Ákvörðun um formannskjör í Samfylkingunni tekin í næstu viku Heimir Már Pétursson skrifar 5. febrúar 2016 14:48 Stefnt er að .því að framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar ákveði í næstu viku hvort formannskjöri verði flýtt fram á vorið. Flóknara getur reynst að flýta landsfundi vegna laga flokksins. Sex manna stjórn Samfylkingarinnar fundaði í gær þar sem möguleikarnir á að flýta landfsfundi og formannskjöri flokksins voru ræddir. Samkvæmt áætlun átti að boða til landsfundar í janúar eða febrúar á næsta ári og í aðdraganda hans boða til almenns formannskjörs í kringum mánaðamótin nóvember - desember. Katrín Júlíusdóttir varaformaður Samfylkingarinnar situr í stjórn flokksins sem fundaði í gærdag og fer með málefni flokksins á mill framkvæmdastjórnarfunda. Framkvæmdastjórnin fundaði um formannsmálin í síðustu viku að sögn Katrínar. „Þá var formanni framkvæmdastjórnar faliðásamt framkvæmdastjóra að koma með sviðsmyndir og möguleika inn á næsta fund framkvæmdastjórnar sem er í næstu viku. Viðákváðum í gær að inn íþá sviðsmyndagerð myndi bætast aðþað yrði gengið til atkvæða núna í vor í stað haustsins,“ segir Katrín. Hún reikni með að ákvörðun um hvort flýta eigi formannskjöri til vorsins verði tekin á framkvæmdastjórnarfundi í næstu viku. Hins vegar séu lög flokkskins meira afgerandi varðandi möguleika á að flýta landsfundi. „Þannig að það er ekki auðvelt að hnika til reglulegum landsfundum. En það er hægt að boða til aukalandsfunda og það er hægt að skoða hvenær atkvæðagreiðslan um formann fer fram,“ segir Katrín. Ef formannskjöri verði flýtt fram á vorið sé helst verið að horfa til maímánaðar. Ef frambjóeðendur verða fleiri en einn verða þeir í kosningabaráttu vikurnar á undan. Forsetakosningar fara hins vegar fram hinn 25. júní og vænta má að kosningabarátta fyrir þær verði hafi strax í maí. Katrín óttast ekki að formannskjör í Samfylkingunni hverfi í skugga þeirrar kosningabaráttu. „Ég vona bara að formannskjör Samfylkingarinnar skyggi ekki á forsetakjör. Eigum við ekki frekar að hafa áhyggjur af því, leyfa okkur að gera það? En aðöllu gamni slepptu þá er erfitt að fara út fyrir maí yfir höfuðí starfsemi eins og okkar,“ segir Katrín Júlíusdóttir. Alþingi Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti Sjá meira
Stefnt er að .því að framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar ákveði í næstu viku hvort formannskjöri verði flýtt fram á vorið. Flóknara getur reynst að flýta landsfundi vegna laga flokksins. Sex manna stjórn Samfylkingarinnar fundaði í gær þar sem möguleikarnir á að flýta landfsfundi og formannskjöri flokksins voru ræddir. Samkvæmt áætlun átti að boða til landsfundar í janúar eða febrúar á næsta ári og í aðdraganda hans boða til almenns formannskjörs í kringum mánaðamótin nóvember - desember. Katrín Júlíusdóttir varaformaður Samfylkingarinnar situr í stjórn flokksins sem fundaði í gærdag og fer með málefni flokksins á mill framkvæmdastjórnarfunda. Framkvæmdastjórnin fundaði um formannsmálin í síðustu viku að sögn Katrínar. „Þá var formanni framkvæmdastjórnar faliðásamt framkvæmdastjóra að koma með sviðsmyndir og möguleika inn á næsta fund framkvæmdastjórnar sem er í næstu viku. Viðákváðum í gær að inn íþá sviðsmyndagerð myndi bætast aðþað yrði gengið til atkvæða núna í vor í stað haustsins,“ segir Katrín. Hún reikni með að ákvörðun um hvort flýta eigi formannskjöri til vorsins verði tekin á framkvæmdastjórnarfundi í næstu viku. Hins vegar séu lög flokkskins meira afgerandi varðandi möguleika á að flýta landsfundi. „Þannig að það er ekki auðvelt að hnika til reglulegum landsfundum. En það er hægt að boða til aukalandsfunda og það er hægt að skoða hvenær atkvæðagreiðslan um formann fer fram,“ segir Katrín. Ef formannskjöri verði flýtt fram á vorið sé helst verið að horfa til maímánaðar. Ef frambjóeðendur verða fleiri en einn verða þeir í kosningabaráttu vikurnar á undan. Forsetakosningar fara hins vegar fram hinn 25. júní og vænta má að kosningabarátta fyrir þær verði hafi strax í maí. Katrín óttast ekki að formannskjör í Samfylkingunni hverfi í skugga þeirrar kosningabaráttu. „Ég vona bara að formannskjör Samfylkingarinnar skyggi ekki á forsetakjör. Eigum við ekki frekar að hafa áhyggjur af því, leyfa okkur að gera það? En aðöllu gamni slepptu þá er erfitt að fara út fyrir maí yfir höfuðí starfsemi eins og okkar,“ segir Katrín Júlíusdóttir.
Alþingi Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti Sjá meira