Aron vildi hætta til að fría leikmenn ábyrgð Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. janúar 2016 15:15 Aron á blaðamannafundinum í dag. Vísir/Vilhelm Aron Kristjánsson segir að hann hafi tekið þá ákvörðun að hætta sem landsliðsþjálfari strax eftir tapið gegn Króatíu á þriðjudaginn. Það kom fram á blaðamannafundi HSÍ í dag.Sjá einnig: Aron hættir með landsliðið „Ég vildi byrja á því að ræða við forystu HSÍ og fara svo þessa leið. Ég held að hafi verið fínt. Þetta hefur verið góður tími,“ segir Aron og bætir við að litlu hefði mátt muna að Ísland hefði farið áfram í milliriðlakeppnina á EM í Póllandi og að þá hefði staðan verið allt önnur. „En það varð ekki raunin og því ákvað ég axla þá ábyrgð. Það var það sem ég vildi gera og fría liðið undan því. Ég vil að leikmenn geti gefið áfram kost á sér fyrir í landsliðið og gefi sig alla í verkefnið. Og ég vil að nýr þjálfari geti gert það sem þarf til að gera og koma liðinu í þær hæðir sem það á að vera í.“Sjá einnig: Aron: Ekki landsliðsþjálfari fyrir sjálfan mig heldur þjóðina Aron segir að í dag sé enginn vafi á því að ef allir leikmenn íslenska liðsins séu heilir og leikfærir eigi Ísland heima í hópi átta bestu landsliða heims. Og að Ísland eigi að geta staðið í öllum landsliðum heims. „En þegar svo er ekki erum við frekar nær því að vera í hópnum frá níu til sextán og þannig er staðan í dag. En fyrir þetta mót taldi ég að við eigum að vera í topp átta. Ég var ósáttur við að það tókst ekki og því ákvað ég að þetta væri komið fínt hjá mér og að einhver annað kæmi að þessu.“ „Það munaði hins vegar mjög litlu að við næðum okkar markmiðum en svona getur sportið verið grimmt stundum.“Guðjón Valur Sigurðsson.Vísir/ValliSamstarf við leikmenn gott Getgátur hafa verið um meinta samstarfsörðugleika Arons og leikmanna landsliðsins en það vildi Aron ekki kannast við. Nefndi hann að hann hafi rætt við Guðjón Val Sigurðsson landsliðsfyrirliða skömmu áður en blaðamannafundurinn hófst. „Mitt samstarf við Guðjón Val var mjög gott. Hann var til fyrirmyndar sem fyrirliði og allir leikmenn að leggja sig 100 prósent fram. Það er svo stutt á milli í þessu. Meira að segja væri staðan allt önnur ef Króatar hefðu unnið Norðmenn. Þetta eru bara smáatriði.“ Hann segist ekki hafa fundið fyrir því að hann næði ekki lengur til leikmanna sinna í landsliðinu. „Eftir Katar fórum við í vissa naflaskoðun og við vildum blása nýju lífi í þetta lið. Enda töldum við það hafa burði til að komast á Ólympíuleika og gera góða hluti,“ segir Aron. „En menn eru oft að tala sem þekkja ekki allan sannleikann eða það sem fer fram á bakvið tjöldin. En ég átti í fínu samstarfi við leikmennina og þeir verða þá bara að segja ef það var einhvern veginn öðruvísi.“Sjá einnig: Aron um gagnrýnina: Ég veit hvað ég lagði í starfið Aron var spurður hvort að hann sæi eftir þeim ákvörðun sem hann tók fyrir mótið um að breyta varnarleik og varnarskipulagi íslenska landsliðsins. Sagði hann að það hafi verið reynt að fylgja eftir ákveðnum áhersluatriðum og margir hafi ef til vill ekki tekið eftir því. „Við vildum bæta varnarleikinn okkar. Glöggir handboltasérfræðingar sjá að við erum með ákveðinn fjölbreytileika í okkar varnarleik og menn sjá oft ekki þegar við erum að breyta um taktík.“ Hann segir að það hafi farið tími í að vinna með þessi atriði í undirbúningnum fyrir mótið og að það hafi þýtt að minni tími var aflögu til að vinna með aðrar tegundir af varnarleik. „Við höfum oft verið að vinna með 5-1 vörn en meiri tími fór núna í að vinna áfram með vissar skiptingar í vörn sem við töldum að myndi nýtast okkur vel í mótinu. Það er bara ákvörðun sem maður tekur,“ segir Aron um undirbúninginn.Á EM í Póllandi.VísirVandamálið var tapið gegn Hvíta-Rússlandi Tapið gegn Hvíta-Rússlandi reyndist Íslandi dýrkeypt á mótinu. Aron segir að það hafi aldrei tekist að ná upp því varnarskipulagi sem lagt var upp með í þeim leik. „Við vorum alltaf að eltast við rassgatið á sjálfum okkur. Við gerðum mistök og náðum ekki okkar fram. Þetta skapaði óöruggi og hefur ekkert að gera með það skipulag sem við viljum vinna með.“ „Vandamálið var þessi leikur gegn Hvíta-Rússlandi. Það er alltaf hægt að tapa fyrir Króatíu enda hörkulið. Ef við hefðum unnið Hvíta-Rússland þá hefði dæmið litið allt öðruvísi út.“Sjá einnig: Mest sláandi tölfræðin hjá Íslandi á EM er ekki markvarslan „Gegn Króatíu brotnum við. Við lendum á vegg. Það var svo margt sem fór úrskeðis og við brotnuðum við það mótlæti. Kannski var sjálfstraustið ekki meira á þeim tímapunkti að við þyldum þá pressu.“ EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Sport Fleiri fréttir „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Sjá meira
Aron Kristjánsson segir að hann hafi tekið þá ákvörðun að hætta sem landsliðsþjálfari strax eftir tapið gegn Króatíu á þriðjudaginn. Það kom fram á blaðamannafundi HSÍ í dag.Sjá einnig: Aron hættir með landsliðið „Ég vildi byrja á því að ræða við forystu HSÍ og fara svo þessa leið. Ég held að hafi verið fínt. Þetta hefur verið góður tími,“ segir Aron og bætir við að litlu hefði mátt muna að Ísland hefði farið áfram í milliriðlakeppnina á EM í Póllandi og að þá hefði staðan verið allt önnur. „En það varð ekki raunin og því ákvað ég axla þá ábyrgð. Það var það sem ég vildi gera og fría liðið undan því. Ég vil að leikmenn geti gefið áfram kost á sér fyrir í landsliðið og gefi sig alla í verkefnið. Og ég vil að nýr þjálfari geti gert það sem þarf til að gera og koma liðinu í þær hæðir sem það á að vera í.“Sjá einnig: Aron: Ekki landsliðsþjálfari fyrir sjálfan mig heldur þjóðina Aron segir að í dag sé enginn vafi á því að ef allir leikmenn íslenska liðsins séu heilir og leikfærir eigi Ísland heima í hópi átta bestu landsliða heims. Og að Ísland eigi að geta staðið í öllum landsliðum heims. „En þegar svo er ekki erum við frekar nær því að vera í hópnum frá níu til sextán og þannig er staðan í dag. En fyrir þetta mót taldi ég að við eigum að vera í topp átta. Ég var ósáttur við að það tókst ekki og því ákvað ég að þetta væri komið fínt hjá mér og að einhver annað kæmi að þessu.“ „Það munaði hins vegar mjög litlu að við næðum okkar markmiðum en svona getur sportið verið grimmt stundum.“Guðjón Valur Sigurðsson.Vísir/ValliSamstarf við leikmenn gott Getgátur hafa verið um meinta samstarfsörðugleika Arons og leikmanna landsliðsins en það vildi Aron ekki kannast við. Nefndi hann að hann hafi rætt við Guðjón Val Sigurðsson landsliðsfyrirliða skömmu áður en blaðamannafundurinn hófst. „Mitt samstarf við Guðjón Val var mjög gott. Hann var til fyrirmyndar sem fyrirliði og allir leikmenn að leggja sig 100 prósent fram. Það er svo stutt á milli í þessu. Meira að segja væri staðan allt önnur ef Króatar hefðu unnið Norðmenn. Þetta eru bara smáatriði.“ Hann segist ekki hafa fundið fyrir því að hann næði ekki lengur til leikmanna sinna í landsliðinu. „Eftir Katar fórum við í vissa naflaskoðun og við vildum blása nýju lífi í þetta lið. Enda töldum við það hafa burði til að komast á Ólympíuleika og gera góða hluti,“ segir Aron. „En menn eru oft að tala sem þekkja ekki allan sannleikann eða það sem fer fram á bakvið tjöldin. En ég átti í fínu samstarfi við leikmennina og þeir verða þá bara að segja ef það var einhvern veginn öðruvísi.“Sjá einnig: Aron um gagnrýnina: Ég veit hvað ég lagði í starfið Aron var spurður hvort að hann sæi eftir þeim ákvörðun sem hann tók fyrir mótið um að breyta varnarleik og varnarskipulagi íslenska landsliðsins. Sagði hann að það hafi verið reynt að fylgja eftir ákveðnum áhersluatriðum og margir hafi ef til vill ekki tekið eftir því. „Við vildum bæta varnarleikinn okkar. Glöggir handboltasérfræðingar sjá að við erum með ákveðinn fjölbreytileika í okkar varnarleik og menn sjá oft ekki þegar við erum að breyta um taktík.“ Hann segir að það hafi farið tími í að vinna með þessi atriði í undirbúningnum fyrir mótið og að það hafi þýtt að minni tími var aflögu til að vinna með aðrar tegundir af varnarleik. „Við höfum oft verið að vinna með 5-1 vörn en meiri tími fór núna í að vinna áfram með vissar skiptingar í vörn sem við töldum að myndi nýtast okkur vel í mótinu. Það er bara ákvörðun sem maður tekur,“ segir Aron um undirbúninginn.Á EM í Póllandi.VísirVandamálið var tapið gegn Hvíta-Rússlandi Tapið gegn Hvíta-Rússlandi reyndist Íslandi dýrkeypt á mótinu. Aron segir að það hafi aldrei tekist að ná upp því varnarskipulagi sem lagt var upp með í þeim leik. „Við vorum alltaf að eltast við rassgatið á sjálfum okkur. Við gerðum mistök og náðum ekki okkar fram. Þetta skapaði óöruggi og hefur ekkert að gera með það skipulag sem við viljum vinna með.“ „Vandamálið var þessi leikur gegn Hvíta-Rússlandi. Það er alltaf hægt að tapa fyrir Króatíu enda hörkulið. Ef við hefðum unnið Hvíta-Rússland þá hefði dæmið litið allt öðruvísi út.“Sjá einnig: Mest sláandi tölfræðin hjá Íslandi á EM er ekki markvarslan „Gegn Króatíu brotnum við. Við lendum á vegg. Það var svo margt sem fór úrskeðis og við brotnuðum við það mótlæti. Kannski var sjálfstraustið ekki meira á þeim tímapunkti að við þyldum þá pressu.“
EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Sport Fleiri fréttir „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Sjá meira