Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - KR 70-81 | KR í úrslit annað árið í röð Ingvi Þór Sæmundsson í Grindavík skrifar 25. janúar 2016 21:30 Jón Axel Guðmundsson á ferðinni í leik á móti KR. Vísir/Ernir KR er komið í úrslitaleik Powerade-bikar karla í körfubolta eftir 11 stiga sigur á Grindavík, 70-81, í Mustad-höllinni í Grindavík í kvöld. Þetta er annað árið í röð sem KR kemst í bikarúrslit en andstæðingurinn að þessu sinni verður Þór frá Þorlákshöfn sem vann Keflavík í hinum undanúrslitaleiknum í kvöld. Grindvíkingar héldu í við KR-inga lengst af en flautuþristur hjá Birni Kristjánssyni undir lok 3. leikhluta kveikti í KR-ingum sem skoruðu fyrstu 12 stigin í 4. leikhluta og gengu þar með í raun frá leiknum. Heimamenn áttu ágætis endasprett en það dugði ekki til og KR-ingar fögnuðu sigri, 70-81. Grindvíkingar mættu ákveðnir til leiks og greinilega staðráðnir í að skilja allt eftir á vellinum. Þeir leiddu nær allan 1. leikhluta en KR-ingar voru aldrei langt undan. Í stöðunni 13-8 var allt byrjunarlið Grindvíkinga búið að skora en Ægir Þór Steinarsson var með öll átta stig KR-inga. Ægir var mjög beittur í fyrri hálfleik og vörn Grindvíkinga átti í vandræðum með að hemja hann. Ægir skoraði 15 stig í fyrri hálfleik og hitti úr öllum þremur þriggja stiga skotum sínum. Það var kannski eins gott fyrir KR-inga að Ægir væri duglegur að skora því leikmenn á borð við Brynjar Þór Björnsson, Pavel Ermolinskij og Michael Craion höfðu hægt um sig. Sá síðastnefndi var ólíkur sjálfum sér og hitti aðeins úr einu af sex skotum sínum í fyrri hálfleik. Það verður þó að gefa Charles Garcia prik fyrir varnarleikinn á Craion. Í sókninni var Garcia hins vegar misjafn. Hann endaði með 13 stig en aðeins þrjú þeirra komu í seinni hálfleik. Grindavík leiddi með sjö stigum eftir 1. leikhluta, 19-12, en KR-ingar voru fljótir að éta þann mun upp í byrjun 2. leikhluta. Grindvíkingar áttu í miklum vandræðum í sókninni en það tók þá tvær og hálfa mínútu að skora í 2. leikhluta. Heimamenn voru þó duglegir í sóknarfráköstunum og tóku 15 slík í fyrri hálfleik. Þau skiluðu mikilvægum stigum en þrátt fyrir góða baráttu Grindvíkinga leiddu KR-ingar í hálfleik, 36-38. Jón Axel Guðmundsson, leikstjórnandi Grindvíkinga, hefur greinilega tekið vítamínin sín í hálfleik því hann var magnaður í upphafi seinni hálfleiks. Jón Axel skoraði sjö fyrstu stig heimamanna, gaf stoðsendingar og varði svo skot frá Craion með látum. Því miður fyrir Grindavík fylgdu samherjar Jóns Axels ekki sama fordæmi. Garcia týndist í sókninni og liðið náði aldrei neinu teljandi forskoti. Þeir leiddu þó með einu stigi, 51-50, undir lok 3. leikhluta eða þangað til Björn skoraði áðurnefnda flautukörfu. Hún kveikti í Íslandsmeisturunum sem skoruðu 12 fyrstu stigin í 4. leikhluta og voru þar með búnir að gera 17 stig í röð án þess að Grindvíkingar næðu að svara. Eftir þennan frábæra kafla KR var brekkan orðin ansi brött fyrir Grindvíkinga en gestirnir komust mest 15 stigum yfir, 56-71. Þeir reyndu þó og reyndu en náðu aldrei að minnka muninn í minna en sjö stig. KR-ingar voru ískaldir á vítalínunni í lokin og kláruðu leikinn af fagmennsku. Lokatölur 70-81, KR í vil. Ægir var stigahæstur í liði KR með 20 stig en Craion kom næstur með 18 stig. Bandaríkjamaðurinn hafði afar hægt um sig framan af leik en fór í gang í 4. leikhluta þar sem hann skoraði 12 af 18 stigum sínum. Þá skilaði bekkurinn hjá KR flottu framlagi, alls 17 stigum gegn aðeins tveimur hjá Grindavík. Jón Axel bar af í liði heimamanna en hann endaði með 25 stig, 12 fráköst, fjórar stoðsendingar, þrjá stolna bolta og tvö varin skot. Þorleifur Ólafsson stóð einnig fyrir sínu en fyrirliðinn skoraði 17 stig.Bein lýsing: Grindavík - KRJóhann: Hefðum kannski mátt rúlla betur á liðinu Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var að vonum svekktur með tapið fyrir KR í kvöld. Hann sá þó eitt og annað jákvætt við spilamennsku sinna manna. "Þeir klára þetta á 3-4 fyrstu mínútunum í 4. leikhluta," sagði Jóhann en KR skoraði 12 fyrstu stig 4. leikhluta. "Þá fjaraði undan þessu hjá okkur. KR er með fáránlega gott lið og það er erfitt að koma til baka gegn þeim. En við reyndum og reyndum. Ég er ánægður með margt í okkar leik en hundóánægður með annað." Grindavík hitti illa í leiknum (29%) en tók 15 sóknarfráköst í fyrri hálfleik. "Við héldum okkur svolítið á lífi með þeim en í seinni hálfleik vorum við staðir í sókninni og létum ýta okkur út úr stöðum. "Varnarlega vorum við s.s. á pari en það voru litlir hlutir sem skiptu máli og KR-ingar voru betri í þeim," sagði Jóhann sem hefði viljað fá betra framlag frá sínum varamönnum sem skoruðu aðeins tvö stig gegn 17 hjá KR. "Við hefðum þegið meira framlag en við hefðum kannski mátt rúlla betur á liðinu og allt það. Við spiluðum mikið á byrjunarliðinu og kannski voru það mistök," sagði Jóhann að endingu.Finnur Freyr: Maður er aðeins þreyttari en venjulega Finnur Freyr Stefánsson var skiljanlega kátur í leikslok. Lífið leikur við þjálfarann þessa dagana, enda nýbakaður faðir og kominn með KR í bikarúrslit. "Lífið er skemmtilegt og maður sér það svolítið öðrum augum núna," sagði Finnur eftir leik. "En þetta er gaman þótt maður sé aðeins þreyttari en venjulega. Strákarnir eiga hrós skilið og vinnan undanfarnar vikur er að skila sér." Grindvíkingar seldu sig dýrt í leiknum í kvöld og KR þurfti að hafa mikið fyrir hlutunum. Grindavík tók t.a.m. 15 sóknarfráköst í fyrri hálfleik sem var of mikið að mati Finns. "Ég vil hrósa Grindvíkingum fyrir gott leikskipulag. Þeir spiluðu virkilega vel og gáfu okkur hörkuleik. Þeir tóku 15 sóknarfráköst og við töpuðum níu boltum í fyrri hálfleik en það voru hlutir sem við gátum lagað," sagði Finnur sem fékk mikið og gott framlag frá bekknum í kvöld. "Strákar eins og Bjössi (Björn Kristjánsson) og Helgi (Már Magnússon) skiluðu sínu sem og Snorri (Hrafnkelsson) sem skilaði fáum en mjög góðum mínútum. "Þessir strákar gáfu tóninn og bjuggu til þetta forskot sem við náðum. Þeir eiga hrós skilið." Bikarmeistaratitilinn er sá eini sem Finnur á eftir að vinna sem þjálfari KR og hann stefnir að sjálfsögðu á að vinna Þór Þorlákshöfn í úrslitaleiknum 13. febrúar næstkomandi. "Þetta verður hörkuleikur í Höllinni eins og þetta á að vera," sagði Finnur en Þórsarar eru á leið í sinni fyrsta bikarúrslitaleik. "Ég trúi ekki öðru en að öll Þorlákshöfn mæti í Höllina þannig að ég treysti á alla KR-inga að mæta," sagði Finnur brosandi að lokum.Tweets by @VisirKarfa2 Dominos-deild karla Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Leik lokið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sport Leik lokið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Fleiri fréttir „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Leik lokið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Leik lokið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Leik lokið: Keflavík-Haukar 117-85 | Afhroð hjá gestunum Leik lokið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Sjá meira
KR er komið í úrslitaleik Powerade-bikar karla í körfubolta eftir 11 stiga sigur á Grindavík, 70-81, í Mustad-höllinni í Grindavík í kvöld. Þetta er annað árið í röð sem KR kemst í bikarúrslit en andstæðingurinn að þessu sinni verður Þór frá Þorlákshöfn sem vann Keflavík í hinum undanúrslitaleiknum í kvöld. Grindvíkingar héldu í við KR-inga lengst af en flautuþristur hjá Birni Kristjánssyni undir lok 3. leikhluta kveikti í KR-ingum sem skoruðu fyrstu 12 stigin í 4. leikhluta og gengu þar með í raun frá leiknum. Heimamenn áttu ágætis endasprett en það dugði ekki til og KR-ingar fögnuðu sigri, 70-81. Grindvíkingar mættu ákveðnir til leiks og greinilega staðráðnir í að skilja allt eftir á vellinum. Þeir leiddu nær allan 1. leikhluta en KR-ingar voru aldrei langt undan. Í stöðunni 13-8 var allt byrjunarlið Grindvíkinga búið að skora en Ægir Þór Steinarsson var með öll átta stig KR-inga. Ægir var mjög beittur í fyrri hálfleik og vörn Grindvíkinga átti í vandræðum með að hemja hann. Ægir skoraði 15 stig í fyrri hálfleik og hitti úr öllum þremur þriggja stiga skotum sínum. Það var kannski eins gott fyrir KR-inga að Ægir væri duglegur að skora því leikmenn á borð við Brynjar Þór Björnsson, Pavel Ermolinskij og Michael Craion höfðu hægt um sig. Sá síðastnefndi var ólíkur sjálfum sér og hitti aðeins úr einu af sex skotum sínum í fyrri hálfleik. Það verður þó að gefa Charles Garcia prik fyrir varnarleikinn á Craion. Í sókninni var Garcia hins vegar misjafn. Hann endaði með 13 stig en aðeins þrjú þeirra komu í seinni hálfleik. Grindavík leiddi með sjö stigum eftir 1. leikhluta, 19-12, en KR-ingar voru fljótir að éta þann mun upp í byrjun 2. leikhluta. Grindvíkingar áttu í miklum vandræðum í sókninni en það tók þá tvær og hálfa mínútu að skora í 2. leikhluta. Heimamenn voru þó duglegir í sóknarfráköstunum og tóku 15 slík í fyrri hálfleik. Þau skiluðu mikilvægum stigum en þrátt fyrir góða baráttu Grindvíkinga leiddu KR-ingar í hálfleik, 36-38. Jón Axel Guðmundsson, leikstjórnandi Grindvíkinga, hefur greinilega tekið vítamínin sín í hálfleik því hann var magnaður í upphafi seinni hálfleiks. Jón Axel skoraði sjö fyrstu stig heimamanna, gaf stoðsendingar og varði svo skot frá Craion með látum. Því miður fyrir Grindavík fylgdu samherjar Jóns Axels ekki sama fordæmi. Garcia týndist í sókninni og liðið náði aldrei neinu teljandi forskoti. Þeir leiddu þó með einu stigi, 51-50, undir lok 3. leikhluta eða þangað til Björn skoraði áðurnefnda flautukörfu. Hún kveikti í Íslandsmeisturunum sem skoruðu 12 fyrstu stigin í 4. leikhluta og voru þar með búnir að gera 17 stig í röð án þess að Grindvíkingar næðu að svara. Eftir þennan frábæra kafla KR var brekkan orðin ansi brött fyrir Grindvíkinga en gestirnir komust mest 15 stigum yfir, 56-71. Þeir reyndu þó og reyndu en náðu aldrei að minnka muninn í minna en sjö stig. KR-ingar voru ískaldir á vítalínunni í lokin og kláruðu leikinn af fagmennsku. Lokatölur 70-81, KR í vil. Ægir var stigahæstur í liði KR með 20 stig en Craion kom næstur með 18 stig. Bandaríkjamaðurinn hafði afar hægt um sig framan af leik en fór í gang í 4. leikhluta þar sem hann skoraði 12 af 18 stigum sínum. Þá skilaði bekkurinn hjá KR flottu framlagi, alls 17 stigum gegn aðeins tveimur hjá Grindavík. Jón Axel bar af í liði heimamanna en hann endaði með 25 stig, 12 fráköst, fjórar stoðsendingar, þrjá stolna bolta og tvö varin skot. Þorleifur Ólafsson stóð einnig fyrir sínu en fyrirliðinn skoraði 17 stig.Bein lýsing: Grindavík - KRJóhann: Hefðum kannski mátt rúlla betur á liðinu Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var að vonum svekktur með tapið fyrir KR í kvöld. Hann sá þó eitt og annað jákvætt við spilamennsku sinna manna. "Þeir klára þetta á 3-4 fyrstu mínútunum í 4. leikhluta," sagði Jóhann en KR skoraði 12 fyrstu stig 4. leikhluta. "Þá fjaraði undan þessu hjá okkur. KR er með fáránlega gott lið og það er erfitt að koma til baka gegn þeim. En við reyndum og reyndum. Ég er ánægður með margt í okkar leik en hundóánægður með annað." Grindavík hitti illa í leiknum (29%) en tók 15 sóknarfráköst í fyrri hálfleik. "Við héldum okkur svolítið á lífi með þeim en í seinni hálfleik vorum við staðir í sókninni og létum ýta okkur út úr stöðum. "Varnarlega vorum við s.s. á pari en það voru litlir hlutir sem skiptu máli og KR-ingar voru betri í þeim," sagði Jóhann sem hefði viljað fá betra framlag frá sínum varamönnum sem skoruðu aðeins tvö stig gegn 17 hjá KR. "Við hefðum þegið meira framlag en við hefðum kannski mátt rúlla betur á liðinu og allt það. Við spiluðum mikið á byrjunarliðinu og kannski voru það mistök," sagði Jóhann að endingu.Finnur Freyr: Maður er aðeins þreyttari en venjulega Finnur Freyr Stefánsson var skiljanlega kátur í leikslok. Lífið leikur við þjálfarann þessa dagana, enda nýbakaður faðir og kominn með KR í bikarúrslit. "Lífið er skemmtilegt og maður sér það svolítið öðrum augum núna," sagði Finnur eftir leik. "En þetta er gaman þótt maður sé aðeins þreyttari en venjulega. Strákarnir eiga hrós skilið og vinnan undanfarnar vikur er að skila sér." Grindvíkingar seldu sig dýrt í leiknum í kvöld og KR þurfti að hafa mikið fyrir hlutunum. Grindavík tók t.a.m. 15 sóknarfráköst í fyrri hálfleik sem var of mikið að mati Finns. "Ég vil hrósa Grindvíkingum fyrir gott leikskipulag. Þeir spiluðu virkilega vel og gáfu okkur hörkuleik. Þeir tóku 15 sóknarfráköst og við töpuðum níu boltum í fyrri hálfleik en það voru hlutir sem við gátum lagað," sagði Finnur sem fékk mikið og gott framlag frá bekknum í kvöld. "Strákar eins og Bjössi (Björn Kristjánsson) og Helgi (Már Magnússon) skiluðu sínu sem og Snorri (Hrafnkelsson) sem skilaði fáum en mjög góðum mínútum. "Þessir strákar gáfu tóninn og bjuggu til þetta forskot sem við náðum. Þeir eiga hrós skilið." Bikarmeistaratitilinn er sá eini sem Finnur á eftir að vinna sem þjálfari KR og hann stefnir að sjálfsögðu á að vinna Þór Þorlákshöfn í úrslitaleiknum 13. febrúar næstkomandi. "Þetta verður hörkuleikur í Höllinni eins og þetta á að vera," sagði Finnur en Þórsarar eru á leið í sinni fyrsta bikarúrslitaleik. "Ég trúi ekki öðru en að öll Þorlákshöfn mæti í Höllina þannig að ég treysti á alla KR-inga að mæta," sagði Finnur brosandi að lokum.Tweets by @VisirKarfa2
Dominos-deild karla Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Leik lokið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sport Leik lokið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Fleiri fréttir „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Leik lokið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Leik lokið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Leik lokið: Keflavík-Haukar 117-85 | Afhroð hjá gestunum Leik lokið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Sjá meira