Er hægt draga úr spillingu? Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar 30. janúar 2016 11:30 Erfitt er að segja til um hvort spilling sé vaxandi vandamál á Íslandi. Ísland hefur þó á síðustu tíu árum færst úr 1. sæti niður í 13. sæti á lista Transparency International yfir minnst spilltustu ríki heims. Spilling er illmælanleg en listinn er gerður út frá upplifunum og skynjunum almennings og sérfræðinga sem svara spurningalista um ákveðna þætti sem eiga að endurspegla skynjun á spillingu í opinberri stjórnsýslu.Strax eftir hrun byrjaði Ísland að færast neðar um sæti á listanum. Þar sem greiningin byggir á skynjun fólks, má búast við því að aukin umræða og fræðsla um hvað teljist til spillingar hafi áhrif á svör fólks. Frændhygli, klíkuskapur og fyrirgreiðslupólitík er eitthvað sem flestir geta sammælst um að sé við lýði á Íslandi, en margir hafa verið ragir til þess að skilgreina það sem spillingu. Þessar tegundir af spillingu eru oft afgreiddar sem náttúruleg afleiðing fámenns samfélags. Sjálf sat ég vikulangt námskeið síðasta sumar á vegum Transparency International í Litháen. Þar sem ég fræddist um spillingu í mörgum af spilltustu ríkjum heims. Þar lærði ég um hinar ýmsu lagasetningar sem hafa það markmið að sporna gegn spillingu. Á Íslandi hafa ýmis gagnsæisákvæði verið sett í lög til að bregðast við minnkandi trausti í samfélaginu gagnvart opinberum stofnunum, sérstaklega eftir fjármálahrunið 2008. Enn eru þó ýmis göt sem hægt er að stoppa í og vel hægt að gera betur. Þó ég hafi hlustað á sjokkerandi sögur jafnaldra minna frá Sómalíu, Íran, Úkraínu og Afganistan á námskeiðinu og metið vandamálin á Íslandi smávægileg í því samhengi, er ekki hægt að nota það sem afsökun til að gera ekki betur hér á landi. Fyrir árið 2015 var spurningin sem sérfræðingar og almenningur áttu að svara um upplifun sína af spillingu þessi: Að hve miklu leyti er leitast við að koma í veg fyrir að opinberir embættismenn misnoti stöðu sína í eigin þágu? Spurningunni er ætlað að upplýsa á hvaða hátt ríki og samfélag kemur í veg fyrir að opinberir aðilar og stjórnmálamenn þiggi mútur t.d. í formi greiða eða persónulegs ávinnings. Í þessu samhengi má nefna að þingflokkur Bjartrar framtíðar hefur lagt fram frumvarp um að gera laun og greiðslur til þingmanna opinber. Málið er liður í því að auka traust til Alþingis, sem nýtur nú einungis 18% trausts þjóðarinnar. Árið 2013 lét skrifstofa þingsins kanna hug fólks nánar, til þess að fá upplýsingar af hverju vantraustið stafaði. 87% svarenda taldi að traust þeirra til Alþingis myndi aukast ef starfið væri gagnsærra. Við þessum skorti á gagnsæi hefur að einhverju leyti verið brugðist. Sem dæmi má nefna að árið 2011 var tekið upp á því að birta fundargerðir af nefndarfundum á vef þingsins og þar með var mæting þingmanna á slíka fundi gerð opinber. Enn eru þó starfskjör alþingismanna mjög óljós og hefur Alþingi veitt litlar upplýsingar um starfskostnað, svo sem akstursstyrki og dagpeninga einstakra þingmanna, þegar eftir því hefur verið leitað. Annað mál sem þingflokkur BF hefur lagt fram nokkrum sinnum á þingi en aldrei hlotið brautargengi er frumvarp um vernd uppljóstrara. Transparency International og Gagnsæi, samtök gegn spillingu hafa lýst mikilvægi þess að slík löggjöf sé til staðar sem verndar þá sem koma upp um misgjörðir sem varða almannahagsmuni. Algengt er að sá sem ljóstrar upp spillingu til eftirlitsaðila eða fjölmiðla missi starf sitt, eigi yfir höfði sér lögsókn og þurfi jafnvel að þola ofsóknir. Samfélagið allt nýtur ávinnings af athöfnum uppljóstrara en sjálfur þarf hann að bera allan kostnaðinn. Ef stjórnvöld telja mikilvægt að sporna gegn spillingu verður að taka fleiri skref í setningu laga sem miða að auknu gegnsæi og minni spillingu þar sem almannahagsmunir ráða för. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Sjá meira
Erfitt er að segja til um hvort spilling sé vaxandi vandamál á Íslandi. Ísland hefur þó á síðustu tíu árum færst úr 1. sæti niður í 13. sæti á lista Transparency International yfir minnst spilltustu ríki heims. Spilling er illmælanleg en listinn er gerður út frá upplifunum og skynjunum almennings og sérfræðinga sem svara spurningalista um ákveðna þætti sem eiga að endurspegla skynjun á spillingu í opinberri stjórnsýslu.Strax eftir hrun byrjaði Ísland að færast neðar um sæti á listanum. Þar sem greiningin byggir á skynjun fólks, má búast við því að aukin umræða og fræðsla um hvað teljist til spillingar hafi áhrif á svör fólks. Frændhygli, klíkuskapur og fyrirgreiðslupólitík er eitthvað sem flestir geta sammælst um að sé við lýði á Íslandi, en margir hafa verið ragir til þess að skilgreina það sem spillingu. Þessar tegundir af spillingu eru oft afgreiddar sem náttúruleg afleiðing fámenns samfélags. Sjálf sat ég vikulangt námskeið síðasta sumar á vegum Transparency International í Litháen. Þar sem ég fræddist um spillingu í mörgum af spilltustu ríkjum heims. Þar lærði ég um hinar ýmsu lagasetningar sem hafa það markmið að sporna gegn spillingu. Á Íslandi hafa ýmis gagnsæisákvæði verið sett í lög til að bregðast við minnkandi trausti í samfélaginu gagnvart opinberum stofnunum, sérstaklega eftir fjármálahrunið 2008. Enn eru þó ýmis göt sem hægt er að stoppa í og vel hægt að gera betur. Þó ég hafi hlustað á sjokkerandi sögur jafnaldra minna frá Sómalíu, Íran, Úkraínu og Afganistan á námskeiðinu og metið vandamálin á Íslandi smávægileg í því samhengi, er ekki hægt að nota það sem afsökun til að gera ekki betur hér á landi. Fyrir árið 2015 var spurningin sem sérfræðingar og almenningur áttu að svara um upplifun sína af spillingu þessi: Að hve miklu leyti er leitast við að koma í veg fyrir að opinberir embættismenn misnoti stöðu sína í eigin þágu? Spurningunni er ætlað að upplýsa á hvaða hátt ríki og samfélag kemur í veg fyrir að opinberir aðilar og stjórnmálamenn þiggi mútur t.d. í formi greiða eða persónulegs ávinnings. Í þessu samhengi má nefna að þingflokkur Bjartrar framtíðar hefur lagt fram frumvarp um að gera laun og greiðslur til þingmanna opinber. Málið er liður í því að auka traust til Alþingis, sem nýtur nú einungis 18% trausts þjóðarinnar. Árið 2013 lét skrifstofa þingsins kanna hug fólks nánar, til þess að fá upplýsingar af hverju vantraustið stafaði. 87% svarenda taldi að traust þeirra til Alþingis myndi aukast ef starfið væri gagnsærra. Við þessum skorti á gagnsæi hefur að einhverju leyti verið brugðist. Sem dæmi má nefna að árið 2011 var tekið upp á því að birta fundargerðir af nefndarfundum á vef þingsins og þar með var mæting þingmanna á slíka fundi gerð opinber. Enn eru þó starfskjör alþingismanna mjög óljós og hefur Alþingi veitt litlar upplýsingar um starfskostnað, svo sem akstursstyrki og dagpeninga einstakra þingmanna, þegar eftir því hefur verið leitað. Annað mál sem þingflokkur BF hefur lagt fram nokkrum sinnum á þingi en aldrei hlotið brautargengi er frumvarp um vernd uppljóstrara. Transparency International og Gagnsæi, samtök gegn spillingu hafa lýst mikilvægi þess að slík löggjöf sé til staðar sem verndar þá sem koma upp um misgjörðir sem varða almannahagsmuni. Algengt er að sá sem ljóstrar upp spillingu til eftirlitsaðila eða fjölmiðla missi starf sitt, eigi yfir höfði sér lögsókn og þurfi jafnvel að þola ofsóknir. Samfélagið allt nýtur ávinnings af athöfnum uppljóstrara en sjálfur þarf hann að bera allan kostnaðinn. Ef stjórnvöld telja mikilvægt að sporna gegn spillingu verður að taka fleiri skref í setningu laga sem miða að auknu gegnsæi og minni spillingu þar sem almannahagsmunir ráða för.
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar