Það versta afstaðið á Patreksfirði en bætir enn í snjóinn frameftir degi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. febrúar 2016 08:54 Rýmingarkort af Patreksfirði. Mikið hefur dregið úr snjókomu á Patreksfirði en hættustig vegna snjóflóðahættu verður þó að öllum líkindum í gildi fram eftir degi þar sem áfram mun snjóa í bænum. Þetta segir Tómas Jóhannesson hjá snjóflóðavakt Veðurstofu Íslands. Í gær voru sex hús í bænum rýmd og segir Tómas að rýmingunni verði væntanlega ekki aflétt fyrr en veðrið hefur gengið niður seinna í dag. Þó hafa vaktmenn fyrir vestan ekki orðið varir við að nein flóð hafi fallið á því svæði á Patreksfirði þar sem hús voru rýmd en menn hafi varann á. „Það versta er afstaðið en það heldur áfram að bæta í snjóinn í dag. Þetta er mikil snjókoma miðað við þá úrkomu sem er vanalega þegar það snjóar en úrkoman síðan í gærkvöldi á Patreksfirði er komin í 50 millimetra og það bætir enn í mælinn,“ segir Tómas. Hann segir að mun meira hafi snjóað á Patreksfirði og Tálknafirði en annars staðar á Vestfjörðum. Þannig hafi ekki verið mjög mikil úrkoma á norðanverðum Vestfjörðum en mikill skafrenningur og ófærð vegna veðurhæðar. Þá segir Tómas að menn séu með varann á sér á Norðurlandi vegna snjóflóðahættu. „Það er fyrst og fremst ákveðinn viðbúnaður í sambandi við vegi í Dalsmynni og Ljósavatnsskarði og svo hafa menn verið að ræða hættu á Ólafsfjarðarmúla og Siglufjarðarvegi en við höfum ekki séð nein flóð þar enn sem komið er. Þarna er þetta fyrst og fremst skafrenningur og veðurhæð sem menn hafa áhyggjur af að geti komið einhverju af stað.“ Einnig er fylgst með fjöllum á Austurlandi en mikil úrkoma var þar í gær og nótt en veðrið hefur nú gengið niður. Sjá nánar um snjóflóðahættu á vef Veðurstofunnar. Veður Tengdar fréttir Veðrinu slotar ekki á Vestfjörðum fyrr en seint í kvöld Enn er hvassviðrði og stormur á norðurlandi og fyrir austan og á Vestfjörðum. 5. febrúar 2016 07:38 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Sjá meira
Mikið hefur dregið úr snjókomu á Patreksfirði en hættustig vegna snjóflóðahættu verður þó að öllum líkindum í gildi fram eftir degi þar sem áfram mun snjóa í bænum. Þetta segir Tómas Jóhannesson hjá snjóflóðavakt Veðurstofu Íslands. Í gær voru sex hús í bænum rýmd og segir Tómas að rýmingunni verði væntanlega ekki aflétt fyrr en veðrið hefur gengið niður seinna í dag. Þó hafa vaktmenn fyrir vestan ekki orðið varir við að nein flóð hafi fallið á því svæði á Patreksfirði þar sem hús voru rýmd en menn hafi varann á. „Það versta er afstaðið en það heldur áfram að bæta í snjóinn í dag. Þetta er mikil snjókoma miðað við þá úrkomu sem er vanalega þegar það snjóar en úrkoman síðan í gærkvöldi á Patreksfirði er komin í 50 millimetra og það bætir enn í mælinn,“ segir Tómas. Hann segir að mun meira hafi snjóað á Patreksfirði og Tálknafirði en annars staðar á Vestfjörðum. Þannig hafi ekki verið mjög mikil úrkoma á norðanverðum Vestfjörðum en mikill skafrenningur og ófærð vegna veðurhæðar. Þá segir Tómas að menn séu með varann á sér á Norðurlandi vegna snjóflóðahættu. „Það er fyrst og fremst ákveðinn viðbúnaður í sambandi við vegi í Dalsmynni og Ljósavatnsskarði og svo hafa menn verið að ræða hættu á Ólafsfjarðarmúla og Siglufjarðarvegi en við höfum ekki séð nein flóð þar enn sem komið er. Þarna er þetta fyrst og fremst skafrenningur og veðurhæð sem menn hafa áhyggjur af að geti komið einhverju af stað.“ Einnig er fylgst með fjöllum á Austurlandi en mikil úrkoma var þar í gær og nótt en veðrið hefur nú gengið niður. Sjá nánar um snjóflóðahættu á vef Veðurstofunnar.
Veður Tengdar fréttir Veðrinu slotar ekki á Vestfjörðum fyrr en seint í kvöld Enn er hvassviðrði og stormur á norðurlandi og fyrir austan og á Vestfjörðum. 5. febrúar 2016 07:38 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Sjá meira
Veðrinu slotar ekki á Vestfjörðum fyrr en seint í kvöld Enn er hvassviðrði og stormur á norðurlandi og fyrir austan og á Vestfjörðum. 5. febrúar 2016 07:38