Bandarískur ferðamaður sem ætlaði á Laugaveg í Reykjavík endaði á Laugarvegi á Siglufirði Birgir Olgeirsson skrifar 1. febrúar 2016 21:43 Frá Siglufirði, þar sem bandaríski ferðamaðurinn dvelur núna. Vísir/Pjetur Bandarískur ferðamaður sem ætlaði á Hótel Frón á Laugavegi í Reykjavík eftir að hafa lent á Keflavíkurflugvelli í dag endaði á Laugarvegi á Siglufirði vegna misskilnings við notkun á GPS-tæki. Umræddur ferðamaður á bókað herbergi á Hótel Frón og ætlaði sér þangað eftir fimm tíma flug frá Bandaríkjunum. Um klukkutíma tekur að ferðast frá Keflavíkurflugvelli á Hótel Frón en tæpum fimm tímum eftir að hafa lagt af stað bankaði ferðamaðurinn upp á hjá Sigurlínu Káradóttur sem býr á Laugarvegi á Siglufirði og spurði hvort Hótel Frón væri í grenndinni. Hótel Frón, við Laugaveg í Reykjavík. Vísir/Stefán „Hann bankaði og spurði hvort hann væri á réttu heimilisfang og ég náttúrlega horfði á miðann, horfði svo á hann og hélt að þetta væri djók,“ segir Sigurlína við Vísi um málið. Hún segir Bandaríkjamanninn hafa orðið fremur vandræðalegan þegar hún útskýrði fyrir honum mistökin. „Þú ert á Laugarvegi, en samt á Siglufirði en ekki Reykjavík,“ sagði Sigurlína við Bandaríkjamanninn. Hún segir hann hafa spurt sig hvort Hótel Frón væri langt frá Siglufirði. „Hann vissi ekki alveg hvernig hann átti að vera. Þannig að ég bauð honum bara inn og bauðst til að hringja á hótelið fyrir hann og útskýra fyrir honum að hann kæmi ekki á Hótel Frón í dag. Hann fékk bókuninni breytt þannig að hann fer þangað seinna í vikunni,“ segir Sigurlína. Því næst kom hún honum fyrir á Sigló Hótel á Siglufirði þar sem var vel tekið á móti honum. Hún segir hann hafa tjáð sér að hann hefði sett heimilisfang Hótels Frón í GPS-tækið og keyrt eftir því. Hann var farinn að gruna að ekki væri allt með felldu eftir að hafa keyrt í þó nokkurn tíma. Hann sló heimilisfangið tvívegis upp á nýtt í tækið en alltaf beindi það honum í átt til Siglufjarðar. Hún sagði hann hafa ætlað sér að ferðast um Ísland, en alls ekki á fyrsta degi eftir fimm tíma flug frá New York. Ferðamennska á Íslandi Ævintýri Noel Santillan á Íslandi Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira
Bandarískur ferðamaður sem ætlaði á Hótel Frón á Laugavegi í Reykjavík eftir að hafa lent á Keflavíkurflugvelli í dag endaði á Laugarvegi á Siglufirði vegna misskilnings við notkun á GPS-tæki. Umræddur ferðamaður á bókað herbergi á Hótel Frón og ætlaði sér þangað eftir fimm tíma flug frá Bandaríkjunum. Um klukkutíma tekur að ferðast frá Keflavíkurflugvelli á Hótel Frón en tæpum fimm tímum eftir að hafa lagt af stað bankaði ferðamaðurinn upp á hjá Sigurlínu Káradóttur sem býr á Laugarvegi á Siglufirði og spurði hvort Hótel Frón væri í grenndinni. Hótel Frón, við Laugaveg í Reykjavík. Vísir/Stefán „Hann bankaði og spurði hvort hann væri á réttu heimilisfang og ég náttúrlega horfði á miðann, horfði svo á hann og hélt að þetta væri djók,“ segir Sigurlína við Vísi um málið. Hún segir Bandaríkjamanninn hafa orðið fremur vandræðalegan þegar hún útskýrði fyrir honum mistökin. „Þú ert á Laugarvegi, en samt á Siglufirði en ekki Reykjavík,“ sagði Sigurlína við Bandaríkjamanninn. Hún segir hann hafa spurt sig hvort Hótel Frón væri langt frá Siglufirði. „Hann vissi ekki alveg hvernig hann átti að vera. Þannig að ég bauð honum bara inn og bauðst til að hringja á hótelið fyrir hann og útskýra fyrir honum að hann kæmi ekki á Hótel Frón í dag. Hann fékk bókuninni breytt þannig að hann fer þangað seinna í vikunni,“ segir Sigurlína. Því næst kom hún honum fyrir á Sigló Hótel á Siglufirði þar sem var vel tekið á móti honum. Hún segir hann hafa tjáð sér að hann hefði sett heimilisfang Hótels Frón í GPS-tækið og keyrt eftir því. Hann var farinn að gruna að ekki væri allt með felldu eftir að hafa keyrt í þó nokkurn tíma. Hann sló heimilisfangið tvívegis upp á nýtt í tækið en alltaf beindi það honum í átt til Siglufjarðar. Hún sagði hann hafa ætlað sér að ferðast um Ísland, en alls ekki á fyrsta degi eftir fimm tíma flug frá New York.
Ferðamennska á Íslandi Ævintýri Noel Santillan á Íslandi Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira