Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - ÍR 100-80 | Stjörnumenn stungu af í seinni hálfleik Ingvi Þór Sæmundsson í Ásgarði skrifar 28. janúar 2016 21:45 Vísir/Stefán Stjarnan vann sinn áttunda sigur í síðustu níu leikjum þegar liðið lagði ÍR að velli, 100-80, í 15. umferð Domino's deildar karla í körfubolta í kvöld.Stefán Karlsson, ljósmyndari 365, var á vellinum og tók meðfylgjandi myndir. Stjarnan leiddi nær allan leikinn en gekk illa að hrista baráttuglaða ÍR-inga af sér. En í 3. leikhluta dró í sundur með liðunum og Stjarnan náði loksins afgerandi forskoti. Að 3. leikhluta loknum munaði 22 stigum á liðunum, 77-55, og það bil náðu ÍR-ingar ekki að brúa. Á endanum munaði 20 stigum á liðunum, 100-80. ÍR-ingar byrjuðu leikinn ágætlega en Stjörnumenn fóru svo að sýna styrk sinn. Þeir þéttu vörnina og luku 1. leikhluta á 14-5 kafla og leiddu með níu stigum að honum loknum, 25-16. Gestirnir byrjuðu 2. leikhluta vel og eftir fjögur stig í röð frá Sveinbirni Claessen var munurinn kominn niður í þrjú stig, 28-25. Þá var Hrafni Kristjánssyni, þjálfari Stjörnunnar, nóg boðið og hann tók leikhlé. Það virtist fara vel í hans menn sem skoruðu 14 af næstu 16 stigum leiksins og náðu 15 stiga forskoti, 42-27. En líkt og fyrr í leiknum tókst þeim ekki að hrista Breiðhyltinga af sér. Jonathan Mitchell snögghitnaði en hann skoraði níu af síðustu 11 stigum ÍR-inga í fyrri hálfleik. Á meðan skoraði Stjarnan aðeins tvö stig og munurinn í hálfleik var því aðeins sex stig, 44-38. Í seinni hálfleik hættu Stjörnumenn að leika sér að bráðinni og sökktu tönnunum í hana. Þeir hittu vel fyrir utan og fengu framlag frá mörgum í sókninni. Á meðan var sóknarleikur ÍR borinn upp af tveimur mönnum, Mitchell og Sveinbirni. Aðrir voru einfaldlega ekki með. Stjarnan vann 3. leikhluta 33-17 og leiddi með 22 stigum fyrir lokaleikhlutann sem varð aldrei spennandi. Heimamenn héldu ÍR-ingum í þægilegri fjarlægð og unnu að lokum 20 stiga sigur, 100-80.Hrafn: Fannst við vera í tómu rugli þegar við náðum forskotinu Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, kvaðst sáttur með sigurinn á ÍR í Ásgarði í kvöld. Stjörnumenn leiddu nær allan leikinn en það var ekki fyrr en í 3. leikhluta sem þeir stungu ÍR-inga af. "Við gerum þetta á erfiða mátann en komum okkur í gegnum þetta. Ég er bara sáttur, við tökum hverjum sigri fagnandi," sagði Hrafn eftir leik. Hann hrósaði mótherjunum úr Breiðholtinu sem voru aðeins sex stigum undir í hálfleik, 44-38. "Það var alveg viðbúið að þetta tæki tíma. Borce (Ilievski, þjálfari ÍR) er búinn að skipuleggja liðið mjög vel, varnar- og sóknarlega á hálfum velli, og við vorum búnir að tala um að við myndum ekki spila við mörg lið sem eru duglegri og berjast meira en ÍR. "Það gat alveg gerst að þetta yrði smá stress og það kom á daginn. ÍR-ingarnir eiga hrós skilið fyrir það sem þeir lögðu í leikinn," sagði Hrafn en hvað breyttist í 3. leikhluta sem Stjarnan vann 33-17? "Þér að segja fannst mér við vera í tómu rugli þegar við náðum þessu forskoti. Við hlupum lélegar sóknir en boltinn endaði í höndunum á góðum skotmönnum sem settu niður þrista," sagði Hrafn og bætti við: "En þegar við vorum búnir að ná fínum tökum á leiknum kviknaði á varnarleiknum og við sýndum hvað í okkur býr." Stjarnan hefur nú unnið átta af síðustu níu leikjum sínum, þar af alla leiki liðsins á þessu ári. Hrafn er að vonum ánægður með gengi síðustu vikna. "Ég heyri ekki annað en við séum að valda öllum miklum vonbrigðum það sem af er tímabils," sagði Hrafn brosandi. "Það þýðir að fólk var búið að setja okkur í 1. sæti í öllum spám. Við erum þarna uppi en getum enn bætt ýmislegt," sagði Hrafn að endingu.Ilievski: Erum ekki með nógu mikla breidd Borce Ilievski, þjálfari ÍR, sagði að Stjarnan hefði unnið sanngjarnan sigur á hans mönnum í kvöld. "Við misstum einbeitinguna í tvær mínútur í 3. leikhluta og þá náðu þeir þessu forskoti," sagði Ilievski eftir leik en aðeins sex stigum munaði á liðunum í hálfleik, 44-38. En í 3. leikhluta stakk Stjarnan svo af. Ilievski segir að breiddin hjá Stjörnunni sé meiri en hjá ÍR og þá sé reynslan í liði með Garðbæingum. "Stjarnan er með mjög reynt lið og það er eðlilegt fyrir þá að ná svona sprettum. Við erum ekki með nógu mikla breidd og ungu strákana skortir reynslu. "Þetta eru hæfileikaríkir strákar en þeir þurfa tíma til að vaxa og dafna. Þannig að ég og félagið allt þarf að sýna þolinmæði og vinna með þessa stráka," sagði Ilievski. Hann kvaðst ágætlega sáttur með fyrri hálfleikinn hjá sínum mönnum í kvöld. "Allur leikur okkar byggist á vörninni og það er stórt vandamál fyrir okkur ef hún er ekki í lagi. Stjarnan var miklu betra liðið í kvöld og við verðum bara að undirbúa okkur fyrir næsta leik," sagði Ilievski sem getur þó glaðst yfir því að FSu tapaði í kvöld. Það munar því enn fjórum stigum á ÍR og FSu. "Það eru sjö umferðir eftir og allt getur enn gerst. Við þurfum bara að einblína á okkar leik og ætlum að mæta sterkari til leiks gegn Þór í næstu umferð," sagði þjálfarinn að lokum.Bein lýsing: Stjarnan - ÍRTweets by @Visirkarfa3 Dominos-deild karla Mest lesið Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Sjá meira
Stjarnan vann sinn áttunda sigur í síðustu níu leikjum þegar liðið lagði ÍR að velli, 100-80, í 15. umferð Domino's deildar karla í körfubolta í kvöld.Stefán Karlsson, ljósmyndari 365, var á vellinum og tók meðfylgjandi myndir. Stjarnan leiddi nær allan leikinn en gekk illa að hrista baráttuglaða ÍR-inga af sér. En í 3. leikhluta dró í sundur með liðunum og Stjarnan náði loksins afgerandi forskoti. Að 3. leikhluta loknum munaði 22 stigum á liðunum, 77-55, og það bil náðu ÍR-ingar ekki að brúa. Á endanum munaði 20 stigum á liðunum, 100-80. ÍR-ingar byrjuðu leikinn ágætlega en Stjörnumenn fóru svo að sýna styrk sinn. Þeir þéttu vörnina og luku 1. leikhluta á 14-5 kafla og leiddu með níu stigum að honum loknum, 25-16. Gestirnir byrjuðu 2. leikhluta vel og eftir fjögur stig í röð frá Sveinbirni Claessen var munurinn kominn niður í þrjú stig, 28-25. Þá var Hrafni Kristjánssyni, þjálfari Stjörnunnar, nóg boðið og hann tók leikhlé. Það virtist fara vel í hans menn sem skoruðu 14 af næstu 16 stigum leiksins og náðu 15 stiga forskoti, 42-27. En líkt og fyrr í leiknum tókst þeim ekki að hrista Breiðhyltinga af sér. Jonathan Mitchell snögghitnaði en hann skoraði níu af síðustu 11 stigum ÍR-inga í fyrri hálfleik. Á meðan skoraði Stjarnan aðeins tvö stig og munurinn í hálfleik var því aðeins sex stig, 44-38. Í seinni hálfleik hættu Stjörnumenn að leika sér að bráðinni og sökktu tönnunum í hana. Þeir hittu vel fyrir utan og fengu framlag frá mörgum í sókninni. Á meðan var sóknarleikur ÍR borinn upp af tveimur mönnum, Mitchell og Sveinbirni. Aðrir voru einfaldlega ekki með. Stjarnan vann 3. leikhluta 33-17 og leiddi með 22 stigum fyrir lokaleikhlutann sem varð aldrei spennandi. Heimamenn héldu ÍR-ingum í þægilegri fjarlægð og unnu að lokum 20 stiga sigur, 100-80.Hrafn: Fannst við vera í tómu rugli þegar við náðum forskotinu Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, kvaðst sáttur með sigurinn á ÍR í Ásgarði í kvöld. Stjörnumenn leiddu nær allan leikinn en það var ekki fyrr en í 3. leikhluta sem þeir stungu ÍR-inga af. "Við gerum þetta á erfiða mátann en komum okkur í gegnum þetta. Ég er bara sáttur, við tökum hverjum sigri fagnandi," sagði Hrafn eftir leik. Hann hrósaði mótherjunum úr Breiðholtinu sem voru aðeins sex stigum undir í hálfleik, 44-38. "Það var alveg viðbúið að þetta tæki tíma. Borce (Ilievski, þjálfari ÍR) er búinn að skipuleggja liðið mjög vel, varnar- og sóknarlega á hálfum velli, og við vorum búnir að tala um að við myndum ekki spila við mörg lið sem eru duglegri og berjast meira en ÍR. "Það gat alveg gerst að þetta yrði smá stress og það kom á daginn. ÍR-ingarnir eiga hrós skilið fyrir það sem þeir lögðu í leikinn," sagði Hrafn en hvað breyttist í 3. leikhluta sem Stjarnan vann 33-17? "Þér að segja fannst mér við vera í tómu rugli þegar við náðum þessu forskoti. Við hlupum lélegar sóknir en boltinn endaði í höndunum á góðum skotmönnum sem settu niður þrista," sagði Hrafn og bætti við: "En þegar við vorum búnir að ná fínum tökum á leiknum kviknaði á varnarleiknum og við sýndum hvað í okkur býr." Stjarnan hefur nú unnið átta af síðustu níu leikjum sínum, þar af alla leiki liðsins á þessu ári. Hrafn er að vonum ánægður með gengi síðustu vikna. "Ég heyri ekki annað en við séum að valda öllum miklum vonbrigðum það sem af er tímabils," sagði Hrafn brosandi. "Það þýðir að fólk var búið að setja okkur í 1. sæti í öllum spám. Við erum þarna uppi en getum enn bætt ýmislegt," sagði Hrafn að endingu.Ilievski: Erum ekki með nógu mikla breidd Borce Ilievski, þjálfari ÍR, sagði að Stjarnan hefði unnið sanngjarnan sigur á hans mönnum í kvöld. "Við misstum einbeitinguna í tvær mínútur í 3. leikhluta og þá náðu þeir þessu forskoti," sagði Ilievski eftir leik en aðeins sex stigum munaði á liðunum í hálfleik, 44-38. En í 3. leikhluta stakk Stjarnan svo af. Ilievski segir að breiddin hjá Stjörnunni sé meiri en hjá ÍR og þá sé reynslan í liði með Garðbæingum. "Stjarnan er með mjög reynt lið og það er eðlilegt fyrir þá að ná svona sprettum. Við erum ekki með nógu mikla breidd og ungu strákana skortir reynslu. "Þetta eru hæfileikaríkir strákar en þeir þurfa tíma til að vaxa og dafna. Þannig að ég og félagið allt þarf að sýna þolinmæði og vinna með þessa stráka," sagði Ilievski. Hann kvaðst ágætlega sáttur með fyrri hálfleikinn hjá sínum mönnum í kvöld. "Allur leikur okkar byggist á vörninni og það er stórt vandamál fyrir okkur ef hún er ekki í lagi. Stjarnan var miklu betra liðið í kvöld og við verðum bara að undirbúa okkur fyrir næsta leik," sagði Ilievski sem getur þó glaðst yfir því að FSu tapaði í kvöld. Það munar því enn fjórum stigum á ÍR og FSu. "Það eru sjö umferðir eftir og allt getur enn gerst. Við þurfum bara að einblína á okkar leik og ætlum að mæta sterkari til leiks gegn Þór í næstu umferð," sagði þjálfarinn að lokum.Bein lýsing: Stjarnan - ÍRTweets by @Visirkarfa3
Dominos-deild karla Mest lesið Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Sjá meira