„Excuse me, do you speak English?“ Kristjana Vigdís Ingvadóttir skrifar 26. janúar 2016 11:34 Hvernig væri heimurinn ef allir væru eins? Ef öll menning væri söm og allir töluðu sama tungumálið? Svarið er einfalt. Heimurinn væri ekkert áhugaverður, hvorki til að skoða né kynnast. Það er að mín skoðun. Ég fer til annarra landa til þess að upplifa menningu þeirra. Ég fór til Frakklands til að drekka rauðvín og borða osta. Ég fór til Ítalíu til þess að borða pítsu og pasta. Mig langar til Japan til að borða sushi. Það væri vissulega auðveldara ef allir töluðu ensku og öll menning væri eins. Ég heyri oft sagt að enskan dugi til þess að bjarga sér, og það þykir bara fínt. Mín upplifun er samt að tungumálið sé lykillinn að menningu landanna. Þegar ég næ tökum á tungumálinu skil ég loks brandarana sem sagðir eru og hlæ með. Í staðinn fyrir að þurfa túlk, eða vera útlendingurinn sem talar bara ensku.2 glös af rauðvíni og framandi ostar Það hjálpaði mikið að vera með stúdentspróf í frönsku áður en ég fór til Frakklands, bæði til að skilja betur tungumálið og menninguna. Þar er mjög eðlilegt að fá sér rauðvínsglas eða tvö með hádegismatnum og nokkra bita af osti í eftirrétt. Ég vil samt ekki ganga svo langt að segja að námið hafi hjálpað mér að skilja mikilvægi víns og osta. Kannski þó að einhverju leyti. Enn mikilvægara var að ég skildi frönskuna þegar ég spjallaði við Frakkana, sötrandi vín og borðandi osta. Kennslan hér heima hjálpaði mikið til við að koma mér betur fyrir í Frakklandi. ...Nú skal ég samt hætta að drekka vín og borða osta og koma mér að aðalefninu: Ef yfirvöldum þykir kennsla erlendra tungumála ekki mikilvæg er líklegt að skilningur okkar á heiminum og menningu hans muni dvína. Þá munum við bara fá smjörþefinn af menningunni. Það þarf tungumálið til að dýpka skilning okkar á honum. Enskan er góð en hún er bara ekki nóg.Erlend tungumál á háskólastigi Háskóli Íslands er eini skóli landsins sem kennir erlend tungumál á háskólastigi og þar fer fram frábært starf. Nemendur læra málfræði tungumálsins og einnig er lögð mikil áhersla á menningu landanna, söguna, bókmenntafræðina, landafræðina og svo lengi mætti telja. Deild erlendra tungumála á samt undir högg að sækja. Hugvísindasvið fær ekki nægilegt fjármagn. Í dag er háskólanám metið eftir flokkum og fær hvert svið ákveðið fjármagn út á hverja einustu einingu sem nemandi klárar innan greinarinnar. Fáir sækja nám í tungumálum og því fær deildin ekki mikið af peningum. Nauðsynlegt er að vekja athygli á mikilvægi kennslunnar, og endurskoða reikniflokkana. Ég hef gert mitt allra besta þetta árið til að vekja athygli á mikilvægi erlendra tungumála. Ég mun ekki hætta því. Því einsleitur heimur er leiðinlegur og enskan er ekki nóg.Linguae Í fyrra stofnaði ég, ásamt öðrum, nýtt nemendafélag sem sameinar nokkur tungumál. Markmið okkar er að efla félagslífið, kynna námið og tala fyrir mikilvægi erlendra tungumála. Við viljum ekki sjá fleiri deildir falla niður, eins gerðist með finnsku og norsku. Við í stjórn Linguae höfum setið á fundum með forseta og kynningarstjórum deildarinnar og leitum leiða til þess að sýna fólkinu í landinu að tungumálin skipta máli. Það megi ekki leggja niður fleiri deildir, hvort sem er í framhaldsskólum eða háskóla. Raddir stúdenta eru mikilvægar. Þær eru af öllum regnbogans litum, og bera angan ótal mismunandi menningarheima og tungumála. Við eigum að ræskja okkur, teygja raddböndin og láta í okkur heyra. Hugvísindasvið og Deild erlendra tungumála þarf á okkur að halda, til þess að breytingar geti átt sér stað. Því annars vöknum við einn daginn í heimi, þar sem allir tala saman á misbjagaðri ensku og menningararfur allra er sá sami. Þessi grein er skrifuð sem hluti af greinaskriftaátaki Vöku í tilefni Stúdentaráðskosninga sem fara fram dagana 3. og 4. febrúar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Sjá meira
