Skipuðu Landsbankanum ekki að selja Borgun Samúel Karl Ólason skrifar 21. janúar 2016 18:34 "Sala Landsbankans á hlutum sínum í Borgun og Valitor og tilhögun hennar var því alfarið á forræði og á ábyrgð Landsbankans.“ Vísir/Vilhelm Samkeppniseftirlitið segist ekki hafa sett Landsbankanum tímamörk eða önnur bindandi skilyrði varðandi sölu eignahluta bankans í Borgun í desember 2014. Eftirlitið fellst ekki á að ráðstafanir þeirra hafi haft áhrif á skilmála eða viðskiptakjör sölunnar. Sala Landsbankans sé alfarið á forræði og á ábyrgð fyrirtækisins. Arion banki, Íslandsbanki, Landsbankinn, Borgun og Valitor gerðu í lok árs 2014 sáttir við Samkeppniseftirlitið, vegna rannsóknar á samkeppnishömlum á greiðslukortamarkaði. Með sáttunum var viðurkennt að tiltekin framkvæmd á greiðslukortamarkaði hefði ekki verið í samræmi við samkeppnislög og auk þess að greiða sektir féllust fyrirtækin á að gera breytingar á starfseminni. Meðal þeirra breytinga var að gera til frambúðar breytingar á eignarhaldi á kortafyrirtækjum. Bönkunum er nú óheimilt að eiga í greiðslukortafyrirtæki með öðrum íslenskum viðskiptabanka. Borgun og Valitor höfðu verið í sameiginlegri eigu keppinauta um langt skeið. Í tilkynningu frá Samkeppniseftirlitinu segir að það hafi ekki verið skilyrði eftirlitsins að Landsbankinn fremur en Íslandsbanki seldi sig út úr félaginu. Í sátt Samkeppniseftirlitsins og Íslandsbanka stóð: „Íslandsbanka er heimilt að leita samninga við Landsbankann um að annar bankinn kaupi út hlut hins eða um sölu á hlut beggja eða annars hvors til þriðja aðila.“ Landsbankinn hafði hins vegar selt hlut sinn í Borgun og Valitor áður en sátt þeirra við eftirlitið lauk. „Ekki kom því til þess að Samkeppniseftirlitið setti bankanum tímamörk eða önnur bindandi skilyrði varðandi fyrirkomulag á sölu eignarhluta. Sala Landsbankans á hlutum sínum í Borgun og Valitor og tilhögun hennar var því alfarið á forræði og á ábyrgð Landsbankans,“ segir í tilkynningu Samkeppniseftirlitsins.Sjá einnig: Landsbankinn tryggði sig fyrir Visa samningi við sölu á Valitor en ekki Borgun Í Fréttablaðinu í dag sagði Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, að Landsbankinn hafi haft takmarkað aðgengi að upplýsingum um Borgun vegna sáttar við Samkeppniseftirlitið. Samkeppniseftirlið getur ekki fallist á að ráðstafanir þeirra hafi haft áhrif á skilmála eða viðskiptakjör sölunnar. Frekari upplýsingar má sjá á heimasíðu Samkeppniseftirlitsins. Borgunarmálið Tengdar fréttir Landsbankinn hafnar ummælum Árna Páls Landsbankinn hafnar algjörlega ummælum sem Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, lét falla um bankann í gær. 21. janúar 2016 09:47 Ekki hægt að halda þjóðaratkvæðagreiðslu í hvert sinn sem ríkiseign er seld Formaður Samfylkingarinnar ræddi sölu ríkiseigna og sölu Landsbankans á Borgun við fjármála- og efnahagsráðherra á þingi í morgun. 21. janúar 2016 11:06 Vill að FME rannsaki sölu Landsbankans á Borgun Árni Páll Árnasson, formaður Samfylkingarinnar, vill að þingið láti til sín taka í málinu og knýi á um svör. 20. janúar 2016 16:50 Töldu söluverðið gott Landsbankinn segir að þegar verið var að semja um söluna á Borgun hafi kaupverðið verið ákveðið í ljósi upplýsinga sem þá lágu fyrir um rekstur Borgunar. 20. janúar 2016 18:05 Kaupmáttur og stórir árgangar hafa áhrif Spáð er áframhaldandi hækkun íbúðaverðs næstu þrjú ár. Áætlanir eru um aukið framboð nýrra íbúða og fjölbýlishúsa í Reykjavík. 21. janúar 2016 06:00 Bankasýslan leitar að ráðgjöfum fyrir sölu á Landsbankanum Leitað er að ráðgjöfum til að aðstoða við sölu á 28 prósenta hlut ríkisins í bankanum. 21. janúar 2016 13:30 Landsbankinn tryggði sig fyrir Visa samningi við sölu á Valitor en ekki Borgun Landsbankinn seldi Arion banka hlut í Valitor með ákvæði um að bankinn fengi greitt ef Visa Inc. seldi Visa Europe. Sambærilegt ákvæði var ekki gert við söluna á Borgun. 21. janúar 2016 06:00 Mest lesið Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Sjá meira
Samkeppniseftirlitið segist ekki hafa sett Landsbankanum tímamörk eða önnur bindandi skilyrði varðandi sölu eignahluta bankans í Borgun í desember 2014. Eftirlitið fellst ekki á að ráðstafanir þeirra hafi haft áhrif á skilmála eða viðskiptakjör sölunnar. Sala Landsbankans sé alfarið á forræði og á ábyrgð fyrirtækisins. Arion banki, Íslandsbanki, Landsbankinn, Borgun og Valitor gerðu í lok árs 2014 sáttir við Samkeppniseftirlitið, vegna rannsóknar á samkeppnishömlum á greiðslukortamarkaði. Með sáttunum var viðurkennt að tiltekin framkvæmd á greiðslukortamarkaði hefði ekki verið í samræmi við samkeppnislög og auk þess að greiða sektir féllust fyrirtækin á að gera breytingar á starfseminni. Meðal þeirra breytinga var að gera til frambúðar breytingar á eignarhaldi á kortafyrirtækjum. Bönkunum er nú óheimilt að eiga í greiðslukortafyrirtæki með öðrum íslenskum viðskiptabanka. Borgun og Valitor höfðu verið í sameiginlegri eigu keppinauta um langt skeið. Í tilkynningu frá Samkeppniseftirlitinu segir að það hafi ekki verið skilyrði eftirlitsins að Landsbankinn fremur en Íslandsbanki seldi sig út úr félaginu. Í sátt Samkeppniseftirlitsins og Íslandsbanka stóð: „Íslandsbanka er heimilt að leita samninga við Landsbankann um að annar bankinn kaupi út hlut hins eða um sölu á hlut beggja eða annars hvors til þriðja aðila.“ Landsbankinn hafði hins vegar selt hlut sinn í Borgun og Valitor áður en sátt þeirra við eftirlitið lauk. „Ekki kom því til þess að Samkeppniseftirlitið setti bankanum tímamörk eða önnur bindandi skilyrði varðandi fyrirkomulag á sölu eignarhluta. Sala Landsbankans á hlutum sínum í Borgun og Valitor og tilhögun hennar var því alfarið á forræði og á ábyrgð Landsbankans,“ segir í tilkynningu Samkeppniseftirlitsins.Sjá einnig: Landsbankinn tryggði sig fyrir Visa samningi við sölu á Valitor en ekki Borgun Í Fréttablaðinu í dag sagði Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, að Landsbankinn hafi haft takmarkað aðgengi að upplýsingum um Borgun vegna sáttar við Samkeppniseftirlitið. Samkeppniseftirlið getur ekki fallist á að ráðstafanir þeirra hafi haft áhrif á skilmála eða viðskiptakjör sölunnar. Frekari upplýsingar má sjá á heimasíðu Samkeppniseftirlitsins.
Borgunarmálið Tengdar fréttir Landsbankinn hafnar ummælum Árna Páls Landsbankinn hafnar algjörlega ummælum sem Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, lét falla um bankann í gær. 21. janúar 2016 09:47 Ekki hægt að halda þjóðaratkvæðagreiðslu í hvert sinn sem ríkiseign er seld Formaður Samfylkingarinnar ræddi sölu ríkiseigna og sölu Landsbankans á Borgun við fjármála- og efnahagsráðherra á þingi í morgun. 21. janúar 2016 11:06 Vill að FME rannsaki sölu Landsbankans á Borgun Árni Páll Árnasson, formaður Samfylkingarinnar, vill að þingið láti til sín taka í málinu og knýi á um svör. 20. janúar 2016 16:50 Töldu söluverðið gott Landsbankinn segir að þegar verið var að semja um söluna á Borgun hafi kaupverðið verið ákveðið í ljósi upplýsinga sem þá lágu fyrir um rekstur Borgunar. 20. janúar 2016 18:05 Kaupmáttur og stórir árgangar hafa áhrif Spáð er áframhaldandi hækkun íbúðaverðs næstu þrjú ár. Áætlanir eru um aukið framboð nýrra íbúða og fjölbýlishúsa í Reykjavík. 21. janúar 2016 06:00 Bankasýslan leitar að ráðgjöfum fyrir sölu á Landsbankanum Leitað er að ráðgjöfum til að aðstoða við sölu á 28 prósenta hlut ríkisins í bankanum. 21. janúar 2016 13:30 Landsbankinn tryggði sig fyrir Visa samningi við sölu á Valitor en ekki Borgun Landsbankinn seldi Arion banka hlut í Valitor með ákvæði um að bankinn fengi greitt ef Visa Inc. seldi Visa Europe. Sambærilegt ákvæði var ekki gert við söluna á Borgun. 21. janúar 2016 06:00 Mest lesið Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Sjá meira
Landsbankinn hafnar ummælum Árna Páls Landsbankinn hafnar algjörlega ummælum sem Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, lét falla um bankann í gær. 21. janúar 2016 09:47
Ekki hægt að halda þjóðaratkvæðagreiðslu í hvert sinn sem ríkiseign er seld Formaður Samfylkingarinnar ræddi sölu ríkiseigna og sölu Landsbankans á Borgun við fjármála- og efnahagsráðherra á þingi í morgun. 21. janúar 2016 11:06
Vill að FME rannsaki sölu Landsbankans á Borgun Árni Páll Árnasson, formaður Samfylkingarinnar, vill að þingið láti til sín taka í málinu og knýi á um svör. 20. janúar 2016 16:50
Töldu söluverðið gott Landsbankinn segir að þegar verið var að semja um söluna á Borgun hafi kaupverðið verið ákveðið í ljósi upplýsinga sem þá lágu fyrir um rekstur Borgunar. 20. janúar 2016 18:05
Kaupmáttur og stórir árgangar hafa áhrif Spáð er áframhaldandi hækkun íbúðaverðs næstu þrjú ár. Áætlanir eru um aukið framboð nýrra íbúða og fjölbýlishúsa í Reykjavík. 21. janúar 2016 06:00
Bankasýslan leitar að ráðgjöfum fyrir sölu á Landsbankanum Leitað er að ráðgjöfum til að aðstoða við sölu á 28 prósenta hlut ríkisins í bankanum. 21. janúar 2016 13:30
Landsbankinn tryggði sig fyrir Visa samningi við sölu á Valitor en ekki Borgun Landsbankinn seldi Arion banka hlut í Valitor með ákvæði um að bankinn fengi greitt ef Visa Inc. seldi Visa Europe. Sambærilegt ákvæði var ekki gert við söluna á Borgun. 21. janúar 2016 06:00