Frestur forsætisráðuneytis til að skila hugmyndum um Hafnartorg framlengdur um viku 9. febrúar 2016 14:06 Landstólpar þróunarfélag hafa veitt forsætisráðuneytinu viku framlengingu til að koma með hugmyndir að nýtingu á hluta húsnæðis sem félagið ætlar byggja á Hafnartorgi í Reykjavík. Stjórnarformaður Landstólpa segir ekki verið að ræða möguleg makaskipti á lóðum Hafnartorgs og lóð ríkisins við Skúlagötu. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hefur gagnrýnt bæði útlit og magn bygginga sem Landstólpi þróunarfélag hefur í hyggju að byggja á Hafnartorgi. Í viðtali við kvöldfréttir Stöðvar tvö hinn 22. janúar staðfesti forsætisráðherra að viðræður væri hafnar við félagið um að forsætisráðuneytið leigði hluta húsnæðisins eða færi jafnvel í makaskipti á lóðunum við Hafnartorg og stórri lóð ríkisins við Skúlagötu. Menn ætluðu að skoða málið nánar fram til 12. febrúar. Gísli Steinar Gíslason stjórnarformaður Landstólpa þróunarfélags segir félagið hafa gefið forsætisráðuneytinu lengri frest, eða til 19. febrúar til að skoða málið. „Það helgast nú bara af því að menn eru mikið í burtu. Þannig að það er sjálfsagt að gefa þessu góðan tíma,“ segir Gísli Steinar. En menn hafa væntanlega notað tímann til að skoða málin og fara yfir þau? „Boltinn er kannski meira hjá þeim þannig að þeir eru held ég að nota tímann vel og eru að móta einhverjar tillögur í þessu. Þetta snýst í raun og veru um þarfagreiningu fyrir starfsemina þeirra. Svo erum við tilbúnir að skoða hugmyndir þeirra um einhvers konar útlit. Það á bara eftir að koma fram hjá þeim,“ segir Gísli Steinar. Verið sé að skoða þarfir forsætisráðuneytisins og annarra ráðuneyta fyrir skrifstofuhúsnæði en tvö af sjö húsum sem stendur til að byggja á lóðinni verða skrifstofuhúsnæði og fimm íbúðabyggingar og verslunarhúsnæði á öllum jarðhæðum. Ekki sé verið að skoða makaskipti á lóðum. „Það hefur í raun ekki verið rætt en ég held að það sé kannski svolítið erfitt í þessari stöðu. Við erum bara í þessu stóra verkefni og höldum áfram með það. Þannig að makaskipti eru ekki uppi á borðinu, alla vegan ennþá,“ segir Gísli Steinar. Þá komi til greina að skoða byggingarmagnið á Hafnartorgi. „Við viljum bara sjá þessar tillögur sem þeir eru að vinna og tökum afstöðu í framhaldinu af því. Það er sjálfsagt að staldra við og sjá hvað skoðun menn hafa á málum,“En ykkur langar ekkert í þessa stóru lóð við Skúlagötuna? „Við erum bara tilbúnir til að taka hana líka,“ segir Gísli Steinar Gíslason. Alþingi Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi Sjá meira
Landstólpar þróunarfélag hafa veitt forsætisráðuneytinu viku framlengingu til að koma með hugmyndir að nýtingu á hluta húsnæðis sem félagið ætlar byggja á Hafnartorgi í Reykjavík. Stjórnarformaður Landstólpa segir ekki verið að ræða möguleg makaskipti á lóðum Hafnartorgs og lóð ríkisins við Skúlagötu. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hefur gagnrýnt bæði útlit og magn bygginga sem Landstólpi þróunarfélag hefur í hyggju að byggja á Hafnartorgi. Í viðtali við kvöldfréttir Stöðvar tvö hinn 22. janúar staðfesti forsætisráðherra að viðræður væri hafnar við félagið um að forsætisráðuneytið leigði hluta húsnæðisins eða færi jafnvel í makaskipti á lóðunum við Hafnartorg og stórri lóð ríkisins við Skúlagötu. Menn ætluðu að skoða málið nánar fram til 12. febrúar. Gísli Steinar Gíslason stjórnarformaður Landstólpa þróunarfélags segir félagið hafa gefið forsætisráðuneytinu lengri frest, eða til 19. febrúar til að skoða málið. „Það helgast nú bara af því að menn eru mikið í burtu. Þannig að það er sjálfsagt að gefa þessu góðan tíma,“ segir Gísli Steinar. En menn hafa væntanlega notað tímann til að skoða málin og fara yfir þau? „Boltinn er kannski meira hjá þeim þannig að þeir eru held ég að nota tímann vel og eru að móta einhverjar tillögur í þessu. Þetta snýst í raun og veru um þarfagreiningu fyrir starfsemina þeirra. Svo erum við tilbúnir að skoða hugmyndir þeirra um einhvers konar útlit. Það á bara eftir að koma fram hjá þeim,“ segir Gísli Steinar. Verið sé að skoða þarfir forsætisráðuneytisins og annarra ráðuneyta fyrir skrifstofuhúsnæði en tvö af sjö húsum sem stendur til að byggja á lóðinni verða skrifstofuhúsnæði og fimm íbúðabyggingar og verslunarhúsnæði á öllum jarðhæðum. Ekki sé verið að skoða makaskipti á lóðum. „Það hefur í raun ekki verið rætt en ég held að það sé kannski svolítið erfitt í þessari stöðu. Við erum bara í þessu stóra verkefni og höldum áfram með það. Þannig að makaskipti eru ekki uppi á borðinu, alla vegan ennþá,“ segir Gísli Steinar. Þá komi til greina að skoða byggingarmagnið á Hafnartorgi. „Við viljum bara sjá þessar tillögur sem þeir eru að vinna og tökum afstöðu í framhaldinu af því. Það er sjálfsagt að staldra við og sjá hvað skoðun menn hafa á málum,“En ykkur langar ekkert í þessa stóru lóð við Skúlagötuna? „Við erum bara tilbúnir til að taka hana líka,“ segir Gísli Steinar Gíslason.
Alþingi Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi Sjá meira