Segir stjórnmálamenn ekki beita þrýstingi Jón Hákon Halldórsson skrifar 28. janúar 2016 07:00 Í máli Lárusar kom fram að Bankasýsla ríkisins hefði óskað eftir upplýsingum frá Landsbankanum um hvernig staðið var að sölunni á Borgun. Landsbankinn hefur þegar sagt að spurningunum verði svarað. vísir/stefán Nýjar upplýsingar varðandi söluna á 31 prósents hlut í Borgun urðu til þess að Bankasýslan ákvað að krefjast skýringa frá bankaráði Landsbankans varðandi söluna. Þetta kom fram í máli Lárusar Blöndal, stjórnarformanns stofnunarinnar, á fundi fjárlaganefndar Alþingis í gær. Lárus og Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslunnar, voru gestir nefndarinnar. Á fundinum var rætt um meðferð og sölu eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Tilefnið var ekki síst sala Landsbankans á ríflega 31 prósents hlut í Borgun í nóvember 2014, en hluturinn var ekki seldur í opnu útboði. Í desember sama ár seldi Landsbankinn 38 prósenta hlut í Valitor. Við söluna á Valitor var samið um að Landsbankinn fengi viðbótargreiðslur kæmi til sölu á Visa Europe til Visa International Service. Slíkir samningar voru ekki gerðir við söluna á Borgun. Tilefni fundar fjárlaganefndar var einnig fyrirhuguð sala á 28,2 prósenta hlut ríkisins í Landsbankanum. Í máli Lárusar kom fram að Bankasýsla ríkisins hefði óskað eftir upplýsingum frá Landsbankanum um hvernig staðið var að sölunni á Borgun. Í bréfi Bankasýslunnar til Tryggva Pálssonar, formanns bankaráðs, kemur fram að óskað sé skýringar fyrir 12. febrúar næstkomandi. Berist stofnuninni ekki fullnægjandi svör muni Bankasýslan óska eftir sérstakri rannsókn með vísan í 97. grein laga um hlutafélög. Lárus sagði Borgunarmálið þó ekki einu ástæðuna fyrir því að verið væri að óska eftir upplýsingum, heldur væri bankinn í söluferli. „Við teljum ákaflega mikilvægt að þessi mál séu öll uppi á borðinu og hvað gekk á í þessu tilfelli. En jafnframt viljum við fá upplýsingar um sambærileg mál. Við förum fram á það að bankinn gefi okkur ítarlega skýrslu um sölumeðferð allra eigna í sölumeðferð. Þar á meðal fullnustueigna og samstæðna, allra hlutdeildarfélaga, dótturfélaga, hlutafélaga og annarra eignarhluta á árunum 2009-2015,“ sagði Lárus. Hann tók skýrt fram að í þessu fælist ekki nein ásökun á hendur Landsbankanum. „Heldur erum við fyrst og fremst að reyna að afla gagna þannig að við getum lagt mat á það hver staðan er.“ Lárus sagði að vegna söluferlisins á Landsbankanum þá gengi Bankasýslan enn lengra og vildi fá að vita um önnur mál alveg til 2009 til að reyna að fá skýra mynd af því hvað hefur verið að gerast í bankanum. Lárus var spurður hvers vegna Bankasýslan hefði ekki brugðist fyrr við fréttum af sölunni á Borgun. Hann sagði að ástæða þess að óskað er eftir þessum upplýsingum væri sú að nýjar upplýsingar hefðu borist um málið undanfarna daga, meðal annars frá Samkeppniseftirlitinu, en á fimmtudag í síðustu viku sendi Samkeppniseftirlitið frá sér yfirlýsingu vegna fullyrðinga bankastjóra Landsbankans um að Samkeppniseftirlitið hefði gert kröfur um sölur á Borgun. Í yfirlýsingu Samkeppniseftirlitsins er fullyrt að slík skilyrði hafi ekki verið sett. Segir Samkeppniseftirlitið að sala Landsbankans á hlutum sínum í Borgun og Valitor og tilhögun hennar hafi alfarið verið á forræði og ábyrgð Landsbankans. Þá hafnar Samkeppniseftirlitið því að ráðstafanir