Úrslitin í Iowa komu flestum á óvart Guðsteinn Bjarnason skrifar 3. febrúar 2016 07:00 Ted Cruz, hinn óvænti sigurvegari repúblikana í Iowa, ásamt föður sínum Rafael Cruz. vísir/Epa Úrslitin úr forkosningum repúblikana og demókrata í Iowa reyndust harla frábrugðin því sem skoðanakannanir höfðu bent til. Fyrirfram virtist Hillary Clinton eiga nokkuð öruggan sigur vísan meðal demókrata en hún fékk innan við hálfu prósenti meira en Bernie Sanders, sem lengst af þótti frekar ólíklegur til stórvirkja. Clinton lýsti yfir sigri en Sanders fór fram á að öll gögn um atkvæðatalningu yrðu birt svo hægt verði að fara yfir þau. Sanders fagnaði hins vegar árangrinum og sagði þetta góða byrjun á kosningabaráttunni: „Kvöldið í kvöld sýnir bandarísku þjóðinni fram á að þetta er kosningaframboð sem getur sigrað,“ sagði hann þegar úrslitin lágu fyrir. Martin O’Malley, þriðji maðurinn í Demókrataflokknum sem sóst hefur eftir útnefningu, tilkynnti svo í gær að hann væri hættur. Honum hafði lengi verið spáð vel innan við fimm prósenta fylgi og fékk svo ekki einu sinni eitt prósent atkvæða í Iowa. Í herbúðum repúblikana beið milljarðamæringurinn Donald Trump síðan óvænt ósigur fyrir öldungadeildarþingmanninum Ted Cruz, sem hefur ekki síður en Trump vakið furðu fyrir undarlegar yfirlýsingar. Í þriðja sæti hjá repúblikönum varð Marco Rubio, sem gerir sér nú vonir um að fá helstu ráðamenn flokksins til að fylkja sér að baki honum. Hann sé nú eina von ráðsettari afla innan flokksins, sem ættu erfitt með að sætta sig við utangarðsmennina og ólíkindatólin Cruz og Trump. „Þetta er augnablikið sem þeir sögðu að aldrei gæti komið,“ sagði Rubio þegar úrslitin voru ljós. „Mánuðum saman sögðu þeir að við ættum engan möguleika.“ Annar repúblikani, sem er í náðinni hjá flokkseigendamaskínunni, er Jeb Bush, fyrrverandi ríkisstjóri í Flórída. Hann fékk hins vegar ekki nema 2,8 prósent atkvæða og lenti í sjötta sæti þrátt fyrir að hafa eytt nærri tveimur milljörðum íslenskra króna í kosningaauglýsingar í Iowa. Þetta er meira fé en nokkur hinna frambjóðendanna notaði þar. Repúblikaninn Mike Huckabee sagðist í gær vera hættur við framboð, enda fékk hann ekki nema 1,8 prósent atkvæða. Enn eru þó ellefu eftir í slagnum hjá Repúblikanaflokknum, þótt sjö þeirra hafi ekki náð fimm prósenta fylgi. Næstu forkosningar verða haldnar í New Hampshire í næstu viku, en forsetaefni flokkanna verða endanlega valin á landsþingum þeirra í júlí. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Sjá meira
Úrslitin úr forkosningum repúblikana og demókrata í Iowa reyndust harla frábrugðin því sem skoðanakannanir höfðu bent til. Fyrirfram virtist Hillary Clinton eiga nokkuð öruggan sigur vísan meðal demókrata en hún fékk innan við hálfu prósenti meira en Bernie Sanders, sem lengst af þótti frekar ólíklegur til stórvirkja. Clinton lýsti yfir sigri en Sanders fór fram á að öll gögn um atkvæðatalningu yrðu birt svo hægt verði að fara yfir þau. Sanders fagnaði hins vegar árangrinum og sagði þetta góða byrjun á kosningabaráttunni: „Kvöldið í kvöld sýnir bandarísku þjóðinni fram á að þetta er kosningaframboð sem getur sigrað,“ sagði hann þegar úrslitin lágu fyrir. Martin O’Malley, þriðji maðurinn í Demókrataflokknum sem sóst hefur eftir útnefningu, tilkynnti svo í gær að hann væri hættur. Honum hafði lengi verið spáð vel innan við fimm prósenta fylgi og fékk svo ekki einu sinni eitt prósent atkvæða í Iowa. Í herbúðum repúblikana beið milljarðamæringurinn Donald Trump síðan óvænt ósigur fyrir öldungadeildarþingmanninum Ted Cruz, sem hefur ekki síður en Trump vakið furðu fyrir undarlegar yfirlýsingar. Í þriðja sæti hjá repúblikönum varð Marco Rubio, sem gerir sér nú vonir um að fá helstu ráðamenn flokksins til að fylkja sér að baki honum. Hann sé nú eina von ráðsettari afla innan flokksins, sem ættu erfitt með að sætta sig við utangarðsmennina og ólíkindatólin Cruz og Trump. „Þetta er augnablikið sem þeir sögðu að aldrei gæti komið,“ sagði Rubio þegar úrslitin voru ljós. „Mánuðum saman sögðu þeir að við ættum engan möguleika.“ Annar repúblikani, sem er í náðinni hjá flokkseigendamaskínunni, er Jeb Bush, fyrrverandi ríkisstjóri í Flórída. Hann fékk hins vegar ekki nema 2,8 prósent atkvæða og lenti í sjötta sæti þrátt fyrir að hafa eytt nærri tveimur milljörðum íslenskra króna í kosningaauglýsingar í Iowa. Þetta er meira fé en nokkur hinna frambjóðendanna notaði þar. Repúblikaninn Mike Huckabee sagðist í gær vera hættur við framboð, enda fékk hann ekki nema 1,8 prósent atkvæða. Enn eru þó ellefu eftir í slagnum hjá Repúblikanaflokknum, þótt sjö þeirra hafi ekki náð fimm prósenta fylgi. Næstu forkosningar verða haldnar í New Hampshire í næstu viku, en forsetaefni flokkanna verða endanlega valin á landsþingum þeirra í júlí.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Sjá meira