Kjör á AdaM Hótel langt undir lágmarkslaunum Jakob Bjarnar skrifar 9. febrúar 2016 15:03 Enn dökknar myndin yfir starfseminni sem rekin er á AdaM hótel við Skólavörðustíg. visir/brink Enn dökknar myndin yfir starfseminni sem rekin er á AdaM Hótel við Skólavörðustíg. Inni á Facebook-hópi sem ætlaður er Tékkum á Íslandi er að finna atvinnuauglýsingu frá AdaM Hótel. Auglýsingin, sem er frá 21. maí 2014, er á ensku en þar er óskað eftir starfsfólki frá Tékklandi, til að starfa í móttökunni og til að annast þrif á herbergjum. Lágmark er að ráða sig til árs og er unnið fimm daga vikunnar, tíu tíma vaktir. Launin eru sögð 1.480 Evrur á mánuði. Sé miðað við gengi þess tíma er um að ræða um 240 þúsund krónur á mánuði í laun. Í auglýsingunni kemur svo fram að starfskrafturinn megi eiga von á að fá 1.030 Evrur á mánuði eftir skatta og gjöld. Í frétt Vísis frá því fyrr í dag er greint frá því að þar sé í boði tékkneskur bjór, þannig að svo virðist sem eigendur AdaM Hótel hafi góð tengsl við Tékkland.Atvinnuauglýsingin frá AdaM sem finna má á Facebookhópi Tékka á Íslandi.Samkvæmt kjarasamningum sem gerðir voru í janúar 2014 voru lágmarkslaun hjá fólki innan VR og SA 214 þúsund krónur á mánuði. Er þar miðað við 171,5 vinnustundir í mánuði eða 39,5 stundir á viku. Auglýsingin hljóðar hins vegar upp á starfskraft sem er tilbúinn að vinna tíu tíma á dag eða sem svarar fimmtíu stundum á viku. Aukatímana 10,5 þarf að greiða sem yfirvinnu samkvæmt kjarasamningum og er þá miðað við 0,875% af dagvinnukaupi, þ.e. 1873 krónur á tímann eða tæplega 79 þúsund krónur á mánuði. Heildarlaunin sem viðkomandi starfskraftur ætti því að eiga von á fyrir fimmtíu vinnustundir á viku eru tæplega 293 þúsund krónur. Þar munar rúmlega 50 þúsund krónum á þeim 240 þúsund krónum sem boðnar voru mögulegum starfskrafti.Víða pottur brotinn Í samtali við tékkneskan mann, sem ekki vildi láta nafns síns getið, er víðar pottur brotinn í hótelgeiranum en á AdaM Hótel, hvað þetta varðar. Reyndar hló heimildarmaður Vísis og sagði þetta alsiða að greiða lág laun í ferðaþjónustunni. Þetta væri bara toppurinn á þeim ísjaka. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur enn ekki tekist að ná tali af Ragnari Guðmundssyni hótelstjóra á AdaM Hótel.Uppfært klukkan 16:10Fréttin hefur verið uppfærð með nákvæmari útreikningi og samanburði á lágmarkslaunum og þeim kjörum sem mögulegum starfskrafti var boðið á hótelinu. Tengdar fréttir Varar við kranavatninu en selur vatn á flöskum Gestum á Hótel Adam er ráðlagt að kaupa frekar vatn á sérmerktum plastflöskum en drekka vatn af krana. 8. febrúar 2016 11:54 „Ragnar Guðmundsson var séntilmaður fram í fingurgóma“ Atli Steinn gefur AdaM hótel sín bestu meðmæli. 9. febrúar 2016 13:33 Sérstakt bjórtilboð á Hótel AdaM Forsvarsmenn Hótel AdaM hafa tekið Facebook-síðu sína niður. 9. febrúar 2016 12:08 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Fleiri fréttir „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Sjá meira
Enn dökknar myndin yfir starfseminni sem rekin er á AdaM Hótel við Skólavörðustíg. Inni á Facebook-hópi sem ætlaður er Tékkum á Íslandi er að finna atvinnuauglýsingu frá AdaM Hótel. Auglýsingin, sem er frá 21. maí 2014, er á ensku en þar er óskað eftir starfsfólki frá Tékklandi, til að starfa í móttökunni og til að annast þrif á herbergjum. Lágmark er að ráða sig til árs og er unnið fimm daga vikunnar, tíu tíma vaktir. Launin eru sögð 1.480 Evrur á mánuði. Sé miðað við gengi þess tíma er um að ræða um 240 þúsund krónur á mánuði í laun. Í auglýsingunni kemur svo fram að starfskrafturinn megi eiga von á að fá 1.030 Evrur á mánuði eftir skatta og gjöld. Í frétt Vísis frá því fyrr í dag er greint frá því að þar sé í boði tékkneskur bjór, þannig að svo virðist sem eigendur AdaM Hótel hafi góð tengsl við Tékkland.Atvinnuauglýsingin frá AdaM sem finna má á Facebookhópi Tékka á Íslandi.Samkvæmt kjarasamningum sem gerðir voru í janúar 2014 voru lágmarkslaun hjá fólki innan VR og SA 214 þúsund krónur á mánuði. Er þar miðað við 171,5 vinnustundir í mánuði eða 39,5 stundir á viku. Auglýsingin hljóðar hins vegar upp á starfskraft sem er tilbúinn að vinna tíu tíma á dag eða sem svarar fimmtíu stundum á viku. Aukatímana 10,5 þarf að greiða sem yfirvinnu samkvæmt kjarasamningum og er þá miðað við 0,875% af dagvinnukaupi, þ.e. 1873 krónur á tímann eða tæplega 79 þúsund krónur á mánuði. Heildarlaunin sem viðkomandi starfskraftur ætti því að eiga von á fyrir fimmtíu vinnustundir á viku eru tæplega 293 þúsund krónur. Þar munar rúmlega 50 þúsund krónum á þeim 240 þúsund krónum sem boðnar voru mögulegum starfskrafti.Víða pottur brotinn Í samtali við tékkneskan mann, sem ekki vildi láta nafns síns getið, er víðar pottur brotinn í hótelgeiranum en á AdaM Hótel, hvað þetta varðar. Reyndar hló heimildarmaður Vísis og sagði þetta alsiða að greiða lág laun í ferðaþjónustunni. Þetta væri bara toppurinn á þeim ísjaka. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur enn ekki tekist að ná tali af Ragnari Guðmundssyni hótelstjóra á AdaM Hótel.Uppfært klukkan 16:10Fréttin hefur verið uppfærð með nákvæmari útreikningi og samanburði á lágmarkslaunum og þeim kjörum sem mögulegum starfskrafti var boðið á hótelinu.
Tengdar fréttir Varar við kranavatninu en selur vatn á flöskum Gestum á Hótel Adam er ráðlagt að kaupa frekar vatn á sérmerktum plastflöskum en drekka vatn af krana. 8. febrúar 2016 11:54 „Ragnar Guðmundsson var séntilmaður fram í fingurgóma“ Atli Steinn gefur AdaM hótel sín bestu meðmæli. 9. febrúar 2016 13:33 Sérstakt bjórtilboð á Hótel AdaM Forsvarsmenn Hótel AdaM hafa tekið Facebook-síðu sína niður. 9. febrúar 2016 12:08 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Fleiri fréttir „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Sjá meira
Varar við kranavatninu en selur vatn á flöskum Gestum á Hótel Adam er ráðlagt að kaupa frekar vatn á sérmerktum plastflöskum en drekka vatn af krana. 8. febrúar 2016 11:54
„Ragnar Guðmundsson var séntilmaður fram í fingurgóma“ Atli Steinn gefur AdaM hótel sín bestu meðmæli. 9. febrúar 2016 13:33
Sérstakt bjórtilboð á Hótel AdaM Forsvarsmenn Hótel AdaM hafa tekið Facebook-síðu sína niður. 9. febrúar 2016 12:08