Erlent

Trump íhugar að afturkalla lögleiðingu hjónabands samkynhneigðra

Sæunn Gísladóttir skrifar
Bandaríski auðjöfurinn Donald Trump.
Bandaríski auðjöfurinn Donald Trump. Vísir/EPA
Donald Trump, sem sækist eftir tilnefningu repúblíkana til forsetakosninga í Bandaríkjunum, segist mundi íhuga það að afturkalla lögleiðingu hjónabands samkynhneigðra ef hann verður forseti. Independent greinir frá þessu.

Í viðtali við Fox News Sunday gaf Trump sterklega í skyn að hann myndi vilja afturkalla ákvörðun hæstaréttar Bandaríkjanna um lögleiðingu hjónabands samkynhneigðra vestan hafs. 

Trump sagðist sterklega íhuga það að tilnefna nýja dómara sem myndu afturkalla löggjöfina þar sem hann telur að ríkin eigi að ráða sjálf þessum málum. Talið er að hann vilji breyta þessu til þess að ná til íhaldssamari kjósenda.


Tengdar fréttir

Kosið í Iowa

Fyrstu forkosningarnar í Bandaríkjunum þar sem stærstu flokkarnir tveir velja sér forsetaframbjóðanda verða í Iowa ríki í kvöld. Frambjóðendur beggja flokka reyna nú að sannfæra fólk um að mæta á kjörstað og velja sig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×