Mest skorið niður í ráðhúsinu segir borgarstjóri Heimir Már Pétursson skrifar 3. febrúar 2016 13:39 Borgarstjóri segir ekki verið að auka við niðurskurð í borginni með þeim tillögum sem ræddar voru í borgarstjórn í gær. Þær séu útfærslur á niðurskurðar- og hagræðingartillögum sem samþykktar hafi verið vuð afgreiðslu fjárhagsáætlunar þessa árs. Reykjavíkurdeild Félags stjórnenda leikskóla sögðu í ályktun í gær að þeir væru uggandi vegna boðunar niðurskurðar á skóla- og frístundasviði upp á 670 milljónir króna. Þá hefði ákvörðun borgarráðs að leikskólar taki með sér halla frá árinu 2015 yfir á árið 2016 komið stjórnendum í opna skjöldu á sama tíma og niðurskurður væri boðaður. Komið sé inn að beini í skerðingu á fjármagni til leikskóla sem ekki væri hægt að mæta nema með beinni skerðingu á þjónustu við börn og fjölskyldur og með minni gæðum í leikskólastarfinu. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að tillögur sem samþykktar voru í borgarstjórn í gær feli ekki í sér viðbótarniðurskurð uppá 1,8 milljarða ofan á þær aðgerðir sem samþykktar hafi verið við afgreiðslu fjárhagsáætlunar borgarinnar í desember. Um væri að ræða útfærslur á þeim tillögum. „Núna eru málaflokkarnir búnir að útfæra þetta hver á sínum stað. Við erum líka búin að leggja línurnar varðandi niðurskurð í ráðhúsinu, í miðlægu þjónustunni og stöð þjónustinni. Sem er hlutfallslega töluvert meiri en úti í málaflokkunum og þjónustunni,“ segir Dagur. Niðurskurður og hagræðing á þesu ári væri um 1,8 prósent af heildarútgjöldum borgarinnar sem væru um eitt hundrað milljarðar króna. Niðurskurðurinn verði mestur í ráðhúsinu og miðlægri starfsemi. Forgangsraðað sé í þágu þeirrar þjónustu sem borgin veiti. „Ég er líka mjög ánægður með hvernig málaflokkarnir nálgast þetta hjá sér. Af virðingu fyrir þeirri starfsemi sem borgin stendur fyrir sem er auðvitað mörgum mjög nauðsynleg. Þannig að þetta gangi sem minnst á þjónustuna. Það þýðir líka að við verðum að velta við öllum steinum og vera útsjónarsöm í að endurskipuleggja það sem telst til yfirstjórnar og er miðlægt,“ segir borgarstjóri. Víða verði ekki ráðið í laus störfu og kannað hvort hægt sé að hagræða þegar einhver hættir störfum hjá borginni. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn segja margar tillögur meirihlutans óraunhæfar, til að mynda sparnaður upp á um 20 milljónir með heilsuátaki til að fækka veikindadögum starfsfólks. Borgarstjóri segir veikindi á vissum sviðum borgarinnar vera meiri en almennt gerist á vinnumarkaðnum. „Þetta stendur nú hjarta mínu nærri úr læknisfræðinni. Þannig að ég hef trú á að þetta skipti máli. Ekki bara fyrir rekstur borgarinnar heldur líka fyrir vellíðan starfsfólks og starfsemina þar með,“ segir Dagur.Og þessu verður framfylgt og fylgt eftir? „Já, já og er komið af stað,“ segir Dagur B. Eggertsson. Alþingi Tengdar fréttir „Svarar engu að sjá borgarstjórann dansa á sviði“ Á borgarstjórnarfundi í gær voru hagræðingaraðgerðir upp á tæpa tvo milljarða samþykktar. Borgarstjórn var gagnrýnd fyrir óljósar sparnaðaráætlanir. Borgarstjóri segir að sparað verði mest í ráðhúsinu og miðlægri þjónustu. 3. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sjá meira
Borgarstjóri segir ekki verið að auka við niðurskurð í borginni með þeim tillögum sem ræddar voru í borgarstjórn í gær. Þær séu útfærslur á niðurskurðar- og hagræðingartillögum sem samþykktar hafi verið vuð afgreiðslu fjárhagsáætlunar þessa árs. Reykjavíkurdeild Félags stjórnenda leikskóla sögðu í ályktun í gær að þeir væru uggandi vegna boðunar niðurskurðar á skóla- og frístundasviði upp á 670 milljónir króna. Þá hefði ákvörðun borgarráðs að leikskólar taki með sér halla frá árinu 2015 yfir á árið 2016 komið stjórnendum í opna skjöldu á sama tíma og niðurskurður væri boðaður. Komið sé inn að beini í skerðingu á fjármagni til leikskóla sem ekki væri hægt að mæta nema með beinni skerðingu á þjónustu við börn og fjölskyldur og með minni gæðum í leikskólastarfinu. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að tillögur sem samþykktar voru í borgarstjórn í gær feli ekki í sér viðbótarniðurskurð uppá 1,8 milljarða ofan á þær aðgerðir sem samþykktar hafi verið við afgreiðslu fjárhagsáætlunar borgarinnar í desember. Um væri að ræða útfærslur á þeim tillögum. „Núna eru málaflokkarnir búnir að útfæra þetta hver á sínum stað. Við erum líka búin að leggja línurnar varðandi niðurskurð í ráðhúsinu, í miðlægu þjónustunni og stöð þjónustinni. Sem er hlutfallslega töluvert meiri en úti í málaflokkunum og þjónustunni,“ segir Dagur. Niðurskurður og hagræðing á þesu ári væri um 1,8 prósent af heildarútgjöldum borgarinnar sem væru um eitt hundrað milljarðar króna. Niðurskurðurinn verði mestur í ráðhúsinu og miðlægri starfsemi. Forgangsraðað sé í þágu þeirrar þjónustu sem borgin veiti. „Ég er líka mjög ánægður með hvernig málaflokkarnir nálgast þetta hjá sér. Af virðingu fyrir þeirri starfsemi sem borgin stendur fyrir sem er auðvitað mörgum mjög nauðsynleg. Þannig að þetta gangi sem minnst á þjónustuna. Það þýðir líka að við verðum að velta við öllum steinum og vera útsjónarsöm í að endurskipuleggja það sem telst til yfirstjórnar og er miðlægt,“ segir borgarstjóri. Víða verði ekki ráðið í laus störfu og kannað hvort hægt sé að hagræða þegar einhver hættir störfum hjá borginni. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn segja margar tillögur meirihlutans óraunhæfar, til að mynda sparnaður upp á um 20 milljónir með heilsuátaki til að fækka veikindadögum starfsfólks. Borgarstjóri segir veikindi á vissum sviðum borgarinnar vera meiri en almennt gerist á vinnumarkaðnum. „Þetta stendur nú hjarta mínu nærri úr læknisfræðinni. Þannig að ég hef trú á að þetta skipti máli. Ekki bara fyrir rekstur borgarinnar heldur líka fyrir vellíðan starfsfólks og starfsemina þar með,“ segir Dagur.Og þessu verður framfylgt og fylgt eftir? „Já, já og er komið af stað,“ segir Dagur B. Eggertsson.
Alþingi Tengdar fréttir „Svarar engu að sjá borgarstjórann dansa á sviði“ Á borgarstjórnarfundi í gær voru hagræðingaraðgerðir upp á tæpa tvo milljarða samþykktar. Borgarstjórn var gagnrýnd fyrir óljósar sparnaðaráætlanir. Borgarstjóri segir að sparað verði mest í ráðhúsinu og miðlægri þjónustu. 3. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sjá meira
„Svarar engu að sjá borgarstjórann dansa á sviði“ Á borgarstjórnarfundi í gær voru hagræðingaraðgerðir upp á tæpa tvo milljarða samþykktar. Borgarstjórn var gagnrýnd fyrir óljósar sparnaðaráætlanir. Borgarstjóri segir að sparað verði mest í ráðhúsinu og miðlægri þjónustu. 3. febrúar 2016 07:00