Ekki hægt að halda þjóðaratkvæðagreiðslu í hvert sinn sem ríkiseign er seld Aðalsteinn Kjartansson skrifar 21. janúar 2016 11:06 Formaður Samfylkingarinnar ræddi sölu ríkiseigna og sölu Landsbankans á Borgun við fjármála- og efnahagsráðherra á þingi í morgun. Vísir/Anton Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hvatti Árna Pál Árnason, formann Samfylkingarinnar, að óska eftir því við bankasýsluna og stjórn Landsbankans að fá frekari skýringar á sölu bankans á hlut í Borgun. Hann sagðist ekki vera í neinum vafa að stjórna bankans væri til í að koma fyrir þingnefnd og ræða málið, eins og hún hafi áður gert.Sjálfstæð stjórn í bankanum Árni Páll spurði ráðherrann út í söluna á Borgun í óundirbúnum fyrirspurnum í morgun en eins og Vísir greindi frá í gær hefur hann kallað eftir að Fjármálaeftirlitið og eftir atvikum þingið rannsaki viðskiptin með Borgun. Viðskiptin hafa sætt gagnrýni lengi fyrir söluferlið og verðið sem hluturinn var seldur á.Árni Páll Árnasson, formaður Samfylkingarinnar, vill að þingið láti til sín taka í málinu og knýi á um svör um söluna á Borgun.Vísir/GVABjarni sagðist einfaldlega ekki hafa neitt með stjórn bankans að gera. „Landsbankinn er með sjálfstæða stjórn og í þá stjórn er skipað eftir lögum og bankasýslan fer síðan með hlutabréfið. Einskonar armslengdar sjónarmið ráða för um skipan stjórnarinnar. Þannig að málefni Landsbankans eru í sjálfu sér ekki á nokkurn einasta hátta, nema bara með almennum hætti eins og á við um önnur fjármálafyrirtæki, á borði fjármálaráðherra,“ sagði hann. Ber ekki ábyrgð á traustinu Bjarni sagði það ekki sitt að bera ábyrgð á trausti til Landsbankans. „Það er stjórnenda og stjórnar bankans og eftir atvikum bankasýslunnar sem fer með þessi mál, fjalla um þessi mál og bera á þeim ábyrgð,“ sagði hann og bætti við að hann ætlaði ekki að fara í umræður í þinginu um hvernig staðið var að sölunni á Borgun.Salan á Borgun hefur lengi sætt gagnrýni.Vísir/Ernir„Mér skilst að stjórnendur Landsbankans hafi áður komið fyrir þingnefnd hér og gert grein fyrir málinu. Ég tek eftir því að landsbankinn hefur sömuleiðis í tvígang í gær birt skýringar á heimasíðu sinni og undirstrikar með því að hann ber sjálfur ábyrgð á því að viðhalda trausti gagnvart bankanum,“ sagði Bjarni og vitnaði svo til þess að bankinn telji að virðisauki fyrirtækisins hafi átt sér stað eftir að bankinn seldi Borgun. Þarf skýrar reglur Árni Páll ítrekaði þá afstöðu sína að mikilvægt væri að alvöru rannsókn fari fram á sölunni. „Það skiptir máli að rannsaka þetta vegna þess því fyrir dyrum er frekari sala ríkiseigna,“ sagði hann og vísaði meðal annars til frumvarps Bjarna um að fela eignarhaldsfélags Seðlabanka Íslands að selja ríkiseignir. Frumvarpið gerir ráð fyrir að stjórn félagsins sé ekki ábyrg fyrir ákvörðunum sínum og að einstaka starfsmenn geti selt eignir fyrir allt að milljarð króna. Bjarni furðaði sig á því að Árni Páll teldi ekki að allir væru sammála um hvernig selja eigi ríkiseignir. „Ég veit ekki til þess að uppi sé neinn grundvallarágreiningur um það hvernig eigi að standa að sölu ríkiseigna,“ sagði Bjarni í seinna svari sínu. „Á endanum verða jú einhverjir einstaklingar að taka ákvarðanir. Við getum ekki haft þetta þannig að við höldum þjóðaratkvæðagreiðslu í hvert sinn sem á að selja einhverjar eignir.“ Alþingi Borgunarmálið Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fleiri fréttir Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hvatti Árna Pál Árnason, formann Samfylkingarinnar, að óska eftir því við bankasýsluna og stjórn Landsbankans að fá frekari skýringar á sölu bankans á hlut í Borgun. Hann sagðist ekki vera í neinum vafa að stjórna bankans væri til í að koma fyrir þingnefnd og ræða málið, eins og hún hafi áður gert.Sjálfstæð stjórn í bankanum Árni Páll spurði ráðherrann út í söluna á Borgun í óundirbúnum fyrirspurnum í morgun en eins og Vísir greindi frá í gær hefur hann kallað eftir að Fjármálaeftirlitið og eftir atvikum þingið rannsaki viðskiptin með Borgun. Viðskiptin hafa sætt gagnrýni lengi fyrir söluferlið og verðið sem hluturinn var seldur á.Árni Páll Árnasson, formaður Samfylkingarinnar, vill að þingið láti til sín taka í málinu og knýi á um svör um söluna á Borgun.Vísir/GVABjarni sagðist einfaldlega ekki hafa neitt með stjórn bankans að gera. „Landsbankinn er með sjálfstæða stjórn og í þá stjórn er skipað eftir lögum og bankasýslan fer síðan með hlutabréfið. Einskonar armslengdar sjónarmið ráða för um skipan stjórnarinnar. Þannig að málefni Landsbankans eru í sjálfu sér ekki á nokkurn einasta hátta, nema bara með almennum hætti eins og á við um önnur fjármálafyrirtæki, á borði fjármálaráðherra,“ sagði hann. Ber ekki ábyrgð á traustinu Bjarni sagði það ekki sitt að bera ábyrgð á trausti til Landsbankans. „Það er stjórnenda og stjórnar bankans og eftir atvikum bankasýslunnar sem fer með þessi mál, fjalla um þessi mál og bera á þeim ábyrgð,“ sagði hann og bætti við að hann ætlaði ekki að fara í umræður í þinginu um hvernig staðið var að sölunni á Borgun.Salan á Borgun hefur lengi sætt gagnrýni.Vísir/Ernir„Mér skilst að stjórnendur Landsbankans hafi áður komið fyrir þingnefnd hér og gert grein fyrir málinu. Ég tek eftir því að landsbankinn hefur sömuleiðis í tvígang í gær birt skýringar á heimasíðu sinni og undirstrikar með því að hann ber sjálfur ábyrgð á því að viðhalda trausti gagnvart bankanum,“ sagði Bjarni og vitnaði svo til þess að bankinn telji að virðisauki fyrirtækisins hafi átt sér stað eftir að bankinn seldi Borgun. Þarf skýrar reglur Árni Páll ítrekaði þá afstöðu sína að mikilvægt væri að alvöru rannsókn fari fram á sölunni. „Það skiptir máli að rannsaka þetta vegna þess því fyrir dyrum er frekari sala ríkiseigna,“ sagði hann og vísaði meðal annars til frumvarps Bjarna um að fela eignarhaldsfélags Seðlabanka Íslands að selja ríkiseignir. Frumvarpið gerir ráð fyrir að stjórn félagsins sé ekki ábyrg fyrir ákvörðunum sínum og að einstaka starfsmenn geti selt eignir fyrir allt að milljarð króna. Bjarni furðaði sig á því að Árni Páll teldi ekki að allir væru sammála um hvernig selja eigi ríkiseignir. „Ég veit ekki til þess að uppi sé neinn grundvallarágreiningur um það hvernig eigi að standa að sölu ríkiseigna,“ sagði Bjarni í seinna svari sínu. „Á endanum verða jú einhverjir einstaklingar að taka ákvarðanir. Við getum ekki haft þetta þannig að við höldum þjóðaratkvæðagreiðslu í hvert sinn sem á að selja einhverjar eignir.“
Alþingi Borgunarmálið Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fleiri fréttir Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Sjá meira