Ekki í valdi ráðuneytisins að gera gögnin opinber Jóhann Óli Eiðsson skrifar 1. febrúar 2016 16:23 vísir/anton brink Ástæða þess að hluti gagna, sem varða samninga stjórnvalda við kröfuhafa föllnu bankanna, hefur stöðu trúnaðargagna er tvíþættur. Annars vegar geyma þau viðkvæmar fjárhagsupplýsingar um tilgreinda einstaklinga og lögaðila sem óheimilt er samkvæmt lögum að birta opinberlega og hins vegar fjallar hluti þeirra um lögskipti sem fjármálaráðuneytið er ekki aðili að. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem birt var í dag á vef fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Í svarinu segir jafnframt að um meðferð og varðveislu trúnaðargagna sem send eru Alþingi gildi ákvæði þingskapalaga. Það sé ekki á forræði framkvæmdavaldsins að hlutast til um hvernig þingið eða þingnefndir haga aðgangi þingmanna að slíkum gögnum. Formaður fjárlaganefndar, Vigdís Hauksdóttir, gagnrýndi í gær, í sjónvarpsþættinum Eyjunni á Stöð 2, að þessi gögn væru ekki gerð opinber. „Fyrir það fyrsta þá hef ég kallað eftir þessum gögnum um langa hríð og svo þegar þau berast þinginu þá er það með þeim hætti að það er sleginn á það trúnaður, [...] En þegar þetta gerist nú í annað sinn, að það séu send gögn til þingsins og það merkt trúnaður, og allir þingmenn hafa eftirlitsskyldu með framkvæmdavaldinu, að þá bara einfaldlega get ég ekki sætt mig við það,“ sagði Vigdís.Sjá einnig:„Það vita allir þingmenn að leynimappan er uppi í leyniherberginu“ Helgi Hrafn Gunnarsson, kafteinn Pírata, var einnig gestur í Eyjunni en þar sagði hann meðal annars að eftir því sem hann kynntist stjórnsýslunni meira þeim mun auðveldara ætti hann með að trúa að misbrestir væru á gögnum eða skjalafals stundað. Vigdís benti síðan á í þættinum að í gögnin vantaði meðal annars fundargerðir. „Bent hefur verið á að tvær fundargerðir af fundum stýrinefndar um samninga við erlenda kröfuhafa föllnu bankanna liggi ekki fyrir. Það er rétt, en eins og áður hefur komið fram hafa þessar fundargerðir ekki fundist. Eftir ítrekaða leit er það niðurstaða ráðuneytisins að skýringin sé sú að láðst hafi að halda fundargerðirnar í fjarveru ritara og þær því ekki til, sem er vissulega miður,“ segir í yfirlýsingu ráðuneytisins. Ráðuneytið áréttar í yfirlýsingunni að það sé ekki á valdi þess að gera gögnin opinber heldur sé það í verkahring þeirra sem aðild eiga að þeim, kjósi þeir að gera það. Alþingi Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
Ástæða þess að hluti gagna, sem varða samninga stjórnvalda við kröfuhafa föllnu bankanna, hefur stöðu trúnaðargagna er tvíþættur. Annars vegar geyma þau viðkvæmar fjárhagsupplýsingar um tilgreinda einstaklinga og lögaðila sem óheimilt er samkvæmt lögum að birta opinberlega og hins vegar fjallar hluti þeirra um lögskipti sem fjármálaráðuneytið er ekki aðili að. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem birt var í dag á vef fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Í svarinu segir jafnframt að um meðferð og varðveislu trúnaðargagna sem send eru Alþingi gildi ákvæði þingskapalaga. Það sé ekki á forræði framkvæmdavaldsins að hlutast til um hvernig þingið eða þingnefndir haga aðgangi þingmanna að slíkum gögnum. Formaður fjárlaganefndar, Vigdís Hauksdóttir, gagnrýndi í gær, í sjónvarpsþættinum Eyjunni á Stöð 2, að þessi gögn væru ekki gerð opinber. „Fyrir það fyrsta þá hef ég kallað eftir þessum gögnum um langa hríð og svo þegar þau berast þinginu þá er það með þeim hætti að það er sleginn á það trúnaður, [...] En þegar þetta gerist nú í annað sinn, að það séu send gögn til þingsins og það merkt trúnaður, og allir þingmenn hafa eftirlitsskyldu með framkvæmdavaldinu, að þá bara einfaldlega get ég ekki sætt mig við það,“ sagði Vigdís.Sjá einnig:„Það vita allir þingmenn að leynimappan er uppi í leyniherberginu“ Helgi Hrafn Gunnarsson, kafteinn Pírata, var einnig gestur í Eyjunni en þar sagði hann meðal annars að eftir því sem hann kynntist stjórnsýslunni meira þeim mun auðveldara ætti hann með að trúa að misbrestir væru á gögnum eða skjalafals stundað. Vigdís benti síðan á í þættinum að í gögnin vantaði meðal annars fundargerðir. „Bent hefur verið á að tvær fundargerðir af fundum stýrinefndar um samninga við erlenda kröfuhafa föllnu bankanna liggi ekki fyrir. Það er rétt, en eins og áður hefur komið fram hafa þessar fundargerðir ekki fundist. Eftir ítrekaða leit er það niðurstaða ráðuneytisins að skýringin sé sú að láðst hafi að halda fundargerðirnar í fjarveru ritara og þær því ekki til, sem er vissulega miður,“ segir í yfirlýsingu ráðuneytisins. Ráðuneytið áréttar í yfirlýsingunni að það sé ekki á valdi þess að gera gögnin opinber heldur sé það í verkahring þeirra sem aðild eiga að þeim, kjósi þeir að gera það.
Alþingi Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira