Stjörnum prýddur pallur hjá Versace Ritstjórn skrifar 25. janúar 2016 10:30 Glamour/getty Janúar er svo sannarlega ekki leiðinlegur mánuður, því í gær hófust Haute Couture sýningar tískuhúsanna. Það var engin önnur en Donatella Versace sem reið á vaðið og sýndi einfalda litapallettu, sem einkenndist af svörtu og hvítu, rauðum, bláum og gulum, sportlegan fatnað og efnislitla kjóla. Grafísk snið og hnútar voru einnig áberandi. Það kæmi ekki á óvart ef einhver af þessum kjólum myndi rata á rauða dregilinn á Óskarsverðlaununum í lok febrúar, eða að minnsta kosti á dregilinn í Vanity Fair eftirpartýinu. Eins og Donatellu einni er lagið, fékk hún margar af frægustu fyrirsætum heims til að ganga pallana eins og Gigi Hadid, Rosie Huntington-Whiteley, Behati Prinsloo, Irina Shayk, Lara Stone og Natasha Poly. Og á fremsta bekk mátti finna hönnuðina Alexander Wang, Riccardo Tici og Anthony Vaccarello. Förðunin var í höndum hinnar einu sönnu Pat McGrath, og var hún í anda Versace eins og oftast; dökkt smokey. Glamour Tíska Mest lesið Sænska bloggdrottningin hættir Glamour Engin aldurstakmörk í nýjustu seríu Americas Next Top Model Glamour Gucci hættir að nota alvöru loð Glamour Geysir opnar verslun í Kringlunni Glamour 21 árs breytir húðslitum í listaverk Glamour Fékk óvænt hlutverk í myndbandi hjá Rihönnu Glamour Stjörnurnar á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum Glamour Lady Gaga leikur í Super Bowl auglýsingu Tiffany & Co Glamour Hönnunarmars: Magnea sýnir nýja línu í kvöld Glamour Donald Trump fundaði með eiganda Louis Vuitton Glamour
Janúar er svo sannarlega ekki leiðinlegur mánuður, því í gær hófust Haute Couture sýningar tískuhúsanna. Það var engin önnur en Donatella Versace sem reið á vaðið og sýndi einfalda litapallettu, sem einkenndist af svörtu og hvítu, rauðum, bláum og gulum, sportlegan fatnað og efnislitla kjóla. Grafísk snið og hnútar voru einnig áberandi. Það kæmi ekki á óvart ef einhver af þessum kjólum myndi rata á rauða dregilinn á Óskarsverðlaununum í lok febrúar, eða að minnsta kosti á dregilinn í Vanity Fair eftirpartýinu. Eins og Donatellu einni er lagið, fékk hún margar af frægustu fyrirsætum heims til að ganga pallana eins og Gigi Hadid, Rosie Huntington-Whiteley, Behati Prinsloo, Irina Shayk, Lara Stone og Natasha Poly. Og á fremsta bekk mátti finna hönnuðina Alexander Wang, Riccardo Tici og Anthony Vaccarello. Förðunin var í höndum hinnar einu sönnu Pat McGrath, og var hún í anda Versace eins og oftast; dökkt smokey.
Glamour Tíska Mest lesið Sænska bloggdrottningin hættir Glamour Engin aldurstakmörk í nýjustu seríu Americas Next Top Model Glamour Gucci hættir að nota alvöru loð Glamour Geysir opnar verslun í Kringlunni Glamour 21 árs breytir húðslitum í listaverk Glamour Fékk óvænt hlutverk í myndbandi hjá Rihönnu Glamour Stjörnurnar á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum Glamour Lady Gaga leikur í Super Bowl auglýsingu Tiffany & Co Glamour Hönnunarmars: Magnea sýnir nýja línu í kvöld Glamour Donald Trump fundaði með eiganda Louis Vuitton Glamour