Handbolti

Lazarov markahæstur á EM

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Kiril Lazarov er magnaður.
Kiril Lazarov er magnaður. vísir/epa
Makedóninn Kiril Lazarov er markahæsti leikmaður EM eftir milliriðlana en ekki er víst að hann nái samt markakóngstitlinum á endanum.

Hann er nefnilega búinn að spila sinn síðasta leik á mótinu á meðan sumir leikmenn eiga enn eftir að spila tvo leiki.

Lazarov er nánast undantekninglaust með markahæstu mönnum á stórmótum sama hvernig liði hans gengur.

Markahæstir á EM:

Kiril Lazarov, Makedónía - 42 mörk

Valero Rivera, Spánn - 41

Barys Pukhouski, Hvíta-Rússland - 37

Manuel Strlek, Króatía - 35

Kristian Björnsen, Noregur - 34

Michal Jurecki, Pólland - 33

Tobias Reichmann, Þýskaland - 33

Timur Dibirov, Rússland - 32

Dejan Manaskov, Makedónía - 32

Mikkel Hansen, Danmörk - 32

Karol Bielecki, Pólland - 30

Johan Jakobsson, Svíþjóð - 30

Espen Lie Hansen, Noregur - 27

Siarhei Rutenka, Hvíta-Rússland - 25




Fleiri fréttir

Sjá meira


×