Trump hundsar kappræður Fox og Google Samúel Karl Ólason skrifar 27. janúar 2016 15:15 Donald Trump og Megyn Kelly. Vísir/Getty Forsetaframbjóðandinn Donald Trump ætlar ekki að taka þátt í kappræðum Fox News og Google annað kvöld. Google ætlar að kanna sannleiksgildi ummæla frambjóðendanna í beinni útsendingu. Ákvörðun Trump, sem hann tilkynnti tveimur sólarhringum áður en kappræðurnar fara fram, má þó rekja til deilna hans og Megyn Kelly hjá Fox News. Allt frá fyrstu kappræðum Repúblikana í ágúst hafa þau eldað grátt silfur saman, þegar hún spurði hann út í fyrri ummæli hans um konur. „Þú hefur kallað konur, sem þú kannt ekki vel við, feit svín, hunda, sóða og ógeðsleg dýr,“ sagði Kelly og spurði hvort að það sýndi fram á skapgerð sem sæmi forseta. Auk þess, seinna í kappræðunum, spurði Kelly hann hvenær hann hefði orðið Repúblikani. Á árum áður var Trump Demókrati. Eftir kappræðurnar fór Trump hörðum orðum um Kelly við CNN.Sagði hann blóð flæða hvaðan sem er út úr Megyn Kelly og að hún hefði reynt að klekja á sér. Síðan þá hefur hann reglulega skammast út í Kelly á samfélagsmiðlum. Í dag skrifaði hann á Twitter: „Ég neita að segja að kalla Megyn Kelly glyðru, því það væri ekki í takt við pólitískan rétttrúnað. Þess í stað segi ég að hún sé fréttamaður í léttvigt.“Tilkynning og frétt Fox. Watch the latest video at video.foxnews.com Donald Trump um ákvörðun sína í myndbandi sem hann birti á Instagram. Should I do the #GOPdebate? A video posted by Donald J. Trump (@realdonaldtrump) on Jan 26, 2016 at 10:04am PST Í tilkynningu frá framboði Trump um ákvörðunina á Twitter er farið víða um hæfileika hans sem viðskiptamaður og rithöfundur bóka um viðskipti og því þekki hann vonda samninga þegar hann sjái þá. Hann segir Fox græða á tá og fingri á kappræðunum sem setji áhorfsmet vegna þess að hann taki þátt í þeim. „Ólíkt því mjög heimska og einstaklega óhæfa fólki sem stýrir nú landi okkar í strand, veit herra Trump hvenær hann á að draga í land.“ Þá segir að starfsmenn Fox telji sig geta leikið á Trump, en hann taki ekki þátt í svona leikjum. Þess í stað ætli hann að fara til Iowa og safna fé fyrir fyrrverandi hermenn. Fyrstu atkvæði forvalsins verða greidd í Iowa á mánudaginn.pic.twitter.com/SmTkLPiBYD— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 27, 2016 Í yfirlýsingu frá Fox News segir að Trump hafi ítrekað ráðist gegn Kelly og hann hafi nú eytt fjórum dögum í að heimta að hún tæki ekki þátt í kappræðunum. þá segir einnig að Corey Lewandowski, kosningastjóri Trump, hafi hótað Kelly. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Sjá meira
Forsetaframbjóðandinn Donald Trump ætlar ekki að taka þátt í kappræðum Fox News og Google annað kvöld. Google ætlar að kanna sannleiksgildi ummæla frambjóðendanna í beinni útsendingu. Ákvörðun Trump, sem hann tilkynnti tveimur sólarhringum áður en kappræðurnar fara fram, má þó rekja til deilna hans og Megyn Kelly hjá Fox News. Allt frá fyrstu kappræðum Repúblikana í ágúst hafa þau eldað grátt silfur saman, þegar hún spurði hann út í fyrri ummæli hans um konur. „Þú hefur kallað konur, sem þú kannt ekki vel við, feit svín, hunda, sóða og ógeðsleg dýr,“ sagði Kelly og spurði hvort að það sýndi fram á skapgerð sem sæmi forseta. Auk þess, seinna í kappræðunum, spurði Kelly hann hvenær hann hefði orðið Repúblikani. Á árum áður var Trump Demókrati. Eftir kappræðurnar fór Trump hörðum orðum um Kelly við CNN.Sagði hann blóð flæða hvaðan sem er út úr Megyn Kelly og að hún hefði reynt að klekja á sér. Síðan þá hefur hann reglulega skammast út í Kelly á samfélagsmiðlum. Í dag skrifaði hann á Twitter: „Ég neita að segja að kalla Megyn Kelly glyðru, því það væri ekki í takt við pólitískan rétttrúnað. Þess í stað segi ég að hún sé fréttamaður í léttvigt.“Tilkynning og frétt Fox. Watch the latest video at video.foxnews.com Donald Trump um ákvörðun sína í myndbandi sem hann birti á Instagram. Should I do the #GOPdebate? A video posted by Donald J. Trump (@realdonaldtrump) on Jan 26, 2016 at 10:04am PST Í tilkynningu frá framboði Trump um ákvörðunina á Twitter er farið víða um hæfileika hans sem viðskiptamaður og rithöfundur bóka um viðskipti og því þekki hann vonda samninga þegar hann sjái þá. Hann segir Fox græða á tá og fingri á kappræðunum sem setji áhorfsmet vegna þess að hann taki þátt í þeim. „Ólíkt því mjög heimska og einstaklega óhæfa fólki sem stýrir nú landi okkar í strand, veit herra Trump hvenær hann á að draga í land.“ Þá segir að starfsmenn Fox telji sig geta leikið á Trump, en hann taki ekki þátt í svona leikjum. Þess í stað ætli hann að fara til Iowa og safna fé fyrir fyrrverandi hermenn. Fyrstu atkvæði forvalsins verða greidd í Iowa á mánudaginn.pic.twitter.com/SmTkLPiBYD— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 27, 2016 Í yfirlýsingu frá Fox News segir að Trump hafi ítrekað ráðist gegn Kelly og hann hafi nú eytt fjórum dögum í að heimta að hún tæki ekki þátt í kappræðunum. þá segir einnig að Corey Lewandowski, kosningastjóri Trump, hafi hótað Kelly.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Sjá meira