Lífeyri aldraðra haldið niðri i 11 mánuði! Björgvin Guðmundsson skrifar 21. janúar 2016 07:00 Í janúar 2015 hækkaði lífeyrir aldraðra og öryrkja um 3%. Launavísitalan hækkaði um 6,6% árið 2014 svo þessi hækkun lífeyris náði ekki að jafna þá hækkun. Meira hækkaði lífeyrir ekki allt árið 2015. Samt urðu meiri almennar launahækkanir á árinu 2015 en átt höfðu sér stað um langt skeið. En þó var lífeyrir frystur allt árið. Stjórnvöld höguðu sér gagnvart lífeyrisþegum eins og það væri kreppa í landinu. Bankastjóri Landsbankans sagði, að það væri komið góðæri á ný og ráðherrar töluðu ítrekað um að allir hagvísar væru hagstæðir. Ráðherrarnir töluðu fjálglega um hagstætt samkomulag um uppgjör slitabúa föllnu bankanna, sem mundi bæta afkomu þjóðarbúsins mikið en aldraðir og öryrkjar urðu ekki varir við neinn bata í þjóðarbúskapnum. Frá febrúar árið 2015 var lífeyri aldraðra og öryrkja haldið niðri og óbreyttum!14,5% hækkun lágmarkslauna 1. maí 2015 tóku gildi nýir kjarasamningar launafólks í Starfsgreinasambandinu, Flóabandalaginu og VR. Samkvæmt þessum samningum hækkuðu lágmarkslaun um 14,5% og ákveðið var, að laun mundu hækka í 300 þúsund krónur á mánuði á 3 árum. Fjölmargir aðrir nýir kjarasamningar voru gerðir á árinu. Meðaltalshækkun 12 nýrra kjarasamninga var 14%. Framhaldsskólakennarar sömdu um 17% hækkun strax og 44% hækkun á 3 árum. Nýlæknar sömdu um 25% hækkun strax og læknar almennt sömdu um allt að 40% hækkun á 3 árum. Grunnskólakennarar sömdu um 33% hækkun á 3 árum og 9,5% til viðbótar gegn afsali kennsluafsláttar. Samkvæmt lögum á við ákvörðun um hækkun lífeyris að taka mið af launaþróun. Miðað við þær miklu launahækkanir, sem samið var um 2015 og ákvæði laga um launaþróun virðist krafa eldri borgara um 14,5% hækkun hafa verið eðlileg. Útreikningar fjármálaráðuneytisins um 9,7% hækkun eru hins vegar ekki í samræmi við raunveruleikann enda voru þeir byggðir á áætlunum um launahækkanir en ekki rauntölum og þær áætlanir voru gerðar áður en samningar voru undirritaðir.Hækkun um áramót of lítil Hækkun sú á lífeyri, sem tók gildi um sl. áramót, er allt of lítil, gildir fyrir fáa og leysir engan vanda. Hækkunin er 9,7% eða kr. 21.825 fyrir skatt og þegar búið er að greiða skatt af þessari hækkun er lítið eftir. Það hefði hjálpað nokkuð, ef hækkunin hefði verið greidd frá 1. maí, þ.e. frá sama tíma og verkafólk fékk hækkun, eða frá 1. mars eins og ráðherrar, þingmenn og embættismenn fengu greitt. En af einhverjum ástæðum reyndust stjórnvöld ófáanleg til þess að greiða öldruðum og öryrkjum hækkun til baka. Lífeyrisþegar eru eini hópurinn í þjóðfélaginu, sem ekki hefur fengið afturvirkar kjarabætur.Lífeyrir alltof lágur Eftir hækkunina 1. janúar 2016 er lífeyrir einhleypra eldri borgara, sem eingöngu hafa tekjur frá almannatryggingum, kr. 206 þúsund á mánuð eftir skatt. Það er engin leið að lifa mannsæmandi lífi af svo lágum lífeyri. Ef viðkomandi þarf að leigja húsnæði er húsaleigan talsvert á annað hundrað þúsund á mánuði. Það er þá lítið eftir fyrir öllum öðrum útgjöldum, mat, fatnaði, rafmagni, síma, tölvukostnaði, rekstri bifreiðar eða öðrum samgöngukostnaði, ef ekki er um bifreið að ræða, lyfjum, lækniskostnaði o.fl. Engin leið er að standa undir öllum þessum útgjöldum með þessum lága lífeyri og því verða lífeyrisþegar að sleppa einhverjum af þessum útgjaldaliðum. Slíkt er óásættanlegt og brot á mannréttindum. Það verður að leiðrétta lífeyrinn. Það verður að stórhækka hann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Í janúar 2015 hækkaði lífeyrir aldraðra og öryrkja um 3%. Launavísitalan hækkaði um 6,6% árið 2014 svo þessi hækkun lífeyris náði ekki að jafna þá hækkun. Meira hækkaði lífeyrir ekki allt árið 2015. Samt urðu meiri almennar launahækkanir á árinu 2015 en átt höfðu sér stað um langt skeið. En þó var lífeyrir frystur allt árið. Stjórnvöld höguðu sér gagnvart lífeyrisþegum eins og það væri kreppa í landinu. Bankastjóri Landsbankans sagði, að það væri komið góðæri á ný og ráðherrar töluðu ítrekað um að allir hagvísar væru hagstæðir. Ráðherrarnir töluðu fjálglega um hagstætt samkomulag um uppgjör slitabúa föllnu bankanna, sem mundi bæta afkomu þjóðarbúsins mikið en aldraðir og öryrkjar urðu ekki varir við neinn bata í þjóðarbúskapnum. Frá febrúar árið 2015 var lífeyri aldraðra og öryrkja haldið niðri og óbreyttum!14,5% hækkun lágmarkslauna 1. maí 2015 tóku gildi nýir kjarasamningar launafólks í Starfsgreinasambandinu, Flóabandalaginu og VR. Samkvæmt þessum samningum hækkuðu lágmarkslaun um 14,5% og ákveðið var, að laun mundu hækka í 300 þúsund krónur á mánuði á 3 árum. Fjölmargir aðrir nýir kjarasamningar voru gerðir á árinu. Meðaltalshækkun 12 nýrra kjarasamninga var 14%. Framhaldsskólakennarar sömdu um 17% hækkun strax og 44% hækkun á 3 árum. Nýlæknar sömdu um 25% hækkun strax og læknar almennt sömdu um allt að 40% hækkun á 3 árum. Grunnskólakennarar sömdu um 33% hækkun á 3 árum og 9,5% til viðbótar gegn afsali kennsluafsláttar. Samkvæmt lögum á við ákvörðun um hækkun lífeyris að taka mið af launaþróun. Miðað við þær miklu launahækkanir, sem samið var um 2015 og ákvæði laga um launaþróun virðist krafa eldri borgara um 14,5% hækkun hafa verið eðlileg. Útreikningar fjármálaráðuneytisins um 9,7% hækkun eru hins vegar ekki í samræmi við raunveruleikann enda voru þeir byggðir á áætlunum um launahækkanir en ekki rauntölum og þær áætlanir voru gerðar áður en samningar voru undirritaðir.Hækkun um áramót of lítil Hækkun sú á lífeyri, sem tók gildi um sl. áramót, er allt of lítil, gildir fyrir fáa og leysir engan vanda. Hækkunin er 9,7% eða kr. 21.825 fyrir skatt og þegar búið er að greiða skatt af þessari hækkun er lítið eftir. Það hefði hjálpað nokkuð, ef hækkunin hefði verið greidd frá 1. maí, þ.e. frá sama tíma og verkafólk fékk hækkun, eða frá 1. mars eins og ráðherrar, þingmenn og embættismenn fengu greitt. En af einhverjum ástæðum reyndust stjórnvöld ófáanleg til þess að greiða öldruðum og öryrkjum hækkun til baka. Lífeyrisþegar eru eini hópurinn í þjóðfélaginu, sem ekki hefur fengið afturvirkar kjarabætur.Lífeyrir alltof lágur Eftir hækkunina 1. janúar 2016 er lífeyrir einhleypra eldri borgara, sem eingöngu hafa tekjur frá almannatryggingum, kr. 206 þúsund á mánuð eftir skatt. Það er engin leið að lifa mannsæmandi lífi af svo lágum lífeyri. Ef viðkomandi þarf að leigja húsnæði er húsaleigan talsvert á annað hundrað þúsund á mánuði. Það er þá lítið eftir fyrir öllum öðrum útgjöldum, mat, fatnaði, rafmagni, síma, tölvukostnaði, rekstri bifreiðar eða öðrum samgöngukostnaði, ef ekki er um bifreið að ræða, lyfjum, lækniskostnaði o.fl. Engin leið er að standa undir öllum þessum útgjöldum með þessum lága lífeyri og því verða lífeyrisþegar að sleppa einhverjum af þessum útgjaldaliðum. Slíkt er óásættanlegt og brot á mannréttindum. Það verður að leiðrétta lífeyrinn. Það verður að stórhækka hann.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun