Mikill hiti í mótmælendum í Landsbankanum: „Ertu ekki vanhæfur fyrst þú klúðraðir þessu svona?“ Birgir Olgeirsson skrifar 26. janúar 2016 14:09 Mikill hiti var í hópi mótmælenda sem komu saman fyrir utan höfuðstöðvar Landsbankans í Austurstræti í dag til að mótmæla sölu á eignarhlut bankans í Borgun. „Hvar er Steinþór?,“ hrópuðu mótmælendur og voru þá að vísa til bankastjóra Landsbankans Steinþórs Pálssonar sem hefur verið gagnrýndur harðlega fyrir söluna eftir að í ljós kom að Borgun gæti átt von á greiðslum vegna valréttar Visa Inc. á Visa Europe. Upphæðirnar sem bankinn hæti hafa orðið af eru taldar hlaupa á milljörðum. Mótmælendur báðu Steinþór um að svara fyrir þessa sölu. „Ætlaru að segja mér að þú hafir ekki vitað að Borgun myndi græða svona mikið eftir eitt ár,“ var Steinþór spurður. „Horfðu í augun á fólkinu og segðu þeim þetta,“ var hrópað enn fremur að Steinþóri. Sá sem gekk einna harðast eftir svörum frá bankastjóranum var ljósmyndarinn Spessi Hallbjörnsson. „Málið er það að við seljum á verði sem endurspeglar mikinn vöxt þannig að við erum að framtíðarávinning inn í söluna,“ sagði Steinþór og heyrðist hrópað „lygi“ umsvifalaust úr hópnum. „En hvað tapaði bankinn mikið á þessum viðskiptum?,“ var Steinþór spurður í kjölfarið. „Ertu ekki vanhæfur fyrst þú klúðraðir þessu svona?.“ „Bankinn varð ekki af neinum milljörðum í þessum viðskiptum,“ svarar Steinþór. Sjá meira frá þessum mótmælum í spilaranum fyrir ofan. Borgunarmálið Tengdar fréttir Alþingi fær upplýsingar um söluna á Borgun Fjármálaeftirlitið krafðist upplýsingar um söluna á Borgun í lok árs 2014. Hefur síðan ekkert látið í sér heyra. Forsætisráðherra kallar Borgunarmálið "augljóst klúður“. 26. janúar 2016 07:00 Sala Landsbankans á Borgun „augljóst klúður“ að mati forsætisráðherra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, var spurður út í Borgunarmálið á þingi í dag. 25. janúar 2016 15:51 Segist ekki hafa vitað að Borgun fengi greiðslur vegna Visa Europe Landsbankinn segir upplýsingarnar um milljarðagreiðslu ekki hafa legið fyrir þegar bankinn seldi hlut í Borgun. 25. janúar 2016 10:39 Bankastjóri Landsbankans skilur reiðina vegna Borgunarmálsins: „Traustið er í molum“ Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, segist skilja reiði þeirra sem mótmæltu við höfðuðstöðvar bankans í Austurstræti í dag en boðað var til þeirra vegna sölu Landsbankans á 31,2 prósenta hlut í Borgun. 26. janúar 2016 13:58 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Sjá meira
Mikill hiti var í hópi mótmælenda sem komu saman fyrir utan höfuðstöðvar Landsbankans í Austurstræti í dag til að mótmæla sölu á eignarhlut bankans í Borgun. „Hvar er Steinþór?,“ hrópuðu mótmælendur og voru þá að vísa til bankastjóra Landsbankans Steinþórs Pálssonar sem hefur verið gagnrýndur harðlega fyrir söluna eftir að í ljós kom að Borgun gæti átt von á greiðslum vegna valréttar Visa Inc. á Visa Europe. Upphæðirnar sem bankinn hæti hafa orðið af eru taldar hlaupa á milljörðum. Mótmælendur báðu Steinþór um að svara fyrir þessa sölu. „Ætlaru að segja mér að þú hafir ekki vitað að Borgun myndi græða svona mikið eftir eitt ár,“ var Steinþór spurður. „Horfðu í augun á fólkinu og segðu þeim þetta,“ var hrópað enn fremur að Steinþóri. Sá sem gekk einna harðast eftir svörum frá bankastjóranum var ljósmyndarinn Spessi Hallbjörnsson. „Málið er það að við seljum á verði sem endurspeglar mikinn vöxt þannig að við erum að framtíðarávinning inn í söluna,“ sagði Steinþór og heyrðist hrópað „lygi“ umsvifalaust úr hópnum. „En hvað tapaði bankinn mikið á þessum viðskiptum?,“ var Steinþór spurður í kjölfarið. „Ertu ekki vanhæfur fyrst þú klúðraðir þessu svona?.“ „Bankinn varð ekki af neinum milljörðum í þessum viðskiptum,“ svarar Steinþór. Sjá meira frá þessum mótmælum í spilaranum fyrir ofan.
Borgunarmálið Tengdar fréttir Alþingi fær upplýsingar um söluna á Borgun Fjármálaeftirlitið krafðist upplýsingar um söluna á Borgun í lok árs 2014. Hefur síðan ekkert látið í sér heyra. Forsætisráðherra kallar Borgunarmálið "augljóst klúður“. 26. janúar 2016 07:00 Sala Landsbankans á Borgun „augljóst klúður“ að mati forsætisráðherra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, var spurður út í Borgunarmálið á þingi í dag. 25. janúar 2016 15:51 Segist ekki hafa vitað að Borgun fengi greiðslur vegna Visa Europe Landsbankinn segir upplýsingarnar um milljarðagreiðslu ekki hafa legið fyrir þegar bankinn seldi hlut í Borgun. 25. janúar 2016 10:39 Bankastjóri Landsbankans skilur reiðina vegna Borgunarmálsins: „Traustið er í molum“ Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, segist skilja reiði þeirra sem mótmæltu við höfðuðstöðvar bankans í Austurstræti í dag en boðað var til þeirra vegna sölu Landsbankans á 31,2 prósenta hlut í Borgun. 26. janúar 2016 13:58 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Sjá meira
Alþingi fær upplýsingar um söluna á Borgun Fjármálaeftirlitið krafðist upplýsingar um söluna á Borgun í lok árs 2014. Hefur síðan ekkert látið í sér heyra. Forsætisráðherra kallar Borgunarmálið "augljóst klúður“. 26. janúar 2016 07:00
Sala Landsbankans á Borgun „augljóst klúður“ að mati forsætisráðherra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, var spurður út í Borgunarmálið á þingi í dag. 25. janúar 2016 15:51
Segist ekki hafa vitað að Borgun fengi greiðslur vegna Visa Europe Landsbankinn segir upplýsingarnar um milljarðagreiðslu ekki hafa legið fyrir þegar bankinn seldi hlut í Borgun. 25. janúar 2016 10:39
Bankastjóri Landsbankans skilur reiðina vegna Borgunarmálsins: „Traustið er í molum“ Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, segist skilja reiði þeirra sem mótmæltu við höfðuðstöðvar bankans í Austurstræti í dag en boðað var til þeirra vegna sölu Landsbankans á 31,2 prósenta hlut í Borgun. 26. janúar 2016 13:58