NFL: Rodgers minnti á sig í sigri Green Bay Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 11. janúar 2016 08:00 Aaron Rodgers náði að þagga niður í efasemdarröddum með öflugri frammistöðu gegn Washington Redskins í síðasta leik helgarinnar í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Washington byrjaði mun betur í leiknum og komst í 11-0 forystu en Green Bay hrökk þá í gang og vann leikinn að lokum, 35-18. Eftir rólega byrjun sá Rodgers til þess að Green Bay skoraði sautján stig í röð, með snertimarkssendingum á þá Randall Cobb og Davante Adams. Þá tóku hlaupararnir við en eftir að hafa verið með aðeins sautján jarda í fyrri hálfleik náði Green Bay samtals 141 hlaupajarda í þeim síðari. Þeir Eddie Lacy og James Starks skoruðu báðir snertimark þar að auki. Eftir góða byrjun á tímabilinu hafði Green Bay hikstað nokkuð á síðari hluta tímabilsins og reiknuðu margir með því að liðið myndi lenda í erfiðleikum í Washington í nótt. En Rodgers er þaulreyndur í úrslitakeppninni og sýndi að hann er enn einn besti leikmaður deildarinnar. Washington vann síðustu fjóru leiki sína í deildakeppninni en voru stöðvaðir í nótt. Innherjinn Jordan Reed átti stórleik (120 jardar, eitt snertimark) en það dugði ekki til. Þar með er ljóst að Green Bay mætir Arizona Cardinals um næstu helgi en átta lið eru nú eftir í baráttunni um meistaratitilinn.Næstu leikir:Laugardagur 16. janúar: 21.35: New England - Kansas City 01.15: Arizona - Green BaySunnudagur 17. janúar: 18.05: Carolina - Seattle 21.40: Denver - Pittsburgh NFL Tengdar fréttir NFL: Höfðingjarnir frá Kansas City enduðu 22 ára bið í nótt Kansas City Chiefs varð fyrsta liðið í tíu ár til að fá ekki á sig stig í úrslitakeppni ameríska fótboltans þegar liðið vann 30-0 sigur á Houston Texans í opnunarleik úrslitakeppni NFL-deildarinnar í nótt. 10. janúar 2016 10:00 NFL: Reimarnar út eins og í Ace Ventura og Seattle vann Seattle Seahawks liðið hafði heldur betur heppnina með sér í naumum 10-9 sigri á Minnesota Vikings í leik liðanna í úrslitakeppni Þjóðardeildar ameríska fótboltans í kvöld. 10. janúar 2016 21:20 NFL: Eyðilögðu endurkomuna með eintómu klúðri í lokin Leikstjórnandinn Ben Roethlisberger kom til baka úr klefanum og leiddi lokasókn Pittsburgh Steelers í 18-16 útisigri á Cincinnati Bengals í úrslitakeppni ameríska fótboltans í nótt. 10. janúar 2016 10:18 Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Axel heldur fast í toppsætið Hulda Clara leiðir með fimm höggum fyrir lokadaginn Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Eir Chang sjöunda á EM Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Eir komin í úrslitahlaupið á EM Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Bæði lið stóðu saman í hring þar til leiknum var aflýst Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Fékk flugeld í punginn í leik Sjá meira
Aaron Rodgers náði að þagga niður í efasemdarröddum með öflugri frammistöðu gegn Washington Redskins í síðasta leik helgarinnar í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Washington byrjaði mun betur í leiknum og komst í 11-0 forystu en Green Bay hrökk þá í gang og vann leikinn að lokum, 35-18. Eftir rólega byrjun sá Rodgers til þess að Green Bay skoraði sautján stig í röð, með snertimarkssendingum á þá Randall Cobb og Davante Adams. Þá tóku hlaupararnir við en eftir að hafa verið með aðeins sautján jarda í fyrri hálfleik náði Green Bay samtals 141 hlaupajarda í þeim síðari. Þeir Eddie Lacy og James Starks skoruðu báðir snertimark þar að auki. Eftir góða byrjun á tímabilinu hafði Green Bay hikstað nokkuð á síðari hluta tímabilsins og reiknuðu margir með því að liðið myndi lenda í erfiðleikum í Washington í nótt. En Rodgers er þaulreyndur í úrslitakeppninni og sýndi að hann er enn einn besti leikmaður deildarinnar. Washington vann síðustu fjóru leiki sína í deildakeppninni en voru stöðvaðir í nótt. Innherjinn Jordan Reed átti stórleik (120 jardar, eitt snertimark) en það dugði ekki til. Þar með er ljóst að Green Bay mætir Arizona Cardinals um næstu helgi en átta lið eru nú eftir í baráttunni um meistaratitilinn.Næstu leikir:Laugardagur 16. janúar: 21.35: New England - Kansas City 01.15: Arizona - Green BaySunnudagur 17. janúar: 18.05: Carolina - Seattle 21.40: Denver - Pittsburgh
NFL Tengdar fréttir NFL: Höfðingjarnir frá Kansas City enduðu 22 ára bið í nótt Kansas City Chiefs varð fyrsta liðið í tíu ár til að fá ekki á sig stig í úrslitakeppni ameríska fótboltans þegar liðið vann 30-0 sigur á Houston Texans í opnunarleik úrslitakeppni NFL-deildarinnar í nótt. 10. janúar 2016 10:00 NFL: Reimarnar út eins og í Ace Ventura og Seattle vann Seattle Seahawks liðið hafði heldur betur heppnina með sér í naumum 10-9 sigri á Minnesota Vikings í leik liðanna í úrslitakeppni Þjóðardeildar ameríska fótboltans í kvöld. 10. janúar 2016 21:20 NFL: Eyðilögðu endurkomuna með eintómu klúðri í lokin Leikstjórnandinn Ben Roethlisberger kom til baka úr klefanum og leiddi lokasókn Pittsburgh Steelers í 18-16 útisigri á Cincinnati Bengals í úrslitakeppni ameríska fótboltans í nótt. 10. janúar 2016 10:18 Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Axel heldur fast í toppsætið Hulda Clara leiðir með fimm höggum fyrir lokadaginn Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Eir Chang sjöunda á EM Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Eir komin í úrslitahlaupið á EM Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Bæði lið stóðu saman í hring þar til leiknum var aflýst Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Fékk flugeld í punginn í leik Sjá meira
NFL: Höfðingjarnir frá Kansas City enduðu 22 ára bið í nótt Kansas City Chiefs varð fyrsta liðið í tíu ár til að fá ekki á sig stig í úrslitakeppni ameríska fótboltans þegar liðið vann 30-0 sigur á Houston Texans í opnunarleik úrslitakeppni NFL-deildarinnar í nótt. 10. janúar 2016 10:00
NFL: Reimarnar út eins og í Ace Ventura og Seattle vann Seattle Seahawks liðið hafði heldur betur heppnina með sér í naumum 10-9 sigri á Minnesota Vikings í leik liðanna í úrslitakeppni Þjóðardeildar ameríska fótboltans í kvöld. 10. janúar 2016 21:20
NFL: Eyðilögðu endurkomuna með eintómu klúðri í lokin Leikstjórnandinn Ben Roethlisberger kom til baka úr klefanum og leiddi lokasókn Pittsburgh Steelers í 18-16 útisigri á Cincinnati Bengals í úrslitakeppni ameríska fótboltans í nótt. 10. janúar 2016 10:18
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti