Handbolti

Björgvin Páll átti flottustu markvörsluna í riðlakeppni EM

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Björgvin Páll Gústavsson, markvörður karlalandsliðsins í handbolta, átti flottustu markvörsluna í riðlakeppni Evrópumótsins.

Myndband af fimm flottustu vörslunum var sett inn á Youtube-síðu evrópska handknattleikssambandsins í dag, en Björgvin hefur betur á móti fjórum af bestu markvörðum heims.

Í myndbandinu koma fyrir Slawomir Szmal, markvörður Póllands, Niclas Landin, markvörður Danmerkur, og Mattias Andersson, markvörður Svíþjóðar.

Flottasta varslan var þó sigurvarslan hjá Björgvin á móti Noregi í fyrsta leik íslenska liðsins, en þar varði hann skot á lokasekúndunni frá Sander Sagosen. Þetta reyndust einu stig strákanna okkar á mótinu, en þeir fóru heim til sín í gær og taka ekki frekari þátt á EM að þessu sinni.

Björgvin Páll átti einnig þriðja flottasta markið í A og B-riðlum Evrópumótsins, en það var markið sem hann skoraði yfir allan völlinn á móti Króatíu.

Ísland átti reyndar tvö af flottustu mörkum riðlakeppninnar í A og B-riðlum því Róbert Gunnarsson komst einnig á listann.

Flottustu mörkin má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir

Uppbygging landsliðsins gæti tekið tíma

Sérfræðingar Fréttablaðsins eru allir sammála um að varnarleikurinn hafi fellt íslenska liðið á EM í Póllandi. Kalla eftir allsherjar naflaskoðun fyrir framhaldið og einn segir kominn tíma á Aron Kristjánsson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×