Ragnhildur Helgadóttir er látin Samúel Karl Ólason skrifar 31. janúar 2016 23:54 Ragnhildur fæddist í Reykjavík 26. maí 1930. Mynd/Alþingi Ragnhildur Helgadóttir lögfræðingur, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra lést síðastliðinn föstudag, 29. janúar, 85 ára að aldri, eftir stutta sjúkdómslegu. Ragnhildur var á lista Sjálfstæðisflokksins við alþingiskosningar 1953 og aftur 1956 þegar hún var kjörin á þing ein kvenna þá 26 ára gömul. Í nýlegu viðtali í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna á Íslandi sagði Ragnhildur hversu fegin hún var þegar Auður Auðuns var kjörin á þing 1959, en kjörtímabilið 1959-1963 sátu þær tvær kvenna á þingi, og báðar fyrir Sjálfstæðisflokk. Ragnhildur var önnur konan hér á landi til að gegna ráðherraembætti, og fyrst kvenna til að gegna embætti menntamálaráðherra (1983–1985) og embætti heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra (1985–1987), en Auður Auðuns var dóms- og kirkjumálaráðherra 1970-1971. Síðan hafa 24 konur setið á ráðherrastóli hér á landi. Ragnhildur var einnig fyrst kvenna forseti í deildum Alþingis, en hún var forseti neðri deildar þingsins 1961-1962 og síðar 1974-1978. Ragnhildur var fyrsta konan sem gegndi embætti forseta Norðurlandaráðs. Ragnhildur var kjörin þingmaður Reykvíkinga og sat samtals 24 ár á Alþingi, eða 1956-1963, 1971-1979 og 1983-1991. Ragnhildur var eindregin kvenréttindakona. Á unglingsaldri stofnaði hún með skólasystrum sínum Málfundafélag menntaskólastúlkna til að auka áhrif kvenna á félagslíf Menntaskólans í Reykjavík. Hún sat í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins og varð formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna 1965. Áhugamál Ragnhildar voru margvísleg og tillögur og baráttumál á þingi, en þau tengdust helst kven- og mannréttindum, fjölskyldu og velferðarmálum auk mennta- og menningarmála. Snemma flutti hún tillögur um skattamál hjóna, lækkun húsnæðiskostnaðar fyrir ungt fólk, athugun á þörf atvinnulífsins fyrir háskóla- og tæknimenntun, heimili fyrir öryrkja af völdum geðsjúkdóma og vísi að íslenskri óperu með ráðningu söngvara til Þjóðleikhússins. Árið 1975 bar Ragnhildur fram á þingi tillögu um rétt kvenna í verkalýðsfélögum til fæðingarorlofs. Það var samþykkt og varð að lögum, en þá fengu margar kvennastéttir rétt til þriggja mánaða fæðingarorlofs, eins og hafði áður tíðkast eingöngu fyrir ríkisstarfsmenn. Ragnhildur vann að stórum málum í ráðherratíð sinni og má þar nefna útvarpslög í menntamálaráðuneytinu og í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu vann hún meðal annars að nýjum reglum sem lengdu fæðingarorlof um sex vikur og að nýjum reglum um sjúkratryggingar. Ragnhildur fæddist í Reykjavík 26. maí 1930. Foreldrar hennar voru Kristín Bjarnadóttir húsfreyja og Helgi Tómasson yfirlæknir. Eiginmaður Ragnhildar var Þór Heimir Vilhjálmsson dómari við Hæstarétt, Mannréttindadómstól Evrópu og EFTA-dómstólinn og áður prófessor við lagadeild Háskóla Íslands. Þór fæddist 1930 og lést 20. október sl. Þau hjón voru nánir samherjar og vinir frá því snemma á unglingsaldri og gift í rúm 65 ár. Ragnhildur og Þór eignuðust fjögur börn, Helga, Ingu, Kristínu og Þórunni, átta barnabörn og átta barnabarnabörn. Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira
Ragnhildur Helgadóttir lögfræðingur, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra lést síðastliðinn föstudag, 29. janúar, 85 ára að aldri, eftir stutta sjúkdómslegu. Ragnhildur var á lista Sjálfstæðisflokksins við alþingiskosningar 1953 og aftur 1956 þegar hún var kjörin á þing ein kvenna þá 26 ára gömul. Í nýlegu viðtali í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna á Íslandi sagði Ragnhildur hversu fegin hún var þegar Auður Auðuns var kjörin á þing 1959, en kjörtímabilið 1959-1963 sátu þær tvær kvenna á þingi, og báðar fyrir Sjálfstæðisflokk. Ragnhildur var önnur konan hér á landi til að gegna ráðherraembætti, og fyrst kvenna til að gegna embætti menntamálaráðherra (1983–1985) og embætti heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra (1985–1987), en Auður Auðuns var dóms- og kirkjumálaráðherra 1970-1971. Síðan hafa 24 konur setið á ráðherrastóli hér á landi. Ragnhildur var einnig fyrst kvenna forseti í deildum Alþingis, en hún var forseti neðri deildar þingsins 1961-1962 og síðar 1974-1978. Ragnhildur var fyrsta konan sem gegndi embætti forseta Norðurlandaráðs. Ragnhildur var kjörin þingmaður Reykvíkinga og sat samtals 24 ár á Alþingi, eða 1956-1963, 1971-1979 og 1983-1991. Ragnhildur var eindregin kvenréttindakona. Á unglingsaldri stofnaði hún með skólasystrum sínum Málfundafélag menntaskólastúlkna til að auka áhrif kvenna á félagslíf Menntaskólans í Reykjavík. Hún sat í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins og varð formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna 1965. Áhugamál Ragnhildar voru margvísleg og tillögur og baráttumál á þingi, en þau tengdust helst kven- og mannréttindum, fjölskyldu og velferðarmálum auk mennta- og menningarmála. Snemma flutti hún tillögur um skattamál hjóna, lækkun húsnæðiskostnaðar fyrir ungt fólk, athugun á þörf atvinnulífsins fyrir háskóla- og tæknimenntun, heimili fyrir öryrkja af völdum geðsjúkdóma og vísi að íslenskri óperu með ráðningu söngvara til Þjóðleikhússins. Árið 1975 bar Ragnhildur fram á þingi tillögu um rétt kvenna í verkalýðsfélögum til fæðingarorlofs. Það var samþykkt og varð að lögum, en þá fengu margar kvennastéttir rétt til þriggja mánaða fæðingarorlofs, eins og hafði áður tíðkast eingöngu fyrir ríkisstarfsmenn. Ragnhildur vann að stórum málum í ráðherratíð sinni og má þar nefna útvarpslög í menntamálaráðuneytinu og í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu vann hún meðal annars að nýjum reglum sem lengdu fæðingarorlof um sex vikur og að nýjum reglum um sjúkratryggingar. Ragnhildur fæddist í Reykjavík 26. maí 1930. Foreldrar hennar voru Kristín Bjarnadóttir húsfreyja og Helgi Tómasson yfirlæknir. Eiginmaður Ragnhildar var Þór Heimir Vilhjálmsson dómari við Hæstarétt, Mannréttindadómstól Evrópu og EFTA-dómstólinn og áður prófessor við lagadeild Háskóla Íslands. Þór fæddist 1930 og lést 20. október sl. Þau hjón voru nánir samherjar og vinir frá því snemma á unglingsaldri og gift í rúm 65 ár. Ragnhildur og Þór eignuðust fjögur börn, Helga, Ingu, Kristínu og Þórunni, átta barnabörn og átta barnabarnabörn.
Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira