Línan var undir áhrifum goth lífsstílsins og japönsku anime stelpnanna. Förðunin var dökk og voru fyrirsæturnar með svartan augnskugga eða svarta línu í kringum augun og með svartan varalit. Hárið var lagt í 20's bylgjur efst en endunum var leyft að vera lausum.