þess hafi haft áhrif á skilmála eða viðskiptakjör sölunnar á Borgun. „Ég hugsa að það hefði ekki getað gerst miklu hraðar en þetta. Það koma viðbrögð við fréttum sem eru önnur en við hefðum gert ráð fyrir,“ sagði Lárus og benti þar á athugasemdir Samkeppniseftirlitsins. Lárus sagði að þótt Bankasýslan skipaði alla bankaráðsmennina þá fengi stofnunin ekki upplýsingar um rekstur bankans frá degi til dags og gæti ekki skipað bankaráðsmönnum fyrir. „Við getum skipt þeim út en við getum aldrei brugðist við fyrr en eftir á. Þegar menn eru komnir i bankaráð á okkar vegum þá eiga þeir að kynna sér eigendastefnuna og fara eftir henni. En síðan er bara hægt að bregðast við eftir á. Til dæmis með því að gera það sem við erum að gera núna. Og það kannski leiðir til einhverra annarra aðgerða. Breytinga í bankaráði eða eitthvað í þá áttina ef við teljum ástæðu til þess,“ sagði Lárus. Það væri undantekning ef Bankasýslan gæti brugðist við ákvörðunum sem teknar væru í rekstri bankans áður en þær væru teknar. Guðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður fjárlaganefndar, gagnrýndi sölu Landsbankans á fleiri fyrirtækjum. Nefndi hann Húsasmiðjuna, EJS, Icelandic Group, Skýrr og Vodafone. Forstjóri Bankasýslunnar benti á að Icelandic Group, Vodafone, sem var hluti af Teymi og Húsasmiðjan hafi, ásamt fleiri fyrirtækjum, verið hluti af sölu Landsbankans á Vestia. Salan hafi verið undirrituð í ágúst 2010 og henni lokið í janúar 2011. Á þeim tíma hafi eiginfjárstaða Landsbankans verið undir lögbundnum mörkum. Athuganir Bankasýslunnar bendi til þess að á þessum tíma hafi verið um ákveðnar neyðarráðstafanir að ræða. Bankinn hafi hagnast töluvert á þessum viðskiptum og þannig öðlast möguleika á að bæta eiginfjárstöðu sína. Þannig að hún fór úr því að vera undir lögbundnum mörkum yfir í það að vera í fullu samræmi við kröfur Fjármálaeftirlitsins,“ sagði Jón Gunnar. Undir lok fundarins spurði Guðlaugur Þór hvort einhver ráðherra hefði haft samband við Bankasýsluna til þess að reyna að hafa áhrif á gjörninga inni í bönkunum. Því neitaði Jón Gunnar. Borgunarmálið Tengdar fréttir Bankastjóri segir gremju í þjóðfélaginu Mikill hiti var í hópi mótmælenda sem komu saman fyrir utan höfuðstöðvar Landsbankans í Austurstræti á hádegi í gær til að mótmæla sölu á 31,2 prósenta eignarhlut bankans í Borgun. 27. janúar 2016 07:00 Fundur fjárlaganefndar vegna Borgunarmálsins í heild sinni Þeir Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslu ríkisins, og Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslunnar, mættu á fund fjárlaganefndar Alþingis í morgun vegna Borgunarmálsins. 27. janúar 2016 14:29 Bankasýslan óskar eftir upplýsingum frá Landsbankanum Bankasýsla ríkisins hefur óskað eftir upplýsingum fra Landsbankanum um hvernig staðið var að sölunni á Borgun. Bref þessa efnis var sent Landsbankanum i gær. Þetta kom fram i máli Lárusar Blöndal stjórnarformanns Bankasýslunnar þegar hann mætti a fund fjárlaganefndar i morgun. 27. janúar 2016 08:32 Mest lesið Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Sjá meira
