kom inn í deildina árið 2012. Síðan þá hefur hann verið í hópi áreiðanlegustu sparkara deildarinnar en hann hafði aðeins einu sinni áður klikkað á 20-29 jarda vallarmarkstilraun á ferlinum - en hitt úr 30. NFL Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Axel heldur fast í toppsætið Hulda Clara leiðir með fimm höggum fyrir lokadaginn Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Eir Chang sjöunda á EM Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Eir komin í úrslitahlaupið á EM Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Bæði lið stóðu saman í hring þar til leiknum var aflýst Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Fékk flugeld í punginn í leik Sjá meira
Sparkarar eru ekki vinsælustu leikmennirnir í amerískum fótbolta. Það taka fáir eftir þeim þegar vel gengur en öll augu beinast að þeim þegar þeir gerast sekir um mistök. Það henti Blair Walsh hjá Minnesota Vikings í gær. Þegar innan við hálf mínúta var eftir gat Walsh í kjörstöðu að tryggja liði sínu sigur á Seattle Seahawks og þar með sæti í undanúrslitum Þjóðardeildarinnar um næstu helgi.Sjá einnig: Reimarnar út eins og í Ace Ventura og Seattle vann Walsh brást hins vegar bogalistin í fimbulkuldanum í Minnesota í gær þegar hann sparkaði framhjá af 27 jarda færi. Eins og greint var frá eftir leikinn í gær sneru reimarnar á boltanum út að Walsh þegar hann sparkaði en hann sagði sjálfur að það væri engin afsökun. „Ég get sagt ykkur þetta. Þetta var mér að kenna. Af þessu færi á ég að geta sparkað vatnsmelónu í gegnum markið,“ sagði Walsh við fréttamenn eftir leikinn. „Allir aðrir gerðu sitt hárrétt. Ég er sá eini sem brást. Þetta er mér að kenna.“ Mike Zimmer, þjálfari Vikings, sagðist ekki hafa rætt við Walsh þegar hann ræddi við fjölmiðla á blaðamannafundi sínum eftir leik. „Þetta er af stuttu færi [e. chip shot]. Hann verður að hitta,“ sagði Zimmer. „Við spiluðum nógu vel til að vinna. Það er mikið hjarta og mikil barátta í þessu liði. Ég hef líklega aldrei verið jafn stoltur af liði og þessu.“ Þess ber að geta að Walsh skoraði öll stig Minnesota í leiknum en hann hefur leikið með liðinu síðan hann kom inn í deildina árið 2012. Síðan þá hefur hann verið í hópi áreiðanlegustu sparkara deildarinnar en hann hafði aðeins einu sinni áður klikkað á 20-29 jarda vallarmarkstilraun á ferlinum - en hitt úr 30.
NFL Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Axel heldur fast í toppsætið Hulda Clara leiðir með fimm höggum fyrir lokadaginn Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Eir Chang sjöunda á EM Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Eir komin í úrslitahlaupið á EM Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Bæði lið stóðu saman í hring þar til leiknum var aflýst Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Fékk flugeld í punginn í leik Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti