Carolina Panthers liðið á bæði besta leikmanninn og besta þjálfarann i NFL Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. febrúar 2016 12:00 Cam Newton. Vísir/Getty Carolina Panthers fékk í gær þrjú stór verðlaun á uppskeruhátíð NFL-deildarinnar en leikmenn Carolina Panthers mæta Denver Broncos í Super Bowl í kvöld. Cam Newton, leikstjórnandi Carolina Panthers, var bæði valinn mikilvægasti leikmaðurinn og besti sóknarmaðurinn. Ron Rivera, þjálfari Carolina Panthers, var valinn besti þjálfari tímabilsins. Þetta er í annað skiptið á þremur árum sem hann fær þessi verðlaun. J. J. Watt hjá Houston Texans var kosinn besti varnarmaðurinn en það er annað árið í röð og í þriðja sinn á fjórum árum sem hann er valinn varnartröll deildarinnar. Cam Newton fékk yfirburðarkosningu sem mikilvægasti leikmaðurinn en hann fékk 48 af 50 atkvæðum en það eru íþróttafréttamenn sem fjalla um NFL-deildina sem kjósa. Þessi tvö atkvæði sem komu ekki í hlut Newton fóru til Tom Brady og Carson Palmer. Það var aðeins meiri spenna í kosningu á besta sóknarmanninum en þar fékk Cam Newton 18 atkvæði en Antonio Brown hjá Pittsburg Steelers kom næstur með 10 atkvæði. Cam Newton var ekki á staðnum enda að undirbúa sig fyrir Super Bowl í kvöld og það voru faðir hans, móðir hans og tveir bræður hans sem tóku við verðlaunum fyrir hans hönd. Cam Newton átti frábært tímabil með Carolina Panthers liðinu sem vann 15 af 16 leikjum í deildarkeppninni og er nú komið alla leið í úrslitin um titilinn. Newton sendi 35 snertimarksendingar í þessum 16 leikjum og skoraði líka sjálfur tíu snertimörk að auki. Newton hefur verið rosalegur í síðustu tíu leikjum í deild og úrslitakeppni þar sem hann hefur kastað 26 snertimarkssendingar og aðeins kastað boltanum þrisvar sinnum frá sér á sama tíma.Super Bowl verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í kvöld og hefst útsendingin klukkan 23.00. Tryggðu þér áskrift á 365.is.Ron RiveraVísir/Getty NFL Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sjá meira
Carolina Panthers fékk í gær þrjú stór verðlaun á uppskeruhátíð NFL-deildarinnar en leikmenn Carolina Panthers mæta Denver Broncos í Super Bowl í kvöld. Cam Newton, leikstjórnandi Carolina Panthers, var bæði valinn mikilvægasti leikmaðurinn og besti sóknarmaðurinn. Ron Rivera, þjálfari Carolina Panthers, var valinn besti þjálfari tímabilsins. Þetta er í annað skiptið á þremur árum sem hann fær þessi verðlaun. J. J. Watt hjá Houston Texans var kosinn besti varnarmaðurinn en það er annað árið í röð og í þriðja sinn á fjórum árum sem hann er valinn varnartröll deildarinnar. Cam Newton fékk yfirburðarkosningu sem mikilvægasti leikmaðurinn en hann fékk 48 af 50 atkvæðum en það eru íþróttafréttamenn sem fjalla um NFL-deildina sem kjósa. Þessi tvö atkvæði sem komu ekki í hlut Newton fóru til Tom Brady og Carson Palmer. Það var aðeins meiri spenna í kosningu á besta sóknarmanninum en þar fékk Cam Newton 18 atkvæði en Antonio Brown hjá Pittsburg Steelers kom næstur með 10 atkvæði. Cam Newton var ekki á staðnum enda að undirbúa sig fyrir Super Bowl í kvöld og það voru faðir hans, móðir hans og tveir bræður hans sem tóku við verðlaunum fyrir hans hönd. Cam Newton átti frábært tímabil með Carolina Panthers liðinu sem vann 15 af 16 leikjum í deildarkeppninni og er nú komið alla leið í úrslitin um titilinn. Newton sendi 35 snertimarksendingar í þessum 16 leikjum og skoraði líka sjálfur tíu snertimörk að auki. Newton hefur verið rosalegur í síðustu tíu leikjum í deild og úrslitakeppni þar sem hann hefur kastað 26 snertimarkssendingar og aðeins kastað boltanum þrisvar sinnum frá sér á sama tíma.Super Bowl verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í kvöld og hefst útsendingin klukkan 23.00. Tryggðu þér áskrift á 365.is.Ron RiveraVísir/Getty
NFL Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sjá meira