„Svarar engu að sjá borgarstjórann dansa á sviði“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 3. febrúar 2016 07:00 Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks Visir/Vilhelm Hagrætt verður fyrir 1.780 milljónir í Reykjavíkurborg árið 2016. Hagræðingaráætlun hljóðar þó upp á tæpa tvo milljarða enda ekki víst að öllum markmiðum þar verði náð. Á borgarstjórnarfundi í gær var meirihlutinn einmitt gagnrýndur harðlega fyrir að sparnaðaráætlanir væru of óljósar. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, beindi sjónum að Skóla- og frístundasviði en þar þarf að spara 670 milljónir á árinu. Skólastjórnendur grunnskóla og leikskóla hafa lýst yfir miklum áhyggjum vegna þessa og segja niðurskurðinn vera kominn inn að beini.Kjartan Magnússon.vísir/antonKjartan sagði mikinn „vonarpening“ vera í sparnaðaráætlunum á sviðinu. Nefndi hann sem dæmi breytingu á sundkennslu eldri bekkja sem er háð samþykki ráðuneytis, orkusparnað sem hann sagði fullreyndan og að ekki væri hægt að spara í sérkennslu og stuðningi án þess að ganga verulega á grunnþjónustu. Önnur dæmi um sparnað á sviðinu eru minni fjarvistir starfsfólks með heilsueflingu, spara á tuttugu milljónir með aðgerðinni. Stærsti sparnaðarliðurinn er þó frestun á lækkun leikskólagjalda. Júlíus Vífill Ingvarsson sagði fólk í skólakerfinu vera áhyggjufullt og skýra þurfi betur hvaða leiðir verði farið í sparnaði. „Og það svarar engu að sjá borgarstjórann dansa á sviði í Borgarleikhúsinu. Fólk vill fá svör,“ sagði hann og spurði um leið hvort vitað væri um uppsagnir borgarstarfsmanna. Borgarstjóri svaraði því svo að fólki yrði eingöngu sagt upp ef til þess kæmi vegna skipulagsbreytinga. Annars myndi starfsmannavelta spara ákveðið fjármagn þar sem ekki yrði ráðið í allar lausar stöður.Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur„Borgin þarf að spara og létta reksturinn í kjölfar kjarasamninga í fyrra. Við munum hægja á nýráðningum og spara alls staðar þar sem það er hægt án þess að það bitni á þjónustunni,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Hann bendir á að forgangsröðunin birtist í því að sparað verði mest í ráðhúsinu, miðlægri þjónustu og stoðþjónustu. Alls þarf að spara um 1,6 prósent í borgarrekstrinum og fimm prósent í ráðuhúsinu. Á borgarstjórnarfundi sagði Dagur minnihlutann í borgarstjórn vera að draga upp dramatíska mynd af þessum sparnaði. „Á fundi mínum með borgarstjórum höfuðborga Norðurlanda í desember síðastliðnum tók ég eftir því að allar borginrar voru með svipuð hagræðingarmarkmið fyrir næst ár og litið var á það sem eðlilegan hluta af endurhugsun í opinberum rekstri.“ Dagur segir áhyggjur skólastjórnenda bera vott um metnað.„Þessum áhyggjum er að ýmsu leyti mætt. Lögð er mikil áhersla á að verja grunnþjónsutuna. Stjórnendur skólanna í borginni hafa áður sýnt bæði ábyrgð og útsjónarsemi í rekstri sínum og ég geri ráð fyrir góðu samstarfi við þá um þetta hér eftir sem hingað til.“ Alþingi Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Hagrætt verður fyrir 1.780 milljónir í Reykjavíkurborg árið 2016. Hagræðingaráætlun hljóðar þó upp á tæpa tvo milljarða enda ekki víst að öllum markmiðum þar verði náð. Á borgarstjórnarfundi í gær var meirihlutinn einmitt gagnrýndur harðlega fyrir að sparnaðaráætlanir væru of óljósar. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, beindi sjónum að Skóla- og frístundasviði en þar þarf að spara 670 milljónir á árinu. Skólastjórnendur grunnskóla og leikskóla hafa lýst yfir miklum áhyggjum vegna þessa og segja niðurskurðinn vera kominn inn að beini.Kjartan Magnússon.vísir/antonKjartan sagði mikinn „vonarpening“ vera í sparnaðaráætlunum á sviðinu. Nefndi hann sem dæmi breytingu á sundkennslu eldri bekkja sem er háð samþykki ráðuneytis, orkusparnað sem hann sagði fullreyndan og að ekki væri hægt að spara í sérkennslu og stuðningi án þess að ganga verulega á grunnþjónustu. Önnur dæmi um sparnað á sviðinu eru minni fjarvistir starfsfólks með heilsueflingu, spara á tuttugu milljónir með aðgerðinni. Stærsti sparnaðarliðurinn er þó frestun á lækkun leikskólagjalda. Júlíus Vífill Ingvarsson sagði fólk í skólakerfinu vera áhyggjufullt og skýra þurfi betur hvaða leiðir verði farið í sparnaði. „Og það svarar engu að sjá borgarstjórann dansa á sviði í Borgarleikhúsinu. Fólk vill fá svör,“ sagði hann og spurði um leið hvort vitað væri um uppsagnir borgarstarfsmanna. Borgarstjóri svaraði því svo að fólki yrði eingöngu sagt upp ef til þess kæmi vegna skipulagsbreytinga. Annars myndi starfsmannavelta spara ákveðið fjármagn þar sem ekki yrði ráðið í allar lausar stöður.Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur„Borgin þarf að spara og létta reksturinn í kjölfar kjarasamninga í fyrra. Við munum hægja á nýráðningum og spara alls staðar þar sem það er hægt án þess að það bitni á þjónustunni,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Hann bendir á að forgangsröðunin birtist í því að sparað verði mest í ráðhúsinu, miðlægri þjónustu og stoðþjónustu. Alls þarf að spara um 1,6 prósent í borgarrekstrinum og fimm prósent í ráðuhúsinu. Á borgarstjórnarfundi sagði Dagur minnihlutann í borgarstjórn vera að draga upp dramatíska mynd af þessum sparnaði. „Á fundi mínum með borgarstjórum höfuðborga Norðurlanda í desember síðastliðnum tók ég eftir því að allar borginrar voru með svipuð hagræðingarmarkmið fyrir næst ár og litið var á það sem eðlilegan hluta af endurhugsun í opinberum rekstri.“ Dagur segir áhyggjur skólastjórnenda bera vott um metnað.„Þessum áhyggjum er að ýmsu leyti mætt. Lögð er mikil áhersla á að verja grunnþjónsutuna. Stjórnendur skólanna í borginni hafa áður sýnt bæði ábyrgð og útsjónarsemi í rekstri sínum og ég geri ráð fyrir góðu samstarfi við þá um þetta hér eftir sem hingað til.“
Alþingi Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira