
Einstakt lýðheilsuátak
Lifrarbólga C er alvarlegur og í mörgum tilvikum lífshættulegur sjúkdómur þar sem þekktar afleiðingar eru skorpulifur, lifrarkrabbamein og lifrarbilun.
Flestir sem sýkjast af lifrarbólgu fá langvinna sýkingu sem krefst meðferðar. Sú lyfjameðferð sem lengst af var beitt gat læknað fólk en dugði ekki alltaf. Meðferð tekur marga mánuði og aukaverkanir eru nokkuð algengar og geta reynst sjúklingum erfiðar.
Á síðustu misserum hafa komið fram ný lyf við lifrarbólgu C sem kalla má byltingarkennd þar sem þau lækna á bilinu 95 til 100% sjúklinga sem eru meðhöndlaðir með þeim, auk þess að hafa mun minni aukaverkanir en eldri lyf. Sá hængur er á að þessi lyf eru mjög dýr sem gerir það að verkum að heilbrigðisyfirvöld í þeim löndum þar sem lyfin hafa á annað borð verið innleidd gera það með ströngum skilyrðum þar sem aðeins lítill hluti smitaðra fær slíka meðferð samkvæmt forgangsröðun sem byggist á faglegu mati lækna.
Ísland fær einstakt tækifæri
Með átakinu er stefnt að því að vinna bug á sjúkdómnum hér á landi og stemma stigu við frekari útbreiðslu hans. Forsenda þess að unnt er að ráðast í þetta risavaxna verkefni, er samstarf við lyfjafyrirtækið Gilead Sciences sem í faraldsfræðilegu rannsóknarskyni leggur til lyfið Harvoni fyrir alla þá sjúklinga sem smitaðir eru og þiggja meðferð. Samhliða meðferðarátakinu munu fara fram rannsóknir á árangri þess til lengri og skemmri tíma, m.a. á sjúkdómsbyrði og á langtímakostnaði við heilbrigðisþjónustu.
Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum 6. október sl. að veita árlega, næstu þrjú árin, 150 milljónir króna til átaksins sem varið verður til blóðrannsókna og annarrar þjónustu sem tengist meðferðinni. Jafnframt fól ríkisstjórnin mér að ganga frá samkomulagi íslenskra heilbrigðisyfirvalda og Gilead um verkefnið. Í dag staðfesti ég þennan samning Landspítala og Gilead.
Ein af mikilvægustu forsendum þess að lýðheilsuátak eins og þetta sé raunhæft og framkvæmanlegt er sú að við erum fámenn eyþjóð auk þess sem við búum við gott heilbrigðiskerfi með trausta innviði.
Langur aðdragandi og vandaður undirbúningur
Undirbúningur að þessu verkefni hefur staðið á vel á annað ár. Hópur lækna á Landspítala hafði forystu um málið í samvinnu við fyrirtækið Gilead en á síðari stigum undirbúningsins komu að verkefninu breiður hópur fagfólks Landspítala, fulltrúar velferðarráðuneytisins, SÁÁ og fleiri aðila. Sóttvarnalæknir hefur átt afar mikilvæga aðkomu að verkefninu, enda fellur verkefnið að 5. gr. sóttvarnalaga nr. 19/1997. Landspítali mun leggja til starfsmenn, aðstöðu og nauðsynlegar greiningarannsóknir en yfirumsjón með verkefninu verður á hendi sóttvarnalæknis.
Ég vil að lokum lýsa þakklæti mínu í garð allra þeirra fjölmörgu aðila sem hafa um langt skeið lagt nótt við dag til að undirbúa og gera mögulegt þetta einstæða lýðheilsuverkefni. Fjöldi fólks sem glímir við erfiðan sjúkdóm eygir nú von um lækningu og betra líf. Eins og Haraldur Briem, fyrrverandi sóttvarnalæknir, hefur bent á má með þessu átaki binda vonir við að okkur takist að rjúfa þennan vítahring smits og bægja þessum landlæga og alvarlega sjúkdómi frá til framtíðar.
Það er til mikils að vinna.
Skoðun

Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn
Jón Ólafur Halldórsson skrifar

Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein
Jörgen Ingimar Hansson skrifar

Glötuðu tækifærin
Guðmundur Ragnarsson skrifar

Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf
Sverrir Fannberg Júliusson skrifar

Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina!
Sigvaldi Einarsson skrifar

Hvað eru Innri þróunarmarkmið?
Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar

Hagur okkar allra
Steinþór Logi Arnarsson skrifar

Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna
Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar

Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna?
Karl Guðmundsson skrifar

Smíðar eru nauðsyn
Einar Sverrisson skrifar

Nýsköpunarlandið
Elías Larsen skrifar

Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10
Sigurvin Lárus Jónsson skrifar

Sérfræðingarnir
Sölvi Tryggvason skrifar

Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu
Arnþór Sigurðsson skrifar

Venjuleg kona úr Hveragerði
Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar

Hljóð og mynd fara ekki saman
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Ertu að grínast með þinn lífsstíl?
Halla Þorvaldsdóttir skrifar

Guðrún Hafsteins er leiðtogi
Eiður Welding skrifar

Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf
Hópur iðnaðarmanna skrifar

Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur
Kristín María Thoroddsen skrifar

Herleysið er okkar vörn
Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar

Raddir, kyn og kassar
Linda Björk Markúsardóttir skrifar

Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun
Helga Gísladóttir skrifar

Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR
Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar

Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein
Jörgen Ingimar Hansson skrifar

Rödd friðar á móti sterkum her
Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar

Leiðtogi nýrra tíma
Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar

Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair?
Birgir Orri Ásgrímsson skrifar

Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir
Erna Bjarnadóttir skrifar

Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza
Kristján Þór Sigurðsson skrifar