Landsbankinn hafði allar upplýsingar um Borgun samkvæmt Borgun Aðalsteinn Kjartansson skrifar 8. febrúar 2016 11:37 Landsbankinn seldi rúmlega þrjátíu prósenta hlut í Borgun fyrir 2,2 milljarða til stjórnenda og hóps fjárfesta árið 2014. Vísir/Ernir Sérstakt gagnaherbergi var útbúið með ítarlegum upplýsingum um Borgun og rekstur félagsins í tengslum við sölu á hlut Landsbankans í félaginu. Í yfirlýsingu frá fyrirtækinu segir að „Landsbankinn hafði aðgang að öllum gögnum í tengslum við söluna á hlut bankans í Borgun síðla árs 2014“.Upplýsingar um VISA og VISA Europe Í gagnaherberginu lágu fyrir upplýsingar um aðild og eignarhlut Borgunar í Visa Europe sem og upplýsingar um valréttarákvæði á milli Visa Inc. og VISA Europe, að því er segir í tilkynningunni.Bankinn fór ekki með Borgunarhlutina í útboðsferli og hefur það sætt gagnrýni.vísir/pjeturLandsbankinn seldi rúmlega þrjátíu prósenta hlut í Borgun fyrir 2,2 milljarða til stjórnenda og hóps fjárfesta árið 2014 en salan hefur sætt talsverðri gagnrýni að undanförnu. Hluturinn var ekki boðinn út og því ekki á allra færi að bjóða í hann. „Borgun bjó aldrei yfir upplýsingum um hvort, hvenær né á hvaða verði Visa Europe yrði selt, fyrr en salan var gerð opinber þann 2. nóvember 2015,“ segir í yfirlýsingu fyrirtækisins. Þar segir einnig að vænt hlutdeild Borgunar í söluandvirði á VISA Europe hafi ekki orðið ljós fyrr en 21. desember. „Fyrir þann tíma hafði Borgun engar forsendur til þess að meta eignarhlut sinn í Visa Europe á annan hátt en gert var,“ segir fyrirtækið. Þá ætlar Borgun að veita Landsbankanum allar þær upplýsingar tengdar söluferlinu sem nauðsynlegar eru til að svara fyrirspurn Bankasýslunnar og annarra opinberra aðila um söluna.Engin skilyrði í samningnum Landsbankinn hefur meðal annars haldið því fram að bankinn hafi haft takmarkaðar upplýsingar um Borgun þegar eignarhluturinn var seldur. Hefur hann vísað til samkomulag sem gert var við Samkeppniseftirlitið um takmarkaða aðkomu bankans að fyrirtækinu. Á sérstökum upplýsingavef sem bankinn opnaði vegna málsins kom fram að bankinn hefði til að mynda ekki haft upplýsingar um að Borgun gæti átt von á greiðslum vegna valréttar Visa Inc. á VISA Europe. Bankinn setti því ekki skilyrði við söluna að ef kaupum á Visa Europe yrði myndu greiðslur sem Borgun fengi renna til Landsbankans í samræmi við hlut bankans. Það gerði hann hins vegar þegar bankinn seldi 38 prósenta hlut sinn í Valitor til Arion banka þremur vikum síðar. Borgunarmálið Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Fleiri fréttir Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Sjá meira
Sérstakt gagnaherbergi var útbúið með ítarlegum upplýsingum um Borgun og rekstur félagsins í tengslum við sölu á hlut Landsbankans í félaginu. Í yfirlýsingu frá fyrirtækinu segir að „Landsbankinn hafði aðgang að öllum gögnum í tengslum við söluna á hlut bankans í Borgun síðla árs 2014“.Upplýsingar um VISA og VISA Europe Í gagnaherberginu lágu fyrir upplýsingar um aðild og eignarhlut Borgunar í Visa Europe sem og upplýsingar um valréttarákvæði á milli Visa Inc. og VISA Europe, að því er segir í tilkynningunni.Bankinn fór ekki með Borgunarhlutina í útboðsferli og hefur það sætt gagnrýni.vísir/pjeturLandsbankinn seldi rúmlega þrjátíu prósenta hlut í Borgun fyrir 2,2 milljarða til stjórnenda og hóps fjárfesta árið 2014 en salan hefur sætt talsverðri gagnrýni að undanförnu. Hluturinn var ekki boðinn út og því ekki á allra færi að bjóða í hann. „Borgun bjó aldrei yfir upplýsingum um hvort, hvenær né á hvaða verði Visa Europe yrði selt, fyrr en salan var gerð opinber þann 2. nóvember 2015,“ segir í yfirlýsingu fyrirtækisins. Þar segir einnig að vænt hlutdeild Borgunar í söluandvirði á VISA Europe hafi ekki orðið ljós fyrr en 21. desember. „Fyrir þann tíma hafði Borgun engar forsendur til þess að meta eignarhlut sinn í Visa Europe á annan hátt en gert var,“ segir fyrirtækið. Þá ætlar Borgun að veita Landsbankanum allar þær upplýsingar tengdar söluferlinu sem nauðsynlegar eru til að svara fyrirspurn Bankasýslunnar og annarra opinberra aðila um söluna.Engin skilyrði í samningnum Landsbankinn hefur meðal annars haldið því fram að bankinn hafi haft takmarkaðar upplýsingar um Borgun þegar eignarhluturinn var seldur. Hefur hann vísað til samkomulag sem gert var við Samkeppniseftirlitið um takmarkaða aðkomu bankans að fyrirtækinu. Á sérstökum upplýsingavef sem bankinn opnaði vegna málsins kom fram að bankinn hefði til að mynda ekki haft upplýsingar um að Borgun gæti átt von á greiðslum vegna valréttar Visa Inc. á VISA Europe. Bankinn setti því ekki skilyrði við söluna að ef kaupum á Visa Europe yrði myndu greiðslur sem Borgun fengi renna til Landsbankans í samræmi við hlut bankans. Það gerði hann hins vegar þegar bankinn seldi 38 prósenta hlut sinn í Valitor til Arion banka þremur vikum síðar.
Borgunarmálið Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Fleiri fréttir Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Sjá meira