Telur verkfall flugvirkja eiga eftir að standa yfir í nokkurn tíma Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 21. janúar 2016 10:37 Lítið miðar í samningsátt i kjaradeilu flugvirkja sem starfa hjá Samgöngustofu. Mynd tengist frétt ekki beint. Vísir/Pjetur Lítið miðar í samningsátt í kjaradeilu flugvirkja sem starfa hjá Samgöngustofu, að sögn Birkis Halldórssonar, formanns samninganefndar Flugvirkjafélags Íslands. Hann segir áhrifa verkfallsins þegar farið að gæta en að minnsta kosti ein flugvél hefur ekki fengið afgreiðslu vegna verkfallsins sem nú hefur staðið yfir í tíu daga. „Staðan er sú að frá því að verkfall hófst þá er búinn að vera einn fundur sem var nítjánda janúar. Hann var stuttur og árangurslaus sá,“ segir Birkir og bætir við að engin tilboð hafi verið lögð fram. Um er að ræða ótímabundið verkfall sex flugvirkja sem starfa sem eftirlitsmenn hjá Samgöngustofu. Þeir hafa verið kjarasamningslausir frá árinu 1989 og til jafns langs tíma hefur verið reynt að ná samkomulagi við ríkið. Birkir segir að farið sé fram á viðlíka samning og unnið hafi verið eftir undanfarin 27 ár. Ekki sé farið fram á launa- eða kjarabætur. „Flugvirkjar hafa verið með samkomulag um kaup og kjör en engan kjarasamning. Ríkið hins vegar stendur á sínu og vill aðra útfærslu en við erum tilbúin til að samþykkja,“ segir Birkir. „Við í rauninni teljum að það sem lagt hefur verið fram sé kjaraskerðing, sem við munum ekki samþykkja.“ Birkir telur flest benda til þess að verkfallið muni standa yfir í nokkurn tíma. „Ég er ekki bjartsýnn á að samningar takist í bráð.“ Síðasti fundur í deilunni var haldinn á þriðjudag. Ekki hefur verið boðað til nýs fundar. Fréttir af flugi Verkfall 2016 Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Sjá meira
Lítið miðar í samningsátt í kjaradeilu flugvirkja sem starfa hjá Samgöngustofu, að sögn Birkis Halldórssonar, formanns samninganefndar Flugvirkjafélags Íslands. Hann segir áhrifa verkfallsins þegar farið að gæta en að minnsta kosti ein flugvél hefur ekki fengið afgreiðslu vegna verkfallsins sem nú hefur staðið yfir í tíu daga. „Staðan er sú að frá því að verkfall hófst þá er búinn að vera einn fundur sem var nítjánda janúar. Hann var stuttur og árangurslaus sá,“ segir Birkir og bætir við að engin tilboð hafi verið lögð fram. Um er að ræða ótímabundið verkfall sex flugvirkja sem starfa sem eftirlitsmenn hjá Samgöngustofu. Þeir hafa verið kjarasamningslausir frá árinu 1989 og til jafns langs tíma hefur verið reynt að ná samkomulagi við ríkið. Birkir segir að farið sé fram á viðlíka samning og unnið hafi verið eftir undanfarin 27 ár. Ekki sé farið fram á launa- eða kjarabætur. „Flugvirkjar hafa verið með samkomulag um kaup og kjör en engan kjarasamning. Ríkið hins vegar stendur á sínu og vill aðra útfærslu en við erum tilbúin til að samþykkja,“ segir Birkir. „Við í rauninni teljum að það sem lagt hefur verið fram sé kjaraskerðing, sem við munum ekki samþykkja.“ Birkir telur flest benda til þess að verkfallið muni standa yfir í nokkurn tíma. „Ég er ekki bjartsýnn á að samningar takist í bráð.“ Síðasti fundur í deilunni var haldinn á þriðjudag. Ekki hefur verið boðað til nýs fundar.
Fréttir af flugi Verkfall 2016 Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Sjá meira