Segir umhverfisráðherra fara með rangt mál Heimir Már Pétursson skrifar 19. febrúar 2016 12:32 Stjórnarformaður Landstólpa þróunarfélags undrast fullyrðingar umhverfisráðherra um að Landstólpi eigi að bera kostnað af niðurrifi og uppbyggingu á gömlum hafnargarði á lóð félagsins á Hafnartorgi. Ekki komi til greina að fyrirtækið taki þennan kostnað á sig. Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra svaraði í gær skriflegri fyrirspurn Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur þingmanns Samfylkingarinnar um kostnað ríkisins við að færa hafnargarð fráárinu 1928 á lóðinni á Hafnartorgi, geymslu steinanna og síðan við að færa hann aftur á upprunalegan stað. Í svari ráðherra segir að samkvæmt samkomulagi Minjastofnunar Íslands og Landstólpa þróunarfélags fráþvíí nóvember sé Landstólpa veitt heimild til að taka niður tímabundið hafnargarða á lóð Austurbakka í Reykjavík og endurhlaða þá samkvæmt skilyrðum sem tilgreind séu í samkomulaginu. Samkomulagið gerir ráð fyrir að framkvæmdaraðilinn annist þessar framkvæmdir og ber hann því einnig þann kostnað sem þær hafi í för með sér. Minjastofnun Íslands muni hins vegar bera launakostnað vegna eftirlits stofnunarinnar með framkvæmdum. Gísli Steinar Gíslason stjórnarformaður Landstólpa segir þetta ekki rétt hjá ráðherra. „Það er rétt. Við erum svolítið hissa áþessum ummælum. Þetta samkomulag sem við gerðum við Minjastofnun lýtur aðallega að verklagi við vernd garðanna,“ segir Gísli Steinar. Þar vísi Landstólpi einnig til bréfs til ráðuneytisins þess efnis að með inngripi þess með friðun tveggja hafnargarða í grunninum taki stjórnvöld á sig kostnaðinn við það. En um er að ræða tvo hafnargarða, annan sem er um hundrað ára og hinn sem er frá árinu 1928 og nýtur því ekki sjálfkrafa friðunar samkvæmt lögum. „En þessi yngri garður var og er ekki hundrað ára. Þar af leiðandi steig ráðherra inn og friðaði hann. Þar með er hann að taka kostnaðinn á sig,“ segir Gísli Steinar. Þetta hafi ekki áhrif á viðræður sem fyrirtækið eigi í við forsætisráðuneytið um útlit og nýtingu þeirra húsa sem stendur til að reisa á lóðinni. Kostnaðurinn við niðurrif, færslu, geymslu og uppsetningu á hafnargarðinum frá árinu 1928 hlaupi á hundruðum milljóna. Umhverfisráðherra sé að misskilja staðreyndir málsins. „Já, það hlýtur bara að vera. Þetta er alveg augljóst. Þegar þú tekur eitthvað mannvirki sem ekki nýtur sjálfkrafa friðunar út af aldri; þessari hundrað ára reglu, ertu með klárt inngrip og ert þá að bera kostnaðinn af því í leiðinni. Þannig að þetta hlýtur að vera á misskilningi byggt,“ segir Gísli Steinar Gíslason. Alþingi Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Sjá meira
Stjórnarformaður Landstólpa þróunarfélags undrast fullyrðingar umhverfisráðherra um að Landstólpi eigi að bera kostnað af niðurrifi og uppbyggingu á gömlum hafnargarði á lóð félagsins á Hafnartorgi. Ekki komi til greina að fyrirtækið taki þennan kostnað á sig. Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra svaraði í gær skriflegri fyrirspurn Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur þingmanns Samfylkingarinnar um kostnað ríkisins við að færa hafnargarð fráárinu 1928 á lóðinni á Hafnartorgi, geymslu steinanna og síðan við að færa hann aftur á upprunalegan stað. Í svari ráðherra segir að samkvæmt samkomulagi Minjastofnunar Íslands og Landstólpa þróunarfélags fráþvíí nóvember sé Landstólpa veitt heimild til að taka niður tímabundið hafnargarða á lóð Austurbakka í Reykjavík og endurhlaða þá samkvæmt skilyrðum sem tilgreind séu í samkomulaginu. Samkomulagið gerir ráð fyrir að framkvæmdaraðilinn annist þessar framkvæmdir og ber hann því einnig þann kostnað sem þær hafi í för með sér. Minjastofnun Íslands muni hins vegar bera launakostnað vegna eftirlits stofnunarinnar með framkvæmdum. Gísli Steinar Gíslason stjórnarformaður Landstólpa segir þetta ekki rétt hjá ráðherra. „Það er rétt. Við erum svolítið hissa áþessum ummælum. Þetta samkomulag sem við gerðum við Minjastofnun lýtur aðallega að verklagi við vernd garðanna,“ segir Gísli Steinar. Þar vísi Landstólpi einnig til bréfs til ráðuneytisins þess efnis að með inngripi þess með friðun tveggja hafnargarða í grunninum taki stjórnvöld á sig kostnaðinn við það. En um er að ræða tvo hafnargarða, annan sem er um hundrað ára og hinn sem er frá árinu 1928 og nýtur því ekki sjálfkrafa friðunar samkvæmt lögum. „En þessi yngri garður var og er ekki hundrað ára. Þar af leiðandi steig ráðherra inn og friðaði hann. Þar með er hann að taka kostnaðinn á sig,“ segir Gísli Steinar. Þetta hafi ekki áhrif á viðræður sem fyrirtækið eigi í við forsætisráðuneytið um útlit og nýtingu þeirra húsa sem stendur til að reisa á lóðinni. Kostnaðurinn við niðurrif, færslu, geymslu og uppsetningu á hafnargarðinum frá árinu 1928 hlaupi á hundruðum milljóna. Umhverfisráðherra sé að misskilja staðreyndir málsins. „Já, það hlýtur bara að vera. Þetta er alveg augljóst. Þegar þú tekur eitthvað mannvirki sem ekki nýtur sjálfkrafa friðunar út af aldri; þessari hundrað ára reglu, ertu með klárt inngrip og ert þá að bera kostnaðinn af því í leiðinni. Þannig að þetta hlýtur að vera á misskilningi byggt,“ segir Gísli Steinar Gíslason.
Alþingi Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Sjá meira