Taka sér mánaðarfrí frá Manziel á Twitter Henry Birgir Gunnarsson skrifar 2. febrúar 2016 23:00 Manziel er mikill partípinni. vísir/getty Vandræðabarnið í NFL-deildinni, Johnny Manziel hjá Cleveland, er endanlega búinn að missa allan stuðning hjá stuðningsmönnum félagsins. Hann er ótrúlega klókur við að koma sér í vandræði og virðist hafa litla stjórn á lífi sínu þó svo hann hafi farið í langa meðferð fyrir síðasta tímabil. Í vetur stakk hann meðal annars af til Las Vegas og skemmti sér í dulargervi. Nú síðast var lögreglan að leita að honum á þyrlu eftir að hann lenti í rimmu við unnustu sína. Stuðningsmenn Browns hafa nú ákveðið að taka sér algjört frí frá Manziel. Þeir ætla ekki að minnast á hann á Twitter í heilan mánuð og jafnvel lengur. Það var átta ára dóttir eins stuðningsmanns sem kom með hugmyndina. „Hún spurði mig hvað við værum alltaf að tala um á Twitter. Ég sagði við hana að við værum alltaf að tala um Johnny. Hún ranghvolfdi augunum og sagði svo: Af hverju takið þið ykkur ekki mánaðarfrí frá honum,“ sagði Chris McNeil og í kjölfarið fór hann af stað með „Johnny Free February“ en hugmyndin hefur hlotið frábæran hljómgrunn hjá stuðningsmönnunum. McNeil og félagar fá líklega glaðning fljótlega því félagið er sagt ætla að losa sig við glaumgosann. NFL Mest lesið Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Enski boltinn „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ Íslenski boltinn „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Kátt á hjalla í Katalóníu Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Dagskráin í dag: Stórleikur á Hlíðarenda, Stúkan og Gullknötturinn Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Kátt á hjalla í Katalóníu Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Dortmund heldur í við Bayern Vildi vinna sem og byrja leikinn Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Stórmeistarajafntefli í Lundúnum „Á endanum vinnum við þennan leik bara verðskuldað“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ „Finnst við búnir að koma Njarðvík á fótboltakortið hérna á Íslandi“ Arna komin á blað í Noregi Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Jafntefli í fyrstu tveimur leikjum dagsins Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Roma vann slaginn um Rómaborg Hildur lagði upp annan leikinn í röð Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Sjá meira
Vandræðabarnið í NFL-deildinni, Johnny Manziel hjá Cleveland, er endanlega búinn að missa allan stuðning hjá stuðningsmönnum félagsins. Hann er ótrúlega klókur við að koma sér í vandræði og virðist hafa litla stjórn á lífi sínu þó svo hann hafi farið í langa meðferð fyrir síðasta tímabil. Í vetur stakk hann meðal annars af til Las Vegas og skemmti sér í dulargervi. Nú síðast var lögreglan að leita að honum á þyrlu eftir að hann lenti í rimmu við unnustu sína. Stuðningsmenn Browns hafa nú ákveðið að taka sér algjört frí frá Manziel. Þeir ætla ekki að minnast á hann á Twitter í heilan mánuð og jafnvel lengur. Það var átta ára dóttir eins stuðningsmanns sem kom með hugmyndina. „Hún spurði mig hvað við værum alltaf að tala um á Twitter. Ég sagði við hana að við værum alltaf að tala um Johnny. Hún ranghvolfdi augunum og sagði svo: Af hverju takið þið ykkur ekki mánaðarfrí frá honum,“ sagði Chris McNeil og í kjölfarið fór hann af stað með „Johnny Free February“ en hugmyndin hefur hlotið frábæran hljómgrunn hjá stuðningsmönnunum. McNeil og félagar fá líklega glaðning fljótlega því félagið er sagt ætla að losa sig við glaumgosann.
NFL Mest lesið Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Enski boltinn „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ Íslenski boltinn „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Kátt á hjalla í Katalóníu Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Dagskráin í dag: Stórleikur á Hlíðarenda, Stúkan og Gullknötturinn Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Kátt á hjalla í Katalóníu Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Dortmund heldur í við Bayern Vildi vinna sem og byrja leikinn Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Stórmeistarajafntefli í Lundúnum „Á endanum vinnum við þennan leik bara verðskuldað“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ „Finnst við búnir að koma Njarðvík á fótboltakortið hérna á Íslandi“ Arna komin á blað í Noregi Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Jafntefli í fyrstu tveimur leikjum dagsins Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Roma vann slaginn um Rómaborg Hildur lagði upp annan leikinn í röð Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Sjá meira