NFL: Höfðingjarnir frá Kansas City enduðu 22 ára bið í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. janúar 2016 10:00 Alex Smith, leikstjórnandi Kansas City Chiefs, fagnar sigri. Vísir/Getty Kansas City Chiefs varð fyrsta liðið í tíu ár til að fá ekki á sig stig í úrslitakeppni ameríska fótboltans þegar liðið vann 30-0 sigur á Houston Texans í opnunarleik úrslitakeppni NFL-deildarinnar í nótt. Kansas City Chiefs vann ekki aðeins fyrsta sigurinn í úrslitakeppninni í ár heldur vann liðið einnig fyrsta sigur sinn í úrslitakeppni frá árinu 1994 eða í 22 ár. Liðið var líka að spila á heimavelli Houston Texans sem gerðu þessi úrslit enn vandræðalegri fyrir Texasbúana. Kansas City Chiefs vann Houston Oilers 16. janúar 1994 en hafði frá þeim tíma tapað sjö leikjum í röð í úrslitakeppni. Svipmyndir frá leiknum. Kansas City Chiefs byrjaði tímabilið illa og tapaði 5 af fyrstu 6 leikjum sínum. Liðið snéri hinsvegar við blaðinu, vann tíu síðustu leiki sína í deildarkeppninni og bætti ellefta sigrinum í röð við í fyrsta leik úrslitakeppninnar. Brian Hoyer, leikstjórnandi Houston-liðsins, átti skelfilegan dag, tapaði fjórum boltum í fyrri hálfleiknum og einum til viðbótar í þeim síðar. Það sem meira er sóknin hans skoraði ekki eitt stig allan leikinn. Kansas City fékk algjöra draumabyrjun þegar Knile Davis skilaði upphafssparki Houston Texans alla leið og var búinn að skora snertimark eftir aðeins ellefu sekúndna leik. Sóknin hjá Kansas City skoraði ekki snertimark í fyrri hálfleiknum en var engu að síður 13-0 yfir þökk sé tveimur vallarmörkum. Í seinni hálfleiknum fór sóknin að skila snertimörkum líka en á sama tíma stoppaði vörnin allar tilraunir Houston-liðsins. Þetta var þó ekki eintóm gleði hjá liði Kansas City Chiefs því liðið missti sinn besta útherja, Jeremy Maclin, meiddan af velli en hann meiddist á hné. Óttast er að Maclin spili ekki meira með liðinu í úrslitakeppninni sem er mikið áfall. Kansas City Chiefs mætir ríkjandi NFL-meisturum New England Patriots í undanúrslitum Ameríkudeildarinnar um næstu helgi. NFL Tengdar fréttir Beyonce treður upp með Coldplay Hálfleikssýninginn í Super Bowl-leiknum verður einkar glæsileg í ár því Beyonce mun koma fram ásamt Coldplay. 8. janúar 2016 22:30 Verður einn kaldasti leikur í sögu NFL-deildarinnar Leikur Minnesota Vikings og Seattle Seahawks í úrslitakeppni NFL-deildarinnar á sunnudag verður ekki fyrir neinar kuldaskræfur. 7. janúar 2016 22:30 Ódýrt að fara á kuldaleikinn Kuldaspáin er svo svakaleg fyrir leik Minnesota Vikings og Seattle Seahawks í úrslitakeppni NFL-deildarinnar að miðaverðið á leikinn er fáranlegt. 8. janúar 2016 13:00 Peyton mun leiða Broncos í úrslitakeppninni Denver Broncos tilkynnti í gær að Peyton Manning yrði leikstjórnandi liðsins í úrslitakeppninni eftir rúma viku. 8. janúar 2016 11:30 NFL: Eyðilögðu endurkomuna með eintómu klúðri í lokin Leikstjórnandinn Ben Roethlisberger kom til baka úr klefanum og leiddi lokasókn Pittsburgh Steelers í 18-16 útisigri á Cincinnati Bengals í úrslitakeppni ameríska fótboltans í nótt. 10. janúar 2016 10:18 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Fleiri fréttir Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Markkanen skoraði 43 stig á 23 mínútum á EM í kvöld Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ Sjáðu markaveislurnar í Kaplakrika og á Sauðarkróki „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Stundum hata ég leikmenn mína“ Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Risaskipti í NFL: Launahæstur í sögunni fyrir utan leikstjórnendur Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Sjá meira
Kansas City Chiefs varð fyrsta liðið í tíu ár til að fá ekki á sig stig í úrslitakeppni ameríska fótboltans þegar liðið vann 30-0 sigur á Houston Texans í opnunarleik úrslitakeppni NFL-deildarinnar í nótt. Kansas City Chiefs vann ekki aðeins fyrsta sigurinn í úrslitakeppninni í ár heldur vann liðið einnig fyrsta sigur sinn í úrslitakeppni frá árinu 1994 eða í 22 ár. Liðið var líka að spila á heimavelli Houston Texans sem gerðu þessi úrslit enn vandræðalegri fyrir Texasbúana. Kansas City Chiefs vann Houston Oilers 16. janúar 1994 en hafði frá þeim tíma tapað sjö leikjum í röð í úrslitakeppni. Svipmyndir frá leiknum. Kansas City Chiefs byrjaði tímabilið illa og tapaði 5 af fyrstu 6 leikjum sínum. Liðið snéri hinsvegar við blaðinu, vann tíu síðustu leiki sína í deildarkeppninni og bætti ellefta sigrinum í röð við í fyrsta leik úrslitakeppninnar. Brian Hoyer, leikstjórnandi Houston-liðsins, átti skelfilegan dag, tapaði fjórum boltum í fyrri hálfleiknum og einum til viðbótar í þeim síðar. Það sem meira er sóknin hans skoraði ekki eitt stig allan leikinn. Kansas City fékk algjöra draumabyrjun þegar Knile Davis skilaði upphafssparki Houston Texans alla leið og var búinn að skora snertimark eftir aðeins ellefu sekúndna leik. Sóknin hjá Kansas City skoraði ekki snertimark í fyrri hálfleiknum en var engu að síður 13-0 yfir þökk sé tveimur vallarmörkum. Í seinni hálfleiknum fór sóknin að skila snertimörkum líka en á sama tíma stoppaði vörnin allar tilraunir Houston-liðsins. Þetta var þó ekki eintóm gleði hjá liði Kansas City Chiefs því liðið missti sinn besta útherja, Jeremy Maclin, meiddan af velli en hann meiddist á hné. Óttast er að Maclin spili ekki meira með liðinu í úrslitakeppninni sem er mikið áfall. Kansas City Chiefs mætir ríkjandi NFL-meisturum New England Patriots í undanúrslitum Ameríkudeildarinnar um næstu helgi.
NFL Tengdar fréttir Beyonce treður upp með Coldplay Hálfleikssýninginn í Super Bowl-leiknum verður einkar glæsileg í ár því Beyonce mun koma fram ásamt Coldplay. 8. janúar 2016 22:30 Verður einn kaldasti leikur í sögu NFL-deildarinnar Leikur Minnesota Vikings og Seattle Seahawks í úrslitakeppni NFL-deildarinnar á sunnudag verður ekki fyrir neinar kuldaskræfur. 7. janúar 2016 22:30 Ódýrt að fara á kuldaleikinn Kuldaspáin er svo svakaleg fyrir leik Minnesota Vikings og Seattle Seahawks í úrslitakeppni NFL-deildarinnar að miðaverðið á leikinn er fáranlegt. 8. janúar 2016 13:00 Peyton mun leiða Broncos í úrslitakeppninni Denver Broncos tilkynnti í gær að Peyton Manning yrði leikstjórnandi liðsins í úrslitakeppninni eftir rúma viku. 8. janúar 2016 11:30 NFL: Eyðilögðu endurkomuna með eintómu klúðri í lokin Leikstjórnandinn Ben Roethlisberger kom til baka úr klefanum og leiddi lokasókn Pittsburgh Steelers í 18-16 útisigri á Cincinnati Bengals í úrslitakeppni ameríska fótboltans í nótt. 10. janúar 2016 10:18 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Fleiri fréttir Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Markkanen skoraði 43 stig á 23 mínútum á EM í kvöld Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ Sjáðu markaveislurnar í Kaplakrika og á Sauðarkróki „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Stundum hata ég leikmenn mína“ Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Risaskipti í NFL: Launahæstur í sögunni fyrir utan leikstjórnendur Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Sjá meira
Beyonce treður upp með Coldplay Hálfleikssýninginn í Super Bowl-leiknum verður einkar glæsileg í ár því Beyonce mun koma fram ásamt Coldplay. 8. janúar 2016 22:30
Verður einn kaldasti leikur í sögu NFL-deildarinnar Leikur Minnesota Vikings og Seattle Seahawks í úrslitakeppni NFL-deildarinnar á sunnudag verður ekki fyrir neinar kuldaskræfur. 7. janúar 2016 22:30
Ódýrt að fara á kuldaleikinn Kuldaspáin er svo svakaleg fyrir leik Minnesota Vikings og Seattle Seahawks í úrslitakeppni NFL-deildarinnar að miðaverðið á leikinn er fáranlegt. 8. janúar 2016 13:00
Peyton mun leiða Broncos í úrslitakeppninni Denver Broncos tilkynnti í gær að Peyton Manning yrði leikstjórnandi liðsins í úrslitakeppninni eftir rúma viku. 8. janúar 2016 11:30
NFL: Eyðilögðu endurkomuna með eintómu klúðri í lokin Leikstjórnandinn Ben Roethlisberger kom til baka úr klefanum og leiddi lokasókn Pittsburgh Steelers í 18-16 útisigri á Cincinnati Bengals í úrslitakeppni ameríska fótboltans í nótt. 10. janúar 2016 10:18