Lífið

Ricky Gervais fór mikinn

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Ricky Gervais var beittur að venju.
Ricky Gervais var beittur að venju.
Ricky Gervais var kynnir á Golden Globe-verðlaunahátíðinni í nótt og hann var rétt stiginn í pontu þegar hann var búinn að móðga alla viðstadda – eins og hans er von og vísa.

„Ég ætla að flytja þessa ræðu og svo ætla ég í felur þannig að ekki einu sinni Sean Penn mun finna mig,“ sagði Gervais og vísaði þar til eins stærsta fréttamáls gærdagsins.

Sjá einnig: Sean Penn lykillinn að handtöku fíkniefnabarónsins.

„Því var haldið fram að ef ég myndi kynna hátíðina myndi það þýða að einhverjar stjörnur myndu ekki láta sjá sig af ótta við að ég myndi gera grín að þeim. Eins og stjörnur myndu sleppa tækifærinu til að vinna gyllta hnöttinn, sérstaklega þegar kvikmyndafyrirtækin þeirra eru búin að greiða fyrir sigurinn," sagði Gervais og uppskar mikinn hlátur.

Þá skaut hann hart á Roman Polanski sem hann sagði hafa kallað Spotlight, sem fjallar um barnaníð kaþólskra presta, „bestu stefnumótamynd allra tíma“

Ræðu hans má sjá hér að neðan en þetta er í fjórða skiptið sem hann er kynnir á hátíðinni.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×