Hvernig væri heimurinn ef allir væru eins? Ef öll menning væri söm og allir töluðu sama tungumálið? Svarið er einfalt. Heimurinn væri ekkert áhugaverður, hvorki til að skoða né kynnast. Það er að mín skoðun. Ég fer til annarra landa til þess að upplifa menningu þeirra. Ég fór til Frakklands til að drekka rauðvín og borða osta. Ég fór til Ítalíu til þess að borða pítsu og pasta. Mig langar til Japan til að borða sushi. Það væri vissulega auðveldara ef allir töluðu ensku og öll menning væri eins. Ég heyri oft sagt að enskan dugi til þess að bjarga sér, og það þykir bara fínt. Mín upplifun er samt að tungumálið sé lykillinn að menningu landanna. Þegar ég næ tökum á tungumálinu skil ég loks brandarana sem sagðir eru og hlæ með. Í staðinn fyrir að þurfa túlk, eða vera útlendingurinn sem talar bara ensku.2 glös af rauðvíni og framandi ostar Það hjálpaði mikið að vera með stúdentspróf í frönsku áður en ég fór til Frakklands, bæði til að skilja betur tungumálið og menninguna. Þar er mjög eðlilegt að fá sér rauðvínsglas eða tvö með hádegismatnum og nokkra bita af osti í eftirrétt. Ég vil samt ekki ganga svo langt að segja að námið hafi hjálpað mér að skilja mikilvægi víns og osta. Kannski þó að einhverju leyti. Enn mikilvægara var að ég skildi frönskuna þegar ég spjallaði við Frakkana, sötrandi vín og borðandi osta. Kennslan hér heima hjálpaði mikið til við að koma mér betur fyrir í Frakklandi. ...Nú skal ég samt hætta að drekka vín og borða osta og koma mér að aðalefninu: Ef yfirvöldum þykir kennsla erlendra tungumála ekki mikilvæg er líklegt að skilningur okkar á heiminum og menningu hans muni dvína. Þá munum við bara fá smjörþefinn af menningunni. Það þarf tungumálið til að dýpka skilning okkar á honum. Enskan er góð en hún er bara ekki nóg.Erlend tungumál á háskólastigi Háskóli Íslands er eini skóli landsins sem kennir erlend tungumál á háskólastigi og þar fer fram frábært starf. Nemendur læra málfræði tungumálsins og einnig er lögð mikil áhersla á menningu landanna, söguna, bókmenntafræðina, landafræðina og svo lengi mætti telja. Deild erlendra tungumála á samt undir högg að sækja. Hugvísindasvið fær ekki nægilegt fjármagn. Í dag er háskólanám metið eftir flokkum og fær hvert svið ákveðið fjármagn út á hverja einustu einingu sem nemandi klárar innan greinarinnar. Fáir sækja nám í tungumálum og því fær deildin ekki mikið af peningum. Nauðsynlegt er að vekja athygli á mikilvægi kennslunnar, og endurskoða reikniflokkana. Ég hef gert mitt allra besta þetta árið til að vekja athygli á mikilvægi erlendra tungumála. Ég mun ekki hætta því. Því einsleitur heimur er leiðinlegur og enskan er ekki nóg.Linguae Í fyrra stofnaði ég, ásamt öðrum, nýtt nemendafélag sem sameinar nokkur tungumál. Markmið okkar er að efla félagslífið, kynna námið og tala fyrir mikilvægi erlendra tungumála. Við viljum ekki sjá fleiri deildir falla niður, eins gerðist með finnsku og norsku. Við í stjórn Linguae höfum setið á fundum með forseta og kynningarstjórum deildarinnar og leitum leiða til þess að sýna fólkinu í landinu að tungumálin skipta máli. Það megi ekki leggja niður fleiri deildir, hvort sem er í framhaldsskólum eða háskóla. Raddir stúdenta eru mikilvægar. Þær eru af öllum regnbogans litum, og bera angan ótal mismunandi menningarheima og tungumála. Við eigum að ræskja okkur, teygja raddböndin og láta í okkur heyra. Hugvísindasvið og Deild erlendra tungumála þarf á okkur að halda, til þess að breytingar geti átt sér stað. Því annars vöknum við einn daginn í heimi, þar sem allir tala saman á misbjagaðri ensku og menningararfur allra er sá sami. Þessi grein er skrifuð sem hluti af greinaskriftaátaki Vöku í tilefni Stúdentaráðskosninga sem fara fram dagana 3. og 4. febrúar.
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun