Ragnhildur Helgadóttir er látin Samúel Karl Ólason skrifar 31. janúar 2016 23:54 Ragnhildur fæddist í Reykjavík 26. maí 1930. Mynd/Alþingi Ragnhildur Helgadóttir lögfræðingur, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra lést síðastliðinn föstudag, 29. janúar, 85 ára að aldri, eftir stutta sjúkdómslegu. Ragnhildur var á lista Sjálfstæðisflokksins við alþingiskosningar 1953 og aftur 1956 þegar hún var kjörin á þing ein kvenna þá 26 ára gömul. Í nýlegu viðtali í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna á Íslandi sagði Ragnhildur hversu fegin hún var þegar Auður Auðuns var kjörin á þing 1959, en kjörtímabilið 1959-1963 sátu þær tvær kvenna á þingi, og báðar fyrir Sjálfstæðisflokk. Ragnhildur var önnur konan hér á landi til að gegna ráðherraembætti, og fyrst kvenna til að gegna embætti menntamálaráðherra (1983–1985) og embætti heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra (1985–1987), en Auður Auðuns var dóms- og kirkjumálaráðherra 1970-1971. Síðan hafa 24 konur setið á ráðherrastóli hér á landi. Ragnhildur var einnig fyrst kvenna forseti í deildum Alþingis, en hún var forseti neðri deildar þingsins 1961-1962 og síðar 1974-1978. Ragnhildur var fyrsta konan sem gegndi embætti forseta Norðurlandaráðs. Ragnhildur var kjörin þingmaður Reykvíkinga og sat samtals 24 ár á Alþingi, eða 1956-1963, 1971-1979 og 1983-1991. Ragnhildur var eindregin kvenréttindakona. Á unglingsaldri stofnaði hún með skólasystrum sínum Málfundafélag menntaskólastúlkna til að auka áhrif kvenna á félagslíf Menntaskólans í Reykjavík. Hún sat í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins og varð formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna 1965. Áhugamál Ragnhildar voru margvísleg og tillögur og baráttumál á þingi, en þau tengdust helst kven- og mannréttindum, fjölskyldu og velferðarmálum auk mennta- og menningarmála. Snemma flutti hún tillögur um skattamál hjóna, lækkun húsnæðiskostnaðar fyrir ungt fólk, athugun á þörf atvinnulífsins fyrir háskóla- og tæknimenntun, heimili fyrir öryrkja af völdum geðsjúkdóma og vísi að íslenskri óperu með ráðningu söngvara til Þjóðleikhússins. Árið 1975 bar Ragnhildur fram á þingi tillögu um rétt kvenna í verkalýðsfélögum til fæðingarorlofs. Það var samþykkt og varð að lögum, en þá fengu margar kvennastéttir rétt til þriggja mánaða fæðingarorlofs, eins og hafði áður tíðkast eingöngu fyrir ríkisstarfsmenn. Ragnhildur vann að stórum málum í ráðherratíð sinni og má þar nefna útvarpslög í menntamálaráðuneytinu og í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu vann hún meðal annars að nýjum reglum sem lengdu fæðingarorlof um sex vikur og að nýjum reglum um sjúkratryggingar. Ragnhildur fæddist í Reykjavík 26. maí 1930. Foreldrar hennar voru Kristín Bjarnadóttir húsfreyja og Helgi Tómasson yfirlæknir. Eiginmaður Ragnhildar var Þór Heimir Vilhjálmsson dómari við Hæstarétt, Mannréttindadómstól Evrópu og EFTA-dómstólinn og áður prófessor við lagadeild Háskóla Íslands. Þór fæddist 1930 og lést 20. október sl. Þau hjón voru nánir samherjar og vinir frá því snemma á unglingsaldri og gift í rúm 65 ár. Ragnhildur og Þór eignuðust fjögur börn, Helga, Ingu, Kristínu og Þórunni, átta barnabörn og átta barnabarnabörn. Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira
Ragnhildur Helgadóttir lögfræðingur, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra lést síðastliðinn föstudag, 29. janúar, 85 ára að aldri, eftir stutta sjúkdómslegu. Ragnhildur var á lista Sjálfstæðisflokksins við alþingiskosningar 1953 og aftur 1956 þegar hún var kjörin á þing ein kvenna þá 26 ára gömul. Í nýlegu viðtali í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna á Íslandi sagði Ragnhildur hversu fegin hún var þegar Auður Auðuns var kjörin á þing 1959, en kjörtímabilið 1959-1963 sátu þær tvær kvenna á þingi, og báðar fyrir Sjálfstæðisflokk. Ragnhildur var önnur konan hér á landi til að gegna ráðherraembætti, og fyrst kvenna til að gegna embætti menntamálaráðherra (1983–1985) og embætti heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra (1985–1987), en Auður Auðuns var dóms- og kirkjumálaráðherra 1970-1971. Síðan hafa 24 konur setið á ráðherrastóli hér á landi. Ragnhildur var einnig fyrst kvenna forseti í deildum Alþingis, en hún var forseti neðri deildar þingsins 1961-1962 og síðar 1974-1978. Ragnhildur var fyrsta konan sem gegndi embætti forseta Norðurlandaráðs. Ragnhildur var kjörin þingmaður Reykvíkinga og sat samtals 24 ár á Alþingi, eða 1956-1963, 1971-1979 og 1983-1991. Ragnhildur var eindregin kvenréttindakona. Á unglingsaldri stofnaði hún með skólasystrum sínum Málfundafélag menntaskólastúlkna til að auka áhrif kvenna á félagslíf Menntaskólans í Reykjavík. Hún sat í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins og varð formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna 1965. Áhugamál Ragnhildar voru margvísleg og tillögur og baráttumál á þingi, en þau tengdust helst kven- og mannréttindum, fjölskyldu og velferðarmálum auk mennta- og menningarmála. Snemma flutti hún tillögur um skattamál hjóna, lækkun húsnæðiskostnaðar fyrir ungt fólk, athugun á þörf atvinnulífsins fyrir háskóla- og tæknimenntun, heimili fyrir öryrkja af völdum geðsjúkdóma og vísi að íslenskri óperu með ráðningu söngvara til Þjóðleikhússins. Árið 1975 bar Ragnhildur fram á þingi tillögu um rétt kvenna í verkalýðsfélögum til fæðingarorlofs. Það var samþykkt og varð að lögum, en þá fengu margar kvennastéttir rétt til þriggja mánaða fæðingarorlofs, eins og hafði áður tíðkast eingöngu fyrir ríkisstarfsmenn. Ragnhildur vann að stórum málum í ráðherratíð sinni og má þar nefna útvarpslög í menntamálaráðuneytinu og í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu vann hún meðal annars að nýjum reglum sem lengdu fæðingarorlof um sex vikur og að nýjum reglum um sjúkratryggingar. Ragnhildur fæddist í Reykjavík 26. maí 1930. Foreldrar hennar voru Kristín Bjarnadóttir húsfreyja og Helgi Tómasson yfirlæknir. Eiginmaður Ragnhildar var Þór Heimir Vilhjálmsson dómari við Hæstarétt, Mannréttindadómstól Evrópu og EFTA-dómstólinn og áður prófessor við lagadeild Háskóla Íslands. Þór fæddist 1930 og lést 20. október sl. Þau hjón voru nánir samherjar og vinir frá því snemma á unglingsaldri og gift í rúm 65 ár. Ragnhildur og Þór eignuðust fjögur börn, Helga, Ingu, Kristínu og Þórunni, átta barnabörn og átta barnabarnabörn.
Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira