Krefst þess að dómurinn yfir Mirjam verði staðfestur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. janúar 2016 09:20 Mirjam Foekja van Twuijver hlaut ellefu ára dóm. Verði dómurinn staðfestur í Hæstarétti verður um að ræða þyngsta fíkniefnadóm sem fallið hefur hér á landi. Vísir Hulda María Stefánsdóttir, saksóknari hjá ríkissaksóknara, fer fram á að ellefu ára dómur yfir hinni hollensku Mirjam Foekje van Twuijver úr héraði verði staðfestur. Þetta kom fram í máli hennar í Hæstarétti þar sem málið er flutt í dag. Mirjam áfrýjaði ellefu ára dómnum úr héraði og sömuleiðis Atli Freyr Fjölnisson sem fékk fimm ára dóm fyrir sinn hlut í málinu. Forsaga málsins er sú að Mirjam var stöðvuð af tollvörðum ásamt dóttur sinni í Leifsstöð þann 3. apríl í fyrra. Í tveimur töskum mæðgnanna var að finna tæplega 20 kíló af fíkniefnum. Atli Freyr var svo handtekinn þann 7. apríl fyrir utan Hótel Frón þar sem hann veitti meintum fíkniefnum móttöku. Um gerviefni var að ræða sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði skipt út en markmiðið var að fylgja Atla Frey eftir og sjá hvert hann myndi koma fíkniefnunum. Björgvin Jónsson, verjandi Mirjam, fer fram á að hún verði sýknuð en til vara að refsing hennar verði mildur. Bjarni Hauksson, nýskipaður verjandi Atla Freys, fer sömuleiðis fram á sýknu eða ómerkingu dóms. Til vara að dómurinn verði mildaður. Bjarni tók við sem verjandi Atla Freys í síðustu viku en þangað til hafði Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson verið verjandi Atla Freys. Atli Freyr er viðstaddur málflutninginn sem hófst klukkan níu í Hæstarétti í morgun. Mirjam er hins vegar fjarverandi. Mikill fjöldi fólks er í salnum en virðast flestir vera nemendur í vettvangsskoðun. Leki og spilling í lögreglu Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Fleiri fréttir Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Sjá meira
Hulda María Stefánsdóttir, saksóknari hjá ríkissaksóknara, fer fram á að ellefu ára dómur yfir hinni hollensku Mirjam Foekje van Twuijver úr héraði verði staðfestur. Þetta kom fram í máli hennar í Hæstarétti þar sem málið er flutt í dag. Mirjam áfrýjaði ellefu ára dómnum úr héraði og sömuleiðis Atli Freyr Fjölnisson sem fékk fimm ára dóm fyrir sinn hlut í málinu. Forsaga málsins er sú að Mirjam var stöðvuð af tollvörðum ásamt dóttur sinni í Leifsstöð þann 3. apríl í fyrra. Í tveimur töskum mæðgnanna var að finna tæplega 20 kíló af fíkniefnum. Atli Freyr var svo handtekinn þann 7. apríl fyrir utan Hótel Frón þar sem hann veitti meintum fíkniefnum móttöku. Um gerviefni var að ræða sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði skipt út en markmiðið var að fylgja Atla Frey eftir og sjá hvert hann myndi koma fíkniefnunum. Björgvin Jónsson, verjandi Mirjam, fer fram á að hún verði sýknuð en til vara að refsing hennar verði mildur. Bjarni Hauksson, nýskipaður verjandi Atla Freys, fer sömuleiðis fram á sýknu eða ómerkingu dóms. Til vara að dómurinn verði mildaður. Bjarni tók við sem verjandi Atla Freys í síðustu viku en þangað til hafði Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson verið verjandi Atla Freys. Atli Freyr er viðstaddur málflutninginn sem hófst klukkan níu í Hæstarétti í morgun. Mirjam er hins vegar fjarverandi. Mikill fjöldi fólks er í salnum en virðast flestir vera nemendur í vettvangsskoðun.
Leki og spilling í lögreglu Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Fleiri fréttir Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Sjá meira