Nýjar upplýsingar varðandi söluna á 31 prósents hlut í Borgun urðu til þess að Bankasýslan ákvað að krefjast skýringa frá bankaráði Landsbankans varðandi söluna. Þetta kom fram í máli Lárusar Blöndal, stjórnarformanns stofnunarinnar, á fundi fjárlaganefndar Alþingis í gær. Lárus og Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslunnar, voru gestir nefndarinnar. Á fundinum var rætt um meðferð og sölu eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Tilefnið var ekki síst sala Landsbankans á ríflega 31 prósents hlut í Borgun í nóvember 2014, en hluturinn var ekki seldur í opnu útboði. Í desember sama ár seldi Landsbankinn 38 prósenta hlut í Valitor. Við söluna á Valitor var samið um að Landsbankinn fengi viðbótargreiðslur kæmi til sölu á Visa Europe til Visa International Service. Slíkir samningar voru ekki gerðir við söluna á Borgun. Tilefni fundar fjárlaganefndar var einnig fyrirhuguð sala á 28,2 prósenta hlut ríkisins í Landsbankanum. Í máli Lárusar kom fram að Bankasýsla ríkisins hefði óskað eftir upplýsingum frá Landsbankanum um hvernig staðið var að sölunni á Borgun. Í bréfi Bankasýslunnar til Tryggva Pálssonar, formanns bankaráðs, kemur fram að óskað sé skýringar fyrir 12. febrúar næstkomandi. Berist stofnuninni ekki fullnægjandi svör muni Bankasýslan óska eftir sérstakri rannsókn með vísan í 97. grein laga um hlutafélög. Lárus sagði Borgunarmálið þó ekki einu ástæðuna fyrir því að verið væri að óska eftir upplýsingum, heldur væri bankinn í söluferli. „Við teljum ákaflega mikilvægt að þessi mál séu öll uppi á borðinu og hvað gekk á í þessu tilfelli. En jafnframt viljum við fá upplýsingar um sambærileg mál. Við förum fram á það að bankinn gefi okkur ítarlega skýrslu um sölumeðferð allra eigna í sölumeðferð. Þar á meðal fullnustueigna og samstæðna, allra hlutdeildarfélaga, dótturfélaga, hlutafélaga og annarra eignarhluta á árunum 2009-2015,“ sagði Lárus. Hann tók skýrt fram að í þessu fælist ekki nein ásökun á hendur Landsbankanum. „Heldur erum við fyrst og fremst að reyna að afla gagna þannig að við getum lagt mat á það hver staðan er.“ Lárus sagði að vegna söluferlisins á Landsbankanum þá gengi Bankasýslan enn lengra og vildi fá að vita um önnur mál alveg til 2009 til að reyna að fá skýra mynd af því hvað hefur verið að gerast í bankanum. Lárus var spurður hvers vegna Bankasýslan hefði ekki brugðist fyrr við fréttum af sölunni á Borgun. Hann sagði að ástæða þess að óskað er eftir þessum upplýsingum væri sú að nýjar upplýsingar hefðu borist um málið undanfarna daga, meðal annars frá Samkeppniseftirlitinu, en á fimmtudag í síðustu viku sendi Samkeppniseftirlitið frá sér yfirlýsingu vegna fullyrðinga bankastjóra Landsbankans um að Samkeppniseftirlitið hefði gert kröfur um sölur á Borgun. Í yfirlýsingu Samkeppniseftirlitsins er fullyrt að slík skilyrði hafi ekki verið sett. Segir Samkeppniseftirlitið að sala Landsbankans á hlutum sínum í Borgun og Valitor og tilhögun hennar hafi alfarið verið á forræði og ábyrgð Landsbankans. Þá hafnar Samkeppniseftirlitið því að ráðstafanir þess hafi haft áhrif á skilmála eða viðskiptakjör sölunnar á Borgun. „Ég hugsa að það hefði ekki getað gerst miklu hraðar en þetta. Það koma viðbrögð við fréttum sem eru önnur en við hefðum gert ráð fyrir,“ sagði Lárus og benti þar á athugasemdir Samkeppniseftirlitsins. Lárus sagði að þótt Bankasýslan skipaði alla bankaráðsmennina þá fengi stofnunin ekki upplýsingar um rekstur bankans frá degi til dags og gæti ekki skipað bankaráðsmönnum fyrir. „Við getum skipt þeim út en við getum aldrei brugðist við fyrr en eftir á. Þegar menn eru komnir i bankaráð á okkar vegum þá eiga þeir að kynna sér eigendastefnuna og fara eftir henni. En síðan er bara hægt að bregðast við eftir á. Til dæmis með því að gera það sem við erum að gera núna. Og það kannski leiðir til einhverra annarra aðgerða. Breytinga í bankaráði eða eitthvað í þá áttina ef við teljum ástæðu til þess,“ sagði Lárus. Það væri undantekning ef Bankasýslan gæti brugðist við ákvörðunum sem teknar væru í rekstri bankans áður en þær væru teknar. Guðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður fjárlaganefndar, gagnrýndi sölu Landsbankans á fleiri fyrirtækjum. Nefndi hann Húsasmiðjuna, EJS, Icelandic Group, Skýrr og Vodafone. Forstjóri Bankasýslunnar benti á að Icelandic Group, Vodafone, sem var hluti af Teymi og Húsasmiðjan hafi, ásamt fleiri fyrirtækjum, verið hluti af sölu Landsbankans á Vestia. Salan hafi verið undirrituð í ágúst 2010 og henni lokið í janúar 2011. Á þeim tíma hafi eiginfjárstaða Landsbankans verið undir lögbundnum mörkum. Athuganir Bankasýslunnar bendi til þess að á þessum tíma hafi verið um ákveðnar neyðarráðstafanir að ræða. Bankinn hafi hagnast töluvert á þessum viðskiptum og þannig öðlast möguleika á að bæta eiginfjárstöðu sína. Þannig að hún fór úr því að vera undir lögbundnum mörkum yfir í það að vera í fullu samræmi við kröfur Fjármálaeftirlitsins,“ sagði Jón Gunnar. Undir lok fundarins spurði Guðlaugur Þór hvort einhver ráðherra hefði haft samband við Bankasýsluna til þess að reyna að hafa áhrif á gjörninga inni í bönkunum. Því neitaði Jón Gunnar.
Borgunarmálið Tengdar fréttir Bankastjóri segir gremju í þjóðfélaginu Mikill hiti var í hópi mótmælenda sem komu saman fyrir utan höfuðstöðvar Landsbankans í Austurstræti á hádegi í gær til að mótmæla sölu á 31,2 prósenta eignarhlut bankans í Borgun. 27. janúar 2016 07:00 Fundur fjárlaganefndar vegna Borgunarmálsins í heild sinni Þeir Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslu ríkisins, og Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslunnar, mættu á fund fjárlaganefndar Alþingis í morgun vegna Borgunarmálsins. 27. janúar 2016 14:29 Bankasýslan óskar eftir upplýsingum frá Landsbankanum Bankasýsla ríkisins hefur óskað eftir upplýsingum fra Landsbankanum um hvernig staðið var að sölunni á Borgun. Bref þessa efnis var sent Landsbankanum i gær. Þetta kom fram i máli Lárusar Blöndal stjórnarformanns Bankasýslunnar þegar hann mætti a fund fjárlaganefndar i morgun. 27. janúar 2016 08:32 Mest lesið Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Sjá meira
Bankastjóri segir gremju í þjóðfélaginu Mikill hiti var í hópi mótmælenda sem komu saman fyrir utan höfuðstöðvar Landsbankans í Austurstræti á hádegi í gær til að mótmæla sölu á 31,2 prósenta eignarhlut bankans í Borgun. 27. janúar 2016 07:00
Fundur fjárlaganefndar vegna Borgunarmálsins í heild sinni Þeir Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslu ríkisins, og Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslunnar, mættu á fund fjárlaganefndar Alþingis í morgun vegna Borgunarmálsins. 27. janúar 2016 14:29
Bankasýslan óskar eftir upplýsingum frá Landsbankanum Bankasýsla ríkisins hefur óskað eftir upplýsingum fra Landsbankanum um hvernig staðið var að sölunni á Borgun. Bref þessa efnis var sent Landsbankanum i gær. Þetta kom fram i máli Lárusar Blöndal stjórnarformanns Bankasýslunnar þegar hann mætti a fund fjárlaganefndar i morgun. 27. janúar 2016 08:32