Júró-uppeldi Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 26. janúar 2016 07:00 Ég horfði á upprifjun á þátttöku Íslands í júróvisjón árin 2006-2009 um helgina. Þetta er ekki í fjarlægðri fortíð en mér fannst það samt. Undraðist tísku og strauma. Fannst allt svo framandi og oft kjánalegt. Ragnhildur Steinunn samt alltaf gordjöss. Og ég var nett föst í yfirlætinu þegar hann birtist svo á skjánum. Eiríkur Hauksson. Ég hef alltaf verið mjög viðkvæm fyrir Eika. Árið 1986 langaði mig nefnilega að vera eins og Madonna eða Whitney Houston. En nei. Eiríkur Hauksson var sprúðlandi ICY úti um allt og það var eins og við manninn mælt: Ég var alveg eins og hann! Eins og við Eiríkur Hauksson værum einu rauðhærðu manneskjurnar á jarðkringlunni. „Er þetta pabbi þinn, Erla?“ spurðu krakkafíflin í skólanum. Afi og amma voru samt verst. Um leið og sást glitta í faxið á manninum þá byrjaði afi að flissa. Og ég gargaði og grenjaði í koddann. Þetta var ekki draumur átta ára stúlku. Og nú – löngu síðar – sat ég og horfði einbeitt á þennan elskulega, miðaldra mann syngja rokklag í leðurfrakka. Og það gerðist eitthvað. Í fyrsta lagi þá erum við bara hellings lík! Og í öðru lagi þá finnst mér það æði. Ég meina, hversu töff er maðurinn? Og af hverju í andskotanum litaði hann hárið í myndbandinu? Það sléttist úr þrjátíu ára gömlum krumpum – og við Eiki urðum sátt. Um leið kunni ég að meta þennan spegil sem ég ólst upp við. Á gelgjunni með Nínu. Of töff fyrir Sjúbídú. Hauslaus í All out of luck. Taugaveikluð móðir að útskýra hegðun Silvíu Nætur. Þá tók ég létta yfirferð á söguna á ný. Sá tilganginn með spandexinu í sögulegu ljósi. Rifrildi um íburð keppninnar segir okkur hvar við erum stödd í útrásinni. Berskjaldaða þjóðarsálina er að finna í hverjum tóni og komplexar æskunnar eru kveðnir í kútinn. Ætli keppnin okkar sé orðin fullorðin? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erla Björg Gunnarsdóttir Eurovision Mest lesið Halldór 23.11.2024 Halldór Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir Skoðun
Ég horfði á upprifjun á þátttöku Íslands í júróvisjón árin 2006-2009 um helgina. Þetta er ekki í fjarlægðri fortíð en mér fannst það samt. Undraðist tísku og strauma. Fannst allt svo framandi og oft kjánalegt. Ragnhildur Steinunn samt alltaf gordjöss. Og ég var nett föst í yfirlætinu þegar hann birtist svo á skjánum. Eiríkur Hauksson. Ég hef alltaf verið mjög viðkvæm fyrir Eika. Árið 1986 langaði mig nefnilega að vera eins og Madonna eða Whitney Houston. En nei. Eiríkur Hauksson var sprúðlandi ICY úti um allt og það var eins og við manninn mælt: Ég var alveg eins og hann! Eins og við Eiríkur Hauksson værum einu rauðhærðu manneskjurnar á jarðkringlunni. „Er þetta pabbi þinn, Erla?“ spurðu krakkafíflin í skólanum. Afi og amma voru samt verst. Um leið og sást glitta í faxið á manninum þá byrjaði afi að flissa. Og ég gargaði og grenjaði í koddann. Þetta var ekki draumur átta ára stúlku. Og nú – löngu síðar – sat ég og horfði einbeitt á þennan elskulega, miðaldra mann syngja rokklag í leðurfrakka. Og það gerðist eitthvað. Í fyrsta lagi þá erum við bara hellings lík! Og í öðru lagi þá finnst mér það æði. Ég meina, hversu töff er maðurinn? Og af hverju í andskotanum litaði hann hárið í myndbandinu? Það sléttist úr þrjátíu ára gömlum krumpum – og við Eiki urðum sátt. Um leið kunni ég að meta þennan spegil sem ég ólst upp við. Á gelgjunni með Nínu. Of töff fyrir Sjúbídú. Hauslaus í All out of luck. Taugaveikluð móðir að útskýra hegðun Silvíu Nætur. Þá tók ég létta yfirferð á söguna á ný. Sá tilganginn með spandexinu í sögulegu ljósi. Rifrildi um íburð keppninnar segir okkur hvar við erum stödd í útrásinni. Berskjaldaða þjóðarsálina er að finna í hverjum tóni og komplexar æskunnar eru kveðnir í kútinn. Ætli keppnin okkar sé orðin fullorðin?
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun