Hundruð ferðaþjónustuaðila á risakaupstefnu í Laugardalshöll Heimir Már Pétursson skrifar 5. febrúar 2016 19:45 Reiknað er með að rúmlega sex milljónir manna fari um Keflavíkurflugvöll á næsta ári og ferðamenn til landsins verði hátt á aðra milljón. Rúmlega fimm hundruð ferðaþjónustuaðilar frá tuttugu og einu landi ásamt um tvö hundruð íslenskum ferðaþjónustufyrirtækjum kynna starfsemi sína á Mid-Atlantic kaupstefnu Icelandair yfir helgina. Tugprósenta árleg fjölgun ferðamanna til Íslands gerist ekki að sjálfu sér. Hún gerist vegna þrotlauss markaðsstarfs þúsunda ferðaþjónustuaðila bæði innanlands og utan. Ekki hvað síst vegna markaðsstarfs flugfélaganna eins og árleg Mid Atlantic ferðakaupstefna Icelandair sýnir. Þetta er tuttugasta og fjórða Mid Atlantic kaupstefna Icelandair með 255 sýningarbásum og vel á sjöunda þúsund bókaðra funda þeirra sem ýmist eru að selja að kaupa ferðaþjónustu. Þetta eru fulltrúar ferðaskrifstofa, hótela, bílaleiga og fjölmargra annarra aðila sem þjóna ferðmenn beggja vegna Atlantshafsins og er stórviðburður ár hvert hjá Icelandair að sögn Helga Más Björgvinssonar, framkvæmdastjóra sölu og markaðssviðs Icelandair. „Þetta er sá stærsti sem við höfum nokkurn tíma haft. Þetta hefur verið að stækka í takti við okkar framboðsaukningu. Það er mikill áhugi. Þetta er stór dagur fyrir okkur þegar við fáum alla þessa aðila til Íslands og íslensku aðilana líka til að kynna sína vörur og þjónustu,“ segir Helgi. Mikil vinna fari í að kynna Ísland í samkeppni við önnur lönd. Þegar litið sé yfir langt tímabil, t.d. tíu ára, sé heilbrigt að búast við 8 til 10 prósenta vexti á milli ára, en undanfarin nokkur ár hefur vöxturinn verið allt að 30 prósent. „En þetta hefur vaxið mjög hratt á síðustu árum og við munum ekki sjá það endalaust. En við sjáum enn þá mikil tækifæri í að selja og markaðssetja landið,“ segir HelgiAllt frá ABBA til Aberdeen Það er mjög fjölbreytt flóra ferðaþjónustu kynnt á kaupstenfunni eins og Abbasafnið í Stokkhólmi sem Stina Hammervik frá Stokkhólmi sá um að kynna. „Við höfum fengið yfir átta hundruð þúsund gesti í safnið frá því það var opnað í maí árið 2013,“ segir Stina. Í safninu geti fólk kynnt sér feril Abba, tónlist hljómsveitarinnar og jafnvel sungið lögnin við undirspil hljómsveitarinnar. Þá má ekki gleyma mörgum mjög skrautlegum búningum fjórmenninganna sem skipuðu hljómsveitina. „Já það má svo sannarlega skoða búninga hljómsveitarinnar,“ segir Stina. Þá bætast við nokkrir nýir áfangastaðir hjá Icelandair eins og Aberdeen í Skotlandi. Peter Medley fulltrúi Skoska ferðamálaráðsins segir Skota gestrisna heim að sækja. „Aberdeen er frábær borg út af fyrir sig en í næsta nágrenni eru til að mynda margir frægir kastalar. Það er hægt að heimsækja yfir þrjúhundruð kastala og það sem stendur kannski hjarta mínu nær eru fjölmargar viský verksmiðjur sem bjóða upp á heimsóknir,“ segir Peter. Í næsta bás voru föngulegar ungar konur frá Skotlandi að kynna Glengoyne, eina af fjölmörgum tegundum af skosku viskíi sem framleitt er rétt fyrir utan Glasgow. Fréttamaður fékk að smakka sérstaka útgáfu þessa göfuga drykkjar sem eingöngu er seld í verksmiðjunni sjálfri og á netinu og getur staðfest að hugmyndin um Skotlandsferð varð enn meira freistandi eftir þann drykk. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira
Reiknað er með að rúmlega sex milljónir manna fari um Keflavíkurflugvöll á næsta ári og ferðamenn til landsins verði hátt á aðra milljón. Rúmlega fimm hundruð ferðaþjónustuaðilar frá tuttugu og einu landi ásamt um tvö hundruð íslenskum ferðaþjónustufyrirtækjum kynna starfsemi sína á Mid-Atlantic kaupstefnu Icelandair yfir helgina. Tugprósenta árleg fjölgun ferðamanna til Íslands gerist ekki að sjálfu sér. Hún gerist vegna þrotlauss markaðsstarfs þúsunda ferðaþjónustuaðila bæði innanlands og utan. Ekki hvað síst vegna markaðsstarfs flugfélaganna eins og árleg Mid Atlantic ferðakaupstefna Icelandair sýnir. Þetta er tuttugasta og fjórða Mid Atlantic kaupstefna Icelandair með 255 sýningarbásum og vel á sjöunda þúsund bókaðra funda þeirra sem ýmist eru að selja að kaupa ferðaþjónustu. Þetta eru fulltrúar ferðaskrifstofa, hótela, bílaleiga og fjölmargra annarra aðila sem þjóna ferðmenn beggja vegna Atlantshafsins og er stórviðburður ár hvert hjá Icelandair að sögn Helga Más Björgvinssonar, framkvæmdastjóra sölu og markaðssviðs Icelandair. „Þetta er sá stærsti sem við höfum nokkurn tíma haft. Þetta hefur verið að stækka í takti við okkar framboðsaukningu. Það er mikill áhugi. Þetta er stór dagur fyrir okkur þegar við fáum alla þessa aðila til Íslands og íslensku aðilana líka til að kynna sína vörur og þjónustu,“ segir Helgi. Mikil vinna fari í að kynna Ísland í samkeppni við önnur lönd. Þegar litið sé yfir langt tímabil, t.d. tíu ára, sé heilbrigt að búast við 8 til 10 prósenta vexti á milli ára, en undanfarin nokkur ár hefur vöxturinn verið allt að 30 prósent. „En þetta hefur vaxið mjög hratt á síðustu árum og við munum ekki sjá það endalaust. En við sjáum enn þá mikil tækifæri í að selja og markaðssetja landið,“ segir HelgiAllt frá ABBA til Aberdeen Það er mjög fjölbreytt flóra ferðaþjónustu kynnt á kaupstenfunni eins og Abbasafnið í Stokkhólmi sem Stina Hammervik frá Stokkhólmi sá um að kynna. „Við höfum fengið yfir átta hundruð þúsund gesti í safnið frá því það var opnað í maí árið 2013,“ segir Stina. Í safninu geti fólk kynnt sér feril Abba, tónlist hljómsveitarinnar og jafnvel sungið lögnin við undirspil hljómsveitarinnar. Þá má ekki gleyma mörgum mjög skrautlegum búningum fjórmenninganna sem skipuðu hljómsveitina. „Já það má svo sannarlega skoða búninga hljómsveitarinnar,“ segir Stina. Þá bætast við nokkrir nýir áfangastaðir hjá Icelandair eins og Aberdeen í Skotlandi. Peter Medley fulltrúi Skoska ferðamálaráðsins segir Skota gestrisna heim að sækja. „Aberdeen er frábær borg út af fyrir sig en í næsta nágrenni eru til að mynda margir frægir kastalar. Það er hægt að heimsækja yfir þrjúhundruð kastala og það sem stendur kannski hjarta mínu nær eru fjölmargar viský verksmiðjur sem bjóða upp á heimsóknir,“ segir Peter. Í næsta bás voru föngulegar ungar konur frá Skotlandi að kynna Glengoyne, eina af fjölmörgum tegundum af skosku viskíi sem framleitt er rétt fyrir utan Glasgow. Fréttamaður fékk að smakka sérstaka útgáfu þessa göfuga drykkjar sem eingöngu er seld í verksmiðjunni sjálfri og á netinu og getur staðfest að hugmyndin um Skotlandsferð varð enn meira freistandi eftir þann drykk.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira