Tapar litli bróðir níunda leiknum í röð? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. janúar 2016 16:00 Bræðurnir Björn og Oddur Rúnar Kristjánssynir. Vísir/Ernir Bræðurnir Björn og Oddur Rúnar Kristjánssynir mætast enn á ný með liðum sínum í kvöld þegar Njarðvík tekur á móti KR í fimmtándu umferð Domino´s deildar karla í körfubolta. Björn er þremur árum eldri og spilar með KR eins og hann hefur gert undanfarin ár. Oddur Rúnar mætir nú bróður sínum sem Njarðvíkingur en hann hefur áður gert það sem ÍR-ingum og Grindvíkingur á síðustu tveimur tímabilum. Útkoman hefur þó alltaf verið sú sama þessi tvö tímabil því stóri bróðir hefur fagnað sigri í öllum leikjunum. Björn og KR-liðið hafa nefnilega unnið alla átta leiki sína á móti liðum Odds síðan að Oddur fór frá Vesturbæjarliðinu. Oddur Rúnar Kristjánsson var með 19 stig og 5 stoðsendingar í síðasta leik sem var jafnframt hans fyrsti sem Njarðvíkingur á móti bróður sínum en það dugði ekki til. Björn fagnaði enn á ný sigri og montaði sig líka aðeins af öllum sigrunum í viðtölum við fjölmiðla eftir leikinn. Oddur Rúnar tekur nú á móti bróður sínum í Ljónagryfjunni í fyrsta sinn og það verður fróðlegt að sjá hvort það breyti einhverju. Njarðvík vann Keflavík í síðasta leik en hefur þegar tapað tvisvar sinnum stórt fyrir KR í vetur. Í kvöld verður hinsvegar fyrsti leikur liðsins á móti Íslandsmeisturunum með Bandaríkjamanninn Jeremy Martez Atkinson í liðinu. Leikur Njarðvíkur og KR hefst klukkan 19.15 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.Leikir liða Björns Kristjánssonar og Odds Rúnars Kristjánsson síðustu tvö tímabil.Tímabilið 2014-15 1) Meistarakeppni KKÍKR-Grindavík 105-81 Björn Kristjánsson, KR 10 stig Oddur Rúnar Kristjánsson, Grindavík 18 stig, 9 stoðsendingar 2) Domino´s deildinKR-Grindavík 118-73 Björn Kristjánsson, KR 3 stig Oddur Rúnar Kristjánsson, Grindavík 15 stig 3) Domino´s deildinGrindavík-KR 71-73 Björn Kristjánsson, KR 3 stig Oddur Rúnar Kristjánsson, Grindavík 0 stig 4) Domino´s deildin, úrslitakeppniKR-Grindavík 71-65 Björn Kristjánsson, KR 3 stig Oddur Rúnar Kristjánsson, Grindavík 3 stig 5) Domino´s deildin, úrslitakeppniGrindavík-KR 77-81 Björn Kristjánsson, KR 5 stig Oddur Rúnar Kristjánsson, Grindavík 8 stig 6) Domino´s deildin, úrslitakeppniKR-Grindavík 94-80 Björn Kristjánsson, KR 9 stig, 10 stoðsendingar Oddur Rúnar Kristjánsson, Grindavík 10 stigTímabilið 2015-16 7) Domino´s deildinKR-ÍR 89-58 Björn Kristjánsson, KR 5 stig, 7 stoðsendingar Oddur Rúnar Kristjánsson, ÍR 3 stig 8) PoweradebikarinnKR-Njarðvík 90-74 Björn Kristjánsson, KR 8 stig Oddur Rúnar Kristjánsson, Njarðvík 19 stig, 5 stoðsendingar Dominos-deild karla Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Fleiri fréttir Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Sjá meira
Bræðurnir Björn og Oddur Rúnar Kristjánssynir mætast enn á ný með liðum sínum í kvöld þegar Njarðvík tekur á móti KR í fimmtándu umferð Domino´s deildar karla í körfubolta. Björn er þremur árum eldri og spilar með KR eins og hann hefur gert undanfarin ár. Oddur Rúnar mætir nú bróður sínum sem Njarðvíkingur en hann hefur áður gert það sem ÍR-ingum og Grindvíkingur á síðustu tveimur tímabilum. Útkoman hefur þó alltaf verið sú sama þessi tvö tímabil því stóri bróðir hefur fagnað sigri í öllum leikjunum. Björn og KR-liðið hafa nefnilega unnið alla átta leiki sína á móti liðum Odds síðan að Oddur fór frá Vesturbæjarliðinu. Oddur Rúnar Kristjánsson var með 19 stig og 5 stoðsendingar í síðasta leik sem var jafnframt hans fyrsti sem Njarðvíkingur á móti bróður sínum en það dugði ekki til. Björn fagnaði enn á ný sigri og montaði sig líka aðeins af öllum sigrunum í viðtölum við fjölmiðla eftir leikinn. Oddur Rúnar tekur nú á móti bróður sínum í Ljónagryfjunni í fyrsta sinn og það verður fróðlegt að sjá hvort það breyti einhverju. Njarðvík vann Keflavík í síðasta leik en hefur þegar tapað tvisvar sinnum stórt fyrir KR í vetur. Í kvöld verður hinsvegar fyrsti leikur liðsins á móti Íslandsmeisturunum með Bandaríkjamanninn Jeremy Martez Atkinson í liðinu. Leikur Njarðvíkur og KR hefst klukkan 19.15 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.Leikir liða Björns Kristjánssonar og Odds Rúnars Kristjánsson síðustu tvö tímabil.Tímabilið 2014-15 1) Meistarakeppni KKÍKR-Grindavík 105-81 Björn Kristjánsson, KR 10 stig Oddur Rúnar Kristjánsson, Grindavík 18 stig, 9 stoðsendingar 2) Domino´s deildinKR-Grindavík 118-73 Björn Kristjánsson, KR 3 stig Oddur Rúnar Kristjánsson, Grindavík 15 stig 3) Domino´s deildinGrindavík-KR 71-73 Björn Kristjánsson, KR 3 stig Oddur Rúnar Kristjánsson, Grindavík 0 stig 4) Domino´s deildin, úrslitakeppniKR-Grindavík 71-65 Björn Kristjánsson, KR 3 stig Oddur Rúnar Kristjánsson, Grindavík 3 stig 5) Domino´s deildin, úrslitakeppniGrindavík-KR 77-81 Björn Kristjánsson, KR 5 stig Oddur Rúnar Kristjánsson, Grindavík 8 stig 6) Domino´s deildin, úrslitakeppniKR-Grindavík 94-80 Björn Kristjánsson, KR 9 stig, 10 stoðsendingar Oddur Rúnar Kristjánsson, Grindavík 10 stigTímabilið 2015-16 7) Domino´s deildinKR-ÍR 89-58 Björn Kristjánsson, KR 5 stig, 7 stoðsendingar Oddur Rúnar Kristjánsson, ÍR 3 stig 8) PoweradebikarinnKR-Njarðvík 90-74 Björn Kristjánsson, KR 8 stig Oddur Rúnar Kristjánsson, Njarðvík 19 stig, 5 stoðsendingar
Dominos-deild karla Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Fleiri fréttir Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Sjá meira