Innlent

Meiri­hluti lands­manna fylgjandi lista­manna­launum

Atli Ísleifsson skrifar
Hlutfall þeirra sem eru fylgjandi hefur aukist um yfir sjö prósent frá febrúar 2013 og yfir 14 prósent frá mars 2010.
Hlutfall þeirra sem eru fylgjandi hefur aukist um yfir sjö prósent frá febrúar 2013 og yfir 14 prósent frá mars 2010. Vísir/GVA
Meirihluti landsmanna eru fylgjandi því að ríkið greiði listamannalaun. Þetta er niðurstaða nýrrar könnunar MMR.

53,2 prósent aðspurðra segjast fylgjandi því að ríkið greiði út listamannalaun en 46,8 prósent segjast því andvíg. Hlutfall þeirra sem eru fylgjandi hefur aukist um yfir sjö prósent frá febrúar 2013 og yfir 14 prósent frá mars 2010.

„Viðhorf til listamannalauna eru mjög breytileg eftir stuðningi við stjórnmálaflokka. Sem dæmi eru 77% þeirra sem styðja Framsókn og 68% þeirra sem styðja Sjálfstæðisflokkinn andvíg listamannalaunum, en á hinn bóginn eru 80% þeirra sem styðja Samfylkinguna eða Vinstri græna fylgjandi því að ríkið greiði út listamannalaun.

Þegar afstaða lýðfræðilegra hópa er borin saman kemur í ljós að fólk sem er yngra en þrjátíu ára og er búsett á höfuðborgarsvæðinu er líklegra til að vera fylgjandi listamannalaunum. Þar að auki eru heimili með milljón eða meira í mánaðartekjur líklegri til að vera fylgjandi listamannalaunum en tekjulægri hópar,“ segir í frétt MMR um málið.


Tengdar fréttir

Fjórir rithöfundar samfleytt á listamannalaunum í áratug

Ellefu rithöfundar hafa fengið níu ár eða meira úthlutuð í listamannalaun síðustu tíu ár. Stjórnarformaður listamannalauna segir fá verkefnin samþykkt árlega. Verklag við skipun valnefnda verði endurskoðað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×