Viðar Örn: Hjálpar mér að komast í byrjunarliðið í landsliðinu Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. janúar 2016 15:00 Viðar Örn vonast eftir byrjunarliðssæti í landsliðinu. vísir/afp Landsliðsframherjinn Viðar Örn Kjartansson skrifaði í dag undir þriggja ára samning við sænska stórliðið Malmö. Viðar Örn spilaði á síðustu leiktíð með kínverska liðinu Jiangsu Sainty þar sem hann skoraði níu mörk í 22 deildarleikjum og varð bikarmeistari ásamt Sölva Geir Ottesen. „Mér líkaði ekki lífið utan fótboltans í Kína og ég vildi komast aftur til Evrópu. Þetta skref hjálpar mér líka held ég að komast í byrjunarliðið hjá landsliðinu,“ sagði Viðar Örn á fréttamannafundi Malmö í dag, aðspurður um ástæðu vistaskiptanna. Hann sagðist hafa notið góðs af því að spila í Kína og telur sig vera betri leikmann en þegar hann varð markakóngur norsku úrvalsdeildarinnar með Vålerenga 2014. „Ég er betri að spila fyrir liðið núna. Í Noregi var ég eiginlega bara að skora mörk en leikstíllinn var ekki nógu góður. Núna er ég betri með boltann,“ sagði Viðar sem var eftirsóttur þegar ljóst var að hann myndi yfirgefa Kína. „Það voru mörg félög áhugasöm en Malmö er frábær klúbbur og ég vildi mest koma hingað af öllum sem sýndu mér áhuga,“ sagði Viðar. „Ástæðan fyrir því er helst árangur liðsins í Evrópukeppnum undanfarin ár. Svo er heimavöllurinn sterkur og Malmö er líka bara fallegur staður.“ Viðar verður nú samherji landsliðsmiðvarðarins Kára Árnasonar sem gekk í raðir Malmö frá Rotherham síðasta sumar. Hann ræddi við Kára áður en hann skrifaði undir. „Hann talar bara vel um félagið, liðið og stuðningsmennina. Hann segir Malmö alveg frábært,“ sagði Viðar Örn Kjartansson. Fótbolti á Norðurlöndum Tengdar fréttir Viðar Örn stóðst læknisskoðun hjá Malmö Landsliðsframherjinn verður kynntur sem nýr leikmaður félagsins síðar í dag. 27. janúar 2016 12:33 Viðar Örn samdi við Malmö til þriggja ára Landsliðsframherjinn orðinn samherji Kára Árnasonar í Svíþjóð. 27. janúar 2016 14:30 Mest lesið Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Enski boltinn Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Fótbolti Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern Fótbolti „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Fótbolti Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Sjá meira
Landsliðsframherjinn Viðar Örn Kjartansson skrifaði í dag undir þriggja ára samning við sænska stórliðið Malmö. Viðar Örn spilaði á síðustu leiktíð með kínverska liðinu Jiangsu Sainty þar sem hann skoraði níu mörk í 22 deildarleikjum og varð bikarmeistari ásamt Sölva Geir Ottesen. „Mér líkaði ekki lífið utan fótboltans í Kína og ég vildi komast aftur til Evrópu. Þetta skref hjálpar mér líka held ég að komast í byrjunarliðið hjá landsliðinu,“ sagði Viðar Örn á fréttamannafundi Malmö í dag, aðspurður um ástæðu vistaskiptanna. Hann sagðist hafa notið góðs af því að spila í Kína og telur sig vera betri leikmann en þegar hann varð markakóngur norsku úrvalsdeildarinnar með Vålerenga 2014. „Ég er betri að spila fyrir liðið núna. Í Noregi var ég eiginlega bara að skora mörk en leikstíllinn var ekki nógu góður. Núna er ég betri með boltann,“ sagði Viðar sem var eftirsóttur þegar ljóst var að hann myndi yfirgefa Kína. „Það voru mörg félög áhugasöm en Malmö er frábær klúbbur og ég vildi mest koma hingað af öllum sem sýndu mér áhuga,“ sagði Viðar. „Ástæðan fyrir því er helst árangur liðsins í Evrópukeppnum undanfarin ár. Svo er heimavöllurinn sterkur og Malmö er líka bara fallegur staður.“ Viðar verður nú samherji landsliðsmiðvarðarins Kára Árnasonar sem gekk í raðir Malmö frá Rotherham síðasta sumar. Hann ræddi við Kára áður en hann skrifaði undir. „Hann talar bara vel um félagið, liðið og stuðningsmennina. Hann segir Malmö alveg frábært,“ sagði Viðar Örn Kjartansson.
Fótbolti á Norðurlöndum Tengdar fréttir Viðar Örn stóðst læknisskoðun hjá Malmö Landsliðsframherjinn verður kynntur sem nýr leikmaður félagsins síðar í dag. 27. janúar 2016 12:33 Viðar Örn samdi við Malmö til þriggja ára Landsliðsframherjinn orðinn samherji Kára Árnasonar í Svíþjóð. 27. janúar 2016 14:30 Mest lesið Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Enski boltinn Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Fótbolti Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern Fótbolti „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Fótbolti Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Sjá meira
Viðar Örn stóðst læknisskoðun hjá Malmö Landsliðsframherjinn verður kynntur sem nýr leikmaður félagsins síðar í dag. 27. janúar 2016 12:33
Viðar Örn samdi við Malmö til þriggja ára Landsliðsframherjinn orðinn samherji Kára Árnasonar í Svíþjóð. 27. janúar 2016 14:30
Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti
Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti