Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Þór Þ. 81-87 | Engin bikarþynnka í Þórsurum Anton Ingi Leifsson í Röstinni skrifar 18. febrúar 2016 21:30 Vance Hall var stigahæstur hjá Þórsurum í kvöld. vísir/ernir Þór Þorlákshöfn vann gífurlega mikilvægan sigur á Grindavík í átjándu umferð Dominos-deildar karla í kvöld, en lokatölur urðu 87-81. Þórsarar voru frábærir í síðari hálfleik, en Grindavík leiddi í hálfleik með átta stigum. Grindavík spilaði rosalega vel í fyrri hálfleik og leiddi með átta stigum í hálfleik, 39-31. Í síðari hálfleik var svo allt annað að sjá til gestanna sem spiluðu miklu, miklu betur og unnu að lokum sex stiga sigur, 87-81. Það var ljóst að heimamenn voru mættir til að berjast fyrir sigrinum. Þeir byrjuðu virkilega vel og voru 12-4 yfir þegar tæpar fjórar mínutur voru liðnar af leiknum. Sóknarleikur Þórs gekk illa og þeir töpuðu mörgum boltum í hendur Grindvíkinga. Grindavík náði mest átta stiga forskoti í fyrsta leikhluta, en staðan eftir hann var 20-15, Grindavík í vil. Í öðrum leikhluta hélt Grindavík áfram að spila rosalega góða vörn, en lítið var þó að frétta af sóknarleik Þórs sem hefur svo oft, oft litið betur út. Hægt og rólega komust gestirnir svo inn í leikinn og Raggi Nat jafnaði metin í 27-27, en þá hrukku heimamenn aftur í gang. Þeir breyttu stöðunni úr 29-29 í 38-29, en staðan í hálfleik var svo 39-31, Grindavík í vil. Frábær fyrri hálfleikur hjá Grindavík, en það leit allt út fyrir að bikarleikurinn á laugardag hafi setið eitthvað í gestunum úr Þorlákshöfn. Það var einhver pirringur í þeirra herbúðum líka því bæði Vance Hall og Þorsteinn Már voru komnir með þrjár villur. Það var ljóst að síðari hálfleikurinn yrði fróðlegur. Það var ljóst að Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Þórs, hefur farið vel yfir málin í hálfleik því það var allt annað að sjá til gestanna úr Þorlákshöfn í þriðja leikhluta. Þeir eyddu orkunni á réttum stöðum, lokuðu virkilega vel á sóknarleik heimamanna. Þeir voru komnir yfir þegar tæpar þrjár mínútur voru liðnar af síðari hálfleik, 42-43 og gaf tóninn fyrir það sem koma skildi. Leikurinn var virkilega jafn út þriðja leikhlutann og liðin héldust í hendur. Þegar tvær mínútur voru eftir af leikhlutanum var Grindavík einu stigi yfir, 58-57, en þá skoruðu Þór síðustu sex stig leikhlutans og leiddu með fimm stigum þegar lokaleikhlutinn var flautaður á, 63-58. Sá fjórði og síðasti var einnig skemmtilegur leikhluti eins og hinir þrír. Gestirnir leiddu mest með sjö stigum í þeim fjórða, en Grindavík náði að koma sér inn í leikinn með öflugum lokasprett. Þeir minnkuðu muninn í fjögur stig, 83-79, þegar 30 sekúndur voru eftir. Það dugði hins vegar ekki til því Þór sigldi gífurlega öflugum sigri í hús, en lokatölur 87-81. Það var eins og tvö Þórslið hefðu mætt til leiks í kvöld og sömu sögu má segja af Grindavík. Þór spilaði mjög illa í fyrri hálfleik og Grindavík vel - og svo öfugt í þeim síðari. Vance Hall var frábær, eins og svo oft áður, fyrir Þór, en hann skoraði 31 stig og tók níu fráköst. Emil Karel skoraði 19 stig - þar af þrjá þrista. Hjá heimamönnum var Charles Garcia atkvæðamestur með 27 stig, en hann tók einnig átta fráköst og gaf fjórar stoðsendingar en hann villaði út undir lok leiks. Næstur kom Jóhann Árni Ólafsson með 14 stig, en hann skoraði þrjá þrista í upphafi leiksins. Garcia gaf Grindavíkurliðinu lítið í síðari hálfleik og fékk meðal ananrs dæmda á sig tæknivillu á mikilvægum tímapunkti. Þór fer því aftur upp fyrir Hauka í fjórða sætið, en þeir eru með 22 stig. Stjarnan er í þriðja með 24 stig, Njarðvík í fimmta einnig með 22 og Haukar í sjötta með 20. Þór mætir Haukum í næsta leik, en Grindavík er í áttunda sæti með sextán stig. Snæfell er í níunda sæti með 14 og þarf Grindavík að halda vel í síðasta úrslitakeppnis-sætið, en Grindavík mætir KR á fimmtudag. Grindavík-Þór Þ. 81-87 (20-15, 19-16, 19-32, 23-24) Grindavík: Charles Wayne Garcia Jr. 27/8 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 14, Jón Axel Guðmundsson 12/14 fráköst/10 stoðsendingar, Þorleifur Ólafsson 10/5 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 10/9 fráköst, Þorsteinn Finnbogason 5, Hinrik Guðbjartsson 3. Þór Þ.: Vance Michael Hall 31/9 fráköst/5 stoðsendingar, Emil Karel Einarsson 19, Ragnar Ágúst Nathanaelsson 15/12 fráköst, Halldór Garðar Hermannsson 9, Þorsteinn Már Ragnarsson 6/4 fráköst, Grétar Ingi Erlendsson 5, Baldur Þór Ragnarsson 2.Einar Árni: Vorum skælandi í fyrri hálfleik „Þetta hafðist eftir brösugan fyrri hálfleik. Þetta var vinnusigur og þetta voru tvö Þórslið hér í dag,” sagði Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Þórs, við Vísi í leikslok. „Við kunnum illa við annað Þórsliðið og það var bara væll í fyrri hálfleik. Við verðum að taka það allir á okkur - allt frá mér niður í aftasta mann. Þeir voru fastir fyrir og við vorum bara skælandi,” en Grindvíkingar létu vel finna fyrir sér í fyrri hálfleik og Einar Árni vildi fá sterkari viðbrögð frá sínum mönnum: „Við vildum meina að það væri verið að berja á okkur, en það hefur aldrei dugað að fara í það að væla og við hefðum kannski átt að berja hressar á móti og verða harðari í okkar aðgerðum. Við töluðum um það í hálfleiknum að við værum í ágætri stöðu.” „Þetta var átta stiga leikur og ekkert panik. Ég var gífurlega ánægður með hvernig við komum inn í þriðja leikhluta. Við vorum eiginlega búinn að jafna strax og mér fannst við vaxandi í gegnum þessar tuttugu mínútur í síðari hálfleik.” Þór tapaði fyrir KR í bikarúrslitum á laugardag, en Einar Árni segir að hann hafi ekki hræðst það að liðið myndi falla í einhverja bikarþynnku í kvöld. „Nei, alls ekki. Ég var stoltur af mínu liði og við vorum að spila við hrikalega gott körfuboltalið. Ef einhver heldur að við séum eitthvað að dvelja við það er það misskilningur. Það er önnur dúndurkeppni í gangi og við fórum heim, út með kassann og ætluðum að nýta okkur þetta sem kraft og styrk í framhaldinu.” „Þetta var bara gífurleg reynsla fyrir mína menn. Þetta var ótrúlega flott leið til að svara. Sigurinn í dag gefur okkur færi á því að fara í þessa leiki gegn Haukum og Njarðvík ennþá í baráttunni við þessi tvö lið og Stjörnuna í stríðinu um þriðja og fjórða sætið.” Þórsarar ætlar að gera allt til þess að halda heimavallar-réttinum fyrir úrslitakeppnina, en Einar er þó ekkert að missa svefn yfir því. „Það er stefnan að fara í hvern einasta leik og vinna. Ég sagði í dag að við erum 4-5 á heimavelli, en 7-2 á útivelli. Ég hræðist það ekkert að vera í útivallarrétti - síður en svo. Við höfum tapað tveimur leikum; í Vesturbænum og í Keflavík.” „Stóra atriðið er að við förum út úr þeim með góðan körfubolta sem gefur okkur góð fyrirheit fyrir úrslitakeppnina. Hver andstæðingurinn verður kemur síðan bara í ljós, en að sjálfsögðu ætlum við að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að ná í heimavallarréttinn,” sagði Einar kokhraustur að lokum.Jóhann: Stórveldið á fimmtudaginn „Það er seinni hálfleikur sem fór með þetta. Við erum slakir bæði varnar- og sóknarlega í síðari hálfleik,” sagði Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, við Vísi í leikslok. „Þeir voru að setja niður stór skot, en við vorum sérstaklega slakir varnarlega. Við náðum ekki takti í síðari hálfleik og það er bara leikurinn.” „Þeir komu miklu grimmari en við í síðari hálfleikinn. Við vorum fínir í fyrri hálfleik og vorum að gera vel á báðum endum, en varnarlega erum við bara “off” í síðari hálfleik.” Grindavík leiddi með átta stiga mun í hálfleik, 39-31, og var að spila glimrandi fínan bolta í fyrri hálfleik - þá sérstaklega varnarlega. Jóhann hélt að menn væru klárir í síðari hálfleikinn - en svo virtist ekki vera. „Við ætluðum okkur að byrja síðari hálfleikinn vel og fyrstu fjórar til fimm mínúturnar töldum við vera mikilvægastar. Við ætluðum að eiga þær, en það fór í hina áttina.” Þeir gulklæddu halda enn í áttunda sætið, síðasta sætið sem gefur þáttökkurét í úrslitakeppninni, þegar nokkrar umferðir eru eftir. Hefur Jóhann áhyggjur af því að missa af sæti í úrslitakeppninni? „Nei, eða við erum að fara í Vesturbæinn á fimmtudaginn. Það eru næstu skref og ég hef sagt það áður að við tökum eitt skref í einu. Það er bara stórveldið á fimmtudaginn,” sagði Jóhann að endingu.Emil Karel: Var stressaður fyrir leikinn „Við mættum mjög flatir í byrjun leiks og þeir voru fastir fyrir,” sagði Emil Karel Einarsson, stórskytta Þórs, í samtali við Vísi í leikslok, en Emil átti góðan leik og setti niður mikilvæg skot. „Við vorum svekktir því okkur fannst dómararnir ekki vera að flauta. Einar sagði síðan við okkur í hálfleik að hætta þessu væli og einbeita okkur að því sem við gætum gert og ekki að kenna öllum öðrum um. Þá small þetta.” Þór spilaði ekki vel í fyrri hálfleik, en Emil Karel segir að með betri varnarleik hafi leikur Þorslákshafnar-liðsins farið að ganga miklu betur. „Við hertum varnarleikinn og þurftum að stíga upp á báðum enda vallarins. Þeir skoruðu bara 39 stig í fyrri hálfleik, en mér fannst varnarleikurinn mjög lélegur. Það er það sem breyttist.” Var Emil hræddur við að það væri bikarþynnka í Þórsliðinu? „Já, ég viðurkenni það. Ég var mjög stressaður fyrir leikinn. Við vorum eitthvað svo afslappaðir og sem betur fer var okkur ekki refsað fyrir það að eiga svona slakan fyrri hálfleik,” en með sigrinum skaust Þór upp í fjórða sætið á ný. „Við stefnum á því að halda fjórða sætinu. Við mætum Haukunum á útivelli í næsta leik og það er bara slagur upp á líf og dauða,” sagði þessi frábæri leikmaður að lokum.Tweets by @Visirkarfa1 Dominos-deild karla Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Fleiri fréttir „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Sjá meira
Þór Þorlákshöfn vann gífurlega mikilvægan sigur á Grindavík í átjándu umferð Dominos-deildar karla í kvöld, en lokatölur urðu 87-81. Þórsarar voru frábærir í síðari hálfleik, en Grindavík leiddi í hálfleik með átta stigum. Grindavík spilaði rosalega vel í fyrri hálfleik og leiddi með átta stigum í hálfleik, 39-31. Í síðari hálfleik var svo allt annað að sjá til gestanna sem spiluðu miklu, miklu betur og unnu að lokum sex stiga sigur, 87-81. Það var ljóst að heimamenn voru mættir til að berjast fyrir sigrinum. Þeir byrjuðu virkilega vel og voru 12-4 yfir þegar tæpar fjórar mínutur voru liðnar af leiknum. Sóknarleikur Þórs gekk illa og þeir töpuðu mörgum boltum í hendur Grindvíkinga. Grindavík náði mest átta stiga forskoti í fyrsta leikhluta, en staðan eftir hann var 20-15, Grindavík í vil. Í öðrum leikhluta hélt Grindavík áfram að spila rosalega góða vörn, en lítið var þó að frétta af sóknarleik Þórs sem hefur svo oft, oft litið betur út. Hægt og rólega komust gestirnir svo inn í leikinn og Raggi Nat jafnaði metin í 27-27, en þá hrukku heimamenn aftur í gang. Þeir breyttu stöðunni úr 29-29 í 38-29, en staðan í hálfleik var svo 39-31, Grindavík í vil. Frábær fyrri hálfleikur hjá Grindavík, en það leit allt út fyrir að bikarleikurinn á laugardag hafi setið eitthvað í gestunum úr Þorlákshöfn. Það var einhver pirringur í þeirra herbúðum líka því bæði Vance Hall og Þorsteinn Már voru komnir með þrjár villur. Það var ljóst að síðari hálfleikurinn yrði fróðlegur. Það var ljóst að Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Þórs, hefur farið vel yfir málin í hálfleik því það var allt annað að sjá til gestanna úr Þorlákshöfn í þriðja leikhluta. Þeir eyddu orkunni á réttum stöðum, lokuðu virkilega vel á sóknarleik heimamanna. Þeir voru komnir yfir þegar tæpar þrjár mínútur voru liðnar af síðari hálfleik, 42-43 og gaf tóninn fyrir það sem koma skildi. Leikurinn var virkilega jafn út þriðja leikhlutann og liðin héldust í hendur. Þegar tvær mínútur voru eftir af leikhlutanum var Grindavík einu stigi yfir, 58-57, en þá skoruðu Þór síðustu sex stig leikhlutans og leiddu með fimm stigum þegar lokaleikhlutinn var flautaður á, 63-58. Sá fjórði og síðasti var einnig skemmtilegur leikhluti eins og hinir þrír. Gestirnir leiddu mest með sjö stigum í þeim fjórða, en Grindavík náði að koma sér inn í leikinn með öflugum lokasprett. Þeir minnkuðu muninn í fjögur stig, 83-79, þegar 30 sekúndur voru eftir. Það dugði hins vegar ekki til því Þór sigldi gífurlega öflugum sigri í hús, en lokatölur 87-81. Það var eins og tvö Þórslið hefðu mætt til leiks í kvöld og sömu sögu má segja af Grindavík. Þór spilaði mjög illa í fyrri hálfleik og Grindavík vel - og svo öfugt í þeim síðari. Vance Hall var frábær, eins og svo oft áður, fyrir Þór, en hann skoraði 31 stig og tók níu fráköst. Emil Karel skoraði 19 stig - þar af þrjá þrista. Hjá heimamönnum var Charles Garcia atkvæðamestur með 27 stig, en hann tók einnig átta fráköst og gaf fjórar stoðsendingar en hann villaði út undir lok leiks. Næstur kom Jóhann Árni Ólafsson með 14 stig, en hann skoraði þrjá þrista í upphafi leiksins. Garcia gaf Grindavíkurliðinu lítið í síðari hálfleik og fékk meðal ananrs dæmda á sig tæknivillu á mikilvægum tímapunkti. Þór fer því aftur upp fyrir Hauka í fjórða sætið, en þeir eru með 22 stig. Stjarnan er í þriðja með 24 stig, Njarðvík í fimmta einnig með 22 og Haukar í sjötta með 20. Þór mætir Haukum í næsta leik, en Grindavík er í áttunda sæti með sextán stig. Snæfell er í níunda sæti með 14 og þarf Grindavík að halda vel í síðasta úrslitakeppnis-sætið, en Grindavík mætir KR á fimmtudag. Grindavík-Þór Þ. 81-87 (20-15, 19-16, 19-32, 23-24) Grindavík: Charles Wayne Garcia Jr. 27/8 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 14, Jón Axel Guðmundsson 12/14 fráköst/10 stoðsendingar, Þorleifur Ólafsson 10/5 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 10/9 fráköst, Þorsteinn Finnbogason 5, Hinrik Guðbjartsson 3. Þór Þ.: Vance Michael Hall 31/9 fráköst/5 stoðsendingar, Emil Karel Einarsson 19, Ragnar Ágúst Nathanaelsson 15/12 fráköst, Halldór Garðar Hermannsson 9, Þorsteinn Már Ragnarsson 6/4 fráköst, Grétar Ingi Erlendsson 5, Baldur Þór Ragnarsson 2.Einar Árni: Vorum skælandi í fyrri hálfleik „Þetta hafðist eftir brösugan fyrri hálfleik. Þetta var vinnusigur og þetta voru tvö Þórslið hér í dag,” sagði Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Þórs, við Vísi í leikslok. „Við kunnum illa við annað Þórsliðið og það var bara væll í fyrri hálfleik. Við verðum að taka það allir á okkur - allt frá mér niður í aftasta mann. Þeir voru fastir fyrir og við vorum bara skælandi,” en Grindvíkingar létu vel finna fyrir sér í fyrri hálfleik og Einar Árni vildi fá sterkari viðbrögð frá sínum mönnum: „Við vildum meina að það væri verið að berja á okkur, en það hefur aldrei dugað að fara í það að væla og við hefðum kannski átt að berja hressar á móti og verða harðari í okkar aðgerðum. Við töluðum um það í hálfleiknum að við værum í ágætri stöðu.” „Þetta var átta stiga leikur og ekkert panik. Ég var gífurlega ánægður með hvernig við komum inn í þriðja leikhluta. Við vorum eiginlega búinn að jafna strax og mér fannst við vaxandi í gegnum þessar tuttugu mínútur í síðari hálfleik.” Þór tapaði fyrir KR í bikarúrslitum á laugardag, en Einar Árni segir að hann hafi ekki hræðst það að liðið myndi falla í einhverja bikarþynnku í kvöld. „Nei, alls ekki. Ég var stoltur af mínu liði og við vorum að spila við hrikalega gott körfuboltalið. Ef einhver heldur að við séum eitthvað að dvelja við það er það misskilningur. Það er önnur dúndurkeppni í gangi og við fórum heim, út með kassann og ætluðum að nýta okkur þetta sem kraft og styrk í framhaldinu.” „Þetta var bara gífurleg reynsla fyrir mína menn. Þetta var ótrúlega flott leið til að svara. Sigurinn í dag gefur okkur færi á því að fara í þessa leiki gegn Haukum og Njarðvík ennþá í baráttunni við þessi tvö lið og Stjörnuna í stríðinu um þriðja og fjórða sætið.” Þórsarar ætlar að gera allt til þess að halda heimavallar-réttinum fyrir úrslitakeppnina, en Einar er þó ekkert að missa svefn yfir því. „Það er stefnan að fara í hvern einasta leik og vinna. Ég sagði í dag að við erum 4-5 á heimavelli, en 7-2 á útivelli. Ég hræðist það ekkert að vera í útivallarrétti - síður en svo. Við höfum tapað tveimur leikum; í Vesturbænum og í Keflavík.” „Stóra atriðið er að við förum út úr þeim með góðan körfubolta sem gefur okkur góð fyrirheit fyrir úrslitakeppnina. Hver andstæðingurinn verður kemur síðan bara í ljós, en að sjálfsögðu ætlum við að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að ná í heimavallarréttinn,” sagði Einar kokhraustur að lokum.Jóhann: Stórveldið á fimmtudaginn „Það er seinni hálfleikur sem fór með þetta. Við erum slakir bæði varnar- og sóknarlega í síðari hálfleik,” sagði Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, við Vísi í leikslok. „Þeir voru að setja niður stór skot, en við vorum sérstaklega slakir varnarlega. Við náðum ekki takti í síðari hálfleik og það er bara leikurinn.” „Þeir komu miklu grimmari en við í síðari hálfleikinn. Við vorum fínir í fyrri hálfleik og vorum að gera vel á báðum endum, en varnarlega erum við bara “off” í síðari hálfleik.” Grindavík leiddi með átta stiga mun í hálfleik, 39-31, og var að spila glimrandi fínan bolta í fyrri hálfleik - þá sérstaklega varnarlega. Jóhann hélt að menn væru klárir í síðari hálfleikinn - en svo virtist ekki vera. „Við ætluðum okkur að byrja síðari hálfleikinn vel og fyrstu fjórar til fimm mínúturnar töldum við vera mikilvægastar. Við ætluðum að eiga þær, en það fór í hina áttina.” Þeir gulklæddu halda enn í áttunda sætið, síðasta sætið sem gefur þáttökkurét í úrslitakeppninni, þegar nokkrar umferðir eru eftir. Hefur Jóhann áhyggjur af því að missa af sæti í úrslitakeppninni? „Nei, eða við erum að fara í Vesturbæinn á fimmtudaginn. Það eru næstu skref og ég hef sagt það áður að við tökum eitt skref í einu. Það er bara stórveldið á fimmtudaginn,” sagði Jóhann að endingu.Emil Karel: Var stressaður fyrir leikinn „Við mættum mjög flatir í byrjun leiks og þeir voru fastir fyrir,” sagði Emil Karel Einarsson, stórskytta Þórs, í samtali við Vísi í leikslok, en Emil átti góðan leik og setti niður mikilvæg skot. „Við vorum svekktir því okkur fannst dómararnir ekki vera að flauta. Einar sagði síðan við okkur í hálfleik að hætta þessu væli og einbeita okkur að því sem við gætum gert og ekki að kenna öllum öðrum um. Þá small þetta.” Þór spilaði ekki vel í fyrri hálfleik, en Emil Karel segir að með betri varnarleik hafi leikur Þorslákshafnar-liðsins farið að ganga miklu betur. „Við hertum varnarleikinn og þurftum að stíga upp á báðum enda vallarins. Þeir skoruðu bara 39 stig í fyrri hálfleik, en mér fannst varnarleikurinn mjög lélegur. Það er það sem breyttist.” Var Emil hræddur við að það væri bikarþynnka í Þórsliðinu? „Já, ég viðurkenni það. Ég var mjög stressaður fyrir leikinn. Við vorum eitthvað svo afslappaðir og sem betur fer var okkur ekki refsað fyrir það að eiga svona slakan fyrri hálfleik,” en með sigrinum skaust Þór upp í fjórða sætið á ný. „Við stefnum á því að halda fjórða sætinu. Við mætum Haukunum á útivelli í næsta leik og það er bara slagur upp á líf og dauða,” sagði þessi frábæri leikmaður að lokum.Tweets by @Visirkarfa1
Dominos-deild karla Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Fleiri fréttir „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Sjá